Feykir


Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 4
4 37/2014 Aflatölur 21. - 27. september 2014 Um 375 tonn að landi Í viku 39 var rúmu 131 tonni landað á Skagaströnd og 234 tonnum á Sauðárkróki. Þá var landað rúmum 6 tonnum á Hofsósi og eftir nokkurt hlé var aftur róið á Hvammstanga en þar var þremur tonnum landað. Alls eru þetta um 375 tonn á Norðurlandi vestra, sem er um 25 tonnum meira en í síðustu viku. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KGSKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Blær HU Landb.lína 1.380 Dagrún HU-121 Handfæri 415 Hafrún HU-12 Dragnót 4.228 Hamar SH-224 Handfæri 29.086 Muggur KE-57 Landb. lína 6.730 Ólafur Magnúss. HU-54 Þorskfisknet 1.567 Óli Gísla HU-212 Handfæri 1.276 Sighvatur GK-57 Lína 63.371 Stella GK-23 Landb.lína 7.121 Sæunn HU 30 Handfæri 97 Alls á Skagaströnd: 131.260 Farsæll SH-30 Botnvarpa 87.000 Gammur SK-12 Þorskfisknet 1.928 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 2.212 Samkeppni í mjólkuriðnaði Samkeppni er mikilvæg til þess að draga fram það besta í hverjum og einum. Það að vera ekki í samkeppni leiðir til stöðnunar og á Íslandi er nú landbúnaður í ákveðinni samkeppni við aðrar innlendar og innfluttar matvörur. Í mjólkuriðnaði hefur ríkt lítil samkeppni við innflutning vegna takmarkana á innflutningi og ofurtolla í þeim tilfellum þegar flutt er inn. Mjólk er hins vegar í samkeppni við aðrar neysluvörur t.d. gosdrykki og safa. Oft vill gleymast í um- ræðunni að samkeppnin þarf að vera á báðum endum, bæði í smásölu og í innkaupum á afurðum en þegar kemur að innkaupum á mjólkurafurðum er nánast engin samkeppni í dag. Bændur hafa ekkert val, þeir selja sína framleiðslu til einokunarhrings sem kaupir samkvæmt ákveðinni verðskrá. Það er því gríðarlega mikil- vægt hagmunamál til lengri tíma fyrir bændur að fá fleiri kaupendur að mjólk, það sé raunverulegt val hvers lögbýlis hverjum það selur sínar afurðir. Samkeppni ýtir undir vöru- þróun. Nýjasta dæmið er að það er ekki fyrr en lítill aðili hefur framleiðslu á glúten frírri mjólk að stóri einokunarhringurinn sá ástæðu til þess að gera það líka. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir þeirri vöru hafi verið til staðar í áratugi var henni ekki svarað fyrr en mjólkurbúið Arna hóf framleiðslu nú nýverið. Nokkrir aðilar hafa áður gert tilraun til að vinna mjólk þrátt fyrir mjög óhagstætt rekstrar- umhverfi, þar sem ráðandi aðili á markaði hefur svarað allri samkeppni af fullri hörku og beitt öllum ráðum í bókinni til að drepa semkeppnina í fæð- ingu í stað þess að fagna henni. Þeirra á meðal er Kaupfélag Skagfirðinga sem sá viðskipta- tækifæri í því að kaupa Mjólku og halda rekstri hennar áfram, reyndar með því að fá til þess meðgjöf frá MS í formi endurgreiðslu á verðmismun sem Mjólka var látin greiða. Með kaupunum hefur KS í raun staðfest að það er vel hægt að reka litla einingu í mjólkuriðnaði ef allir sitja við sama borð og fá hráefnið á eðlilegu verði. Úrskurður Samkeppnis- stofnunar hefur enn og aftur vakið athygli á þeirri staðreynd að stjórnendur Mjólkursam- sölunnar treysta sér ekki til að vera í samkeppni við óskylda aðila og eru tilbúnir að ganga mjög langt inn á grátt svæði í laga túlkun til að fella þá sem ætla að veita þeim alvöru samkeppni. Það er auðvelda leiðin í samskiptum að beita stærðinni fyrir sig og bregða fæti fyrir minni aðila með bolabrögðum í stað þess að mæta þeim í hillum verslanna með betri vöru eða betra verði. Núverandi fyrirkomulag í mjólkuriðnaði hefur alið af sér Þýskir kokkar og bakarar á eldra stigi Ársala Þriðjudagurinn 23. september hófst þannig hjá okkur í Ársölum að þegar börn og foreldrar komu í skólann voru þau fest á filmu þýskrar myndatöku- konu sem hafði komið sér fyrir á skólalóðinni. Að undanförnu hafa verið hér í Skagafirði þýskir mynda- tökumenn og konur á vegum þýskrar sjónvarps- stöðvar að mynda skagfirskt mannlíf frá sólarupprás til sólarlags. Í samráði við Ólafshús komu svo til okkar á eldra stigið fjórir þýskir kokkar og bakarar og elduðu fyrir okkur hádegis- matinn. Með þeim í för voru einnig þýskir sjónvarpsmenn sem tóku upp viðburðinn og tóku börn og starfsfólk tali. Börnunum fannst tilkomu- mikið að sjá fjóra hvítklædda starfsmenn í eldhúsinu þegar þau sóttu matinn og eitt barn- anna spurði af hverju væri læknir í eldhúsinu! Þýska föruneytið fór