Feykir


Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 2
2 37/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Litið í Laufskálarétt Það gerist á um það bil tíu ára fresti að undirrituð lætur sjá sig í Laufskálarétt. Eins og annað breytist tilgangur ferðarinnar í tímanna rás. Fyrst minnist ég þess að hafa barið umrædda rétt augum sem 19 ára unglingur „á djamminu,“ einhvern tímann seint á síðustu öld. Að sjálfsögðu var tekinn allur pakkinn, réttin, sætaferðin og ballið í Miðgarði. Eitthvað hefur nú setið eftir af þeim minningum því rúmum áratug seinna þótti mér tímabært að sýna þáverandi sveitungum mínum á Ströndum þessi undur og stórmerki. Að þessu sinni var leigt orlofshús í Fljótum, farið í réttina á forláta Ford Econoline, sem við reyndar festum í snjó í Fljótum. Sætaferð á ballið, sem að þessu sinni var í reiðhöllinni og endurfundir við ýmsa sem maður hafði ekki séð í áratug. Tæpum áratug síðar lá leið mín enn í Laufskálarétt, nánar tiltekið síðasta laugardag. Að þessu sinni var vinnubíllinn gangsettur, myndavélin sett á öxlina og brunað í Hjaltadal- inn. Eftir að hafa mætt hátt í fimmtíu bílum á þessari stuttu leið átti ég von á að það væri kannski heldur rólegt í réttinni, almenningurinn að tæmast og menn farnir að týnast til síns heima. Sú var þó aldeilis ekki raunin. Bílastæðið við réttina minnti á Smáratorg eða Kringluna í jólaösinni, það var meira að segja mættur lögreglumaður til að stjórna umferðinni. Sveitastúlkan brá á það ráð að leggja utanvegar í bröttum kanti og dreif sig í mannmergðina, því ekki vantaði hana! Og endurfundirnir urðu engu færri en fyrr, nema nú voru ef til vill liðin 20 ár síðan fundum bar saman. Stemningin svona sambland af íslenskri réttarstemningu og bandarískri Hollýwood stemningu þar sem ekki var þverfótað fyrir mynda- og kvikmyndatökuliði, sumir meira að segja komnir upp í krana til að ná „rétta skotinu.“ Íslenskur fjöldasöngur í bland við fjölþjóðlegar raddir gestanna. Íslenskum harðfiski rennt niður með erlendu söngvatni. Það er ekki auðvelt að lýsa því hvað gerir Laufskálarétt – já og raunar stóðréttir yfirleitt – að svona eftirsóttum viðburðum. Raunar man enginn lengur hvenær það komst í tísku að fara í stóðréttir og ferðamenn urðu margfalt fleiri en hrossin. En það er eitthvað með Skagfirðinga og Húnvetninga og hesta. Því hvar sem tveir menn eru samankomnir í þessum héruðum má búast við að sé hestamannamót. Eða alla vega einhver hestatengdur viðburður. Á ferðum mínum um Krókinn með gesti og ferðafólk í sumar hafa margir haft orð á hestunum sem dvelja í þartil- gerðum hólfum vítt og breytt um bæinn, að vísu tímabundið því um er að ræða náttúrulegar sláttuvélar. Við íbúarnir erum löngu hætt að taka eftir þessu en margir reka upp stór augu, en finnst þetta engu að síður ákaflega umhverfisvænt og sniðugt. Og að sjálfsögðu bendir maður ferðafólki á það hversu hógværir Skagfirðingar eru að hafa styttu af hesti á torgi bæjarins og kenna það að auki við umræddan hest. Víðast hvar annars staðar eru nefnilega einhverjir fyrirmenn settir á stall á slíkum torgum. Kristín S. Einarsdóttir Lögreglufréttir Óhöpp og dólgslæti um Laufskála- réttarhelgi Síðastliðin helgi gekk nokkuð vel fyrir sig að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki. Jafnan fjölgar talsvert af fólki í firðinum vegna Laufskálaréttar með tilheyrandi glens og gleði en stundum kárnar gamanið. Tvö slys urðu tengd réttarstörfum, ein kona slas- aðist á fæti á leið niður fjallið og karlmaður slasaðist í réttinni er hann varð undir hesti. Þá var einn ökumaður stöðvaður með fíkniefni í fórum sínum og annar gisti fangageymslur fyrir dólgs- læti. Þá var ein líkamsárás kærð sem átti sér stað fyrir utan Laufskálaréttarballið í reiðhöllinni. Lögreglan fylgdi brotaþola á Heilbrigðis- stofnunina Sauðárkróki til aðhlynningar en sauma þurfti fimm spor við auga- brún mannsins. /BÞ Áreittu stúlkur á Borgarsandi Eltu og blístruðu á þær Þrír menn eltu þrjár stúlkur sem voru að leik á Borgarsandi á Sauðárkróki sl. sunnudag. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 12 til 13 ára, forðuðu sér undan mönnunum og tilkynntu athæfið til lögreglu. „Það var blístrað á þær og þeir fóru að elta þær, þær forðuðu sér yfir sandmönina nálægt Ernunni og hringdu á hjálp, enn með mennina á eftir sér. Þegar þær komust upp á reiðveginn kom fólk ríðandi og þá snéru mennirnir við og fóru niður í fjöru og ég kom augna- bliki seinna og náði í þær,“ segir Halldór Bjarnason, faðir einnar stúlkunnar, í færslu á Facebook. Þau svör fengust frá Lögregl- unni á Sauðárkróki að menn- irnir, sem eru af erlendu bergi brotnir, hafi fengið tiltal og þeim gert grein fyrir því að svona hegðun væri ekki liðin. Menn- irnir töluðu ekki íslensku og takmarkaða ensku. Af gefnu tilefni vill lögreglan koma þeim skilaboðum áleiðis að árétta fyrir börnum að gefa sig ekki á tal við ókunnuga. Halldór segist ekki vita hvað mönnunum gekk til í samtali við Feyki og hann sé ekki að leggja dóm á það en hvað sem því líður þá hræddu þeir stelpurnar og er dóttir hans nokkuð skelkuð eftir atvikið. „Dóttir mín er ekki hrifin