Feykir


Feykir - 02.10.2014, Side 1

Feykir - 02.10.2014, Side 1
 á BLS. 6-7 BLS. 9 Róbert og Guðmundur gefa út geisladiskinn Orð Tímalaus og notaleg tónlist BLS. 8 Guðrún frá Lundi aftur á toppinn með Afdalabarn Brenndi Dalalíf þegar hún fór að búa Laufey Kristín Skúladóttir svarar Rabb-a-babbi Ætlaði að verða hárgreiðslukona 37 TBL 2. október 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N www.riverrafting.is - s: 453 8245 Paintball River rafting Wipeout Tjaldstæði Heitir pottar Engar sjáanlegar skemmdir eftir atganginn Gusugangur á Sauðárkróki Djúpar haustlægðir með tilheyrandi rigningu og roki ganga nú yfir landið hver á eftir annarri. Veðurofsinn getur oft valdið ýmsum óskunda en oft þarf ekki mikið til þegar sjávarstaðan hækkar líkt og gerðist sl. föstudag og sjór flæddi yfir nýja veginn við Skarðseyri á Sauðárkróki. „Já, þetta var svolítið óvænt þarna á föstudaginn. Sjávarstaðan var hinsvegar mjög há og mikil undiralda þrátt fyrir tiltölulega rólegt veður á landi en það var sterk norðan átt á hafi úti,“ segir Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar. Hann segir varnargarðinn meðfram götunni vera hluta af útboði verktakans en að framkvæmdin hafi ekki verið langt komin. Verktakinn stefnir á að hefja vinnu við grjótgarð í lok vikunnar en undirvinna vegna hans er þegar hafin. „Eftir reynslu föstudagsins verður hönnun garðsins breytt örlítið. Grjót- garðurinn mun vonandi verða til þess að ekki flæði svona yfir fjöruna eins og gerðist þarna. Það verður hinsvegar ekki hægt að koma í veg fyrir að það gusist yfir garðinn eins og gerist á Sjór flæðir yfir nýja veginn á Skarðseyri. MYND: STEINN ÁSTVALDSSON strandveginum í vondum veðrum,“ útskýrir Indriði. Engar sjáanlegar skemmdir eru á veginum eftir atganginn en það tók nokkrar klukkustundir að moka möl og drasli af veginum sem skolast hafði inn á hann. Hann segir að reynt verði að bregðast við ef svipaðar aðstæður koma upp áður en garðurinn er fullgerður en sjávarstaðan næstu daga er um hálfum metra lægri en á föstu- daginn var. Vinnu við að klára grjót- garðinn verður hraðað eins og mögu- legt er. /BÞ Mótmæla harðlega skerðingum Verslunarmannafélag Skagafjarðar Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlagafrumvarps Ríkisstjórnarinnar. Mótmælir félagið harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015. „Þrátt fyrir að forystumenn ríkis- stjórnarinnar haldi því fram að fjár- lagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst að það gildir ekki um tekjulægri hópa samfélagsins,“ segir í ályktuninni. Stjórn Verslunar- mannafélags Skagafjarðar gerir miklar athugasemdir við: Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%, skerðingu réttar til atvinnuleysisbóta, að ekki verði staðið við gefin fyrirheit um framlag til VIRK – Starfsendurhæf- ingarsjóðs og skerðingu framlaga til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. Skert framlög til menntamála sem bitna m.a. annars mjög harkalega á Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum um eflingu iðnmenntar í landinu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggð- inni. Skert framlög til heilbrigðismála sem enn og aftur bitna m.a. á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki. „Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar skorar á Ríkisstjórn Íslands að endur- skoða framkomið fjárlagafrumvarp. Nú er kominn tími á að hlusta á fólkið í landinu,“ segir loks í ályktuninni. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.