síðan inn á tvær deildir, bar fram matinn þar og tók börnin tali. Á þýskum matseðli dagsins var dýrindis nautahakksbuff með lauk og hvítlauk, kartöflur með steinselju og rjómasveppasósa með myndarlegum sveppum út í. Þetta féll öllum vel í geð enda hinn ljúffengasti matur. Yngstu börnin voru eitthvað feimin við að prófa steinselju- kartöflurnar en þá sagði deildarstjórinn við þau: „Iss, þetta eru blómakartöflur,“ og það var nóg til að fá þau til að borða af bestu lyst því hver vill ekki borða blómakartöflur? Í eftirrétt var kaka sem ber nafnið „Donauwelle“, alveg einstaklega ljúffeng berja-, súkkulaðikaka sem rann ljúflega niður litla hálsa og stóra. Það féll börnunum sérlega vel í geð að fá þennan dýrindis eftirrétt enda ekki vön því að fá eftirrétt í leikskólanum nema til hátíðabrigða. Fréttamaður tók leikskóla- stjóra tali og fannst merkilegt hvað Íslendingar eiga mikið af börnum og hvað búið er vel að börnum í leikskólanum. Það er óhætt að segja að þessi heim- sókn var skemmtileg viðbót við daglegt líf og starf í Ársöl- um. Sjónvarpsstöðin ZDF mun væntanlega sýna þátt um mannlífið í Skagafirði um næstu páska svo þá er nú vissara að setja sig í stellingar fyrir framan sjónvarpstækin. Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskólinn Ársalir Sauðárkróki AÐSENT ANNA JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAR kerfi sem er værukært og latt og kýs lögfræðiklæki og bola- brögð í stað vöruþróunar og markaðssetningar. Þessi vinnu- brögð koma á endanum niður á mjókurframleiðendum og koma óorði á fyrirtæki þeirra og framleiðslu. Nú alltof lengi hefur umræða staðið um „landbúnaðarkerfið gegn neytendum“. Sú umræða hefur farið um víðan völl og látið eins og hagsmunir fari ekki saman. Sem er alrangt, hags- munir framleiðanda afburða íslenskra matvara fara algerlega saman við hagsmuni neytenda. Það er því dapurlegt að fylgjast með forráðamönnum Mjólkur- samsölunnar sem ætla nú að fara í það að deila við dómarann frekar en að sætta sig við að það kerfi sem komið var á fót 2004 þjóni einungis hagsmunum þess einokunarkerfis. Hags- munir landbúnaðarins og neyt- enda eru aðrir. Þeir eru að til verði raunveruleg samkeppni í innkaupum mjólkurafurða, ólíkar hugmyndir þrífist um afleiddar vörur sem leiðir af sér vöruþróun. Það er einfalt mál að finna slíkt dæmi, sem einmitt kom í kjölfar annars dóms Samkeppnisstofnunar og sner- ist um íslenska matvælafram- leiðslu. Mjólkuriðnaðurinn á að fylgja fordæmi garðyrkjubænda frá 2009 og brjóta af sér hlekki þess kerfis sem leitt hefur af sér einokun og doða. Möguleikarnir eru endalausir ef viljinn og kjarkurinn er fyrir hendi! Magnús Þór Jónsson og G.Valdimar Valdimarsson, stjórnarmenn í Bjartri framtíð. Klakkur SK-5 Botnvarpa 127.319 Már SK-90 Handfæri 1.185 Óskar SK-13 Handfæri 374 Röst SK-17 Rækjuvarpa 12.734 Steini Sk-14 Handfæri 967 Vinur SK-22 Handfæri 502 Alls á Sauðárkróki 234.221 Ásmundur SK-123 Landb. lína 3.704 Geisli SK-66 Línutrekt 2.415 Alls á Hofsósi 6.119 Harpa HU-4 Dragnót 3.033 Alls á Hvammstanga 3.033 AÐSENT MAGNÚS ÞÓR JÓNSSON OG G.VALDIMAR VALDIMARSSON SKRIFA Frítt í sund, fótbolta og fjölmargt annað Hreyfivikan 29. september – 5. október Hreyfivikan (e. Move Week) hófst á mánudag en herferðin nær um gjörvalla Evrópu dagana 29. september – 5. október 2014. Hreyfivikan er hluti af „The NowWeMove 2012-2020“ herferð sem hefur þá framtíðarsýn að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 og að fólk finni hreyfingu sem hentar því. Sex aðilar eru skráðir þátttak- endur á Sauðárkróki og einn á Skagaströnd. Boðið hefur verið upp á fría Zumba tíma á Sauðárkróki og á Skagaströnd og verður boðið frítt í Zumba í Þreksporti á föstudag og laugardag. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki – eldra stig tekur þátt m.a. með því að fara með börnin í gönguferðir, Sjúkra- þjálfarar frá Heilbrigðisstofnun- inni Sauðárkróki ætla að bjóða upp á fræðslu í fyrirtækjum. Fræðsla um hreyfingu og kynning á Ringo verður í FNV, Knattspyrnudeild Tindastóls verður með opnar æfingar fyrir alla krakka að 16 ára aldri og Sveitafélagið Skagafjörður bíður öllum frítt í sund milli kl. 17 og 19 alla daga hreyfivikunnar. Þetta gildir í laugarnar á Sauð- árkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Nánari upplýsingar á www. iceland.moveweek.eu/ /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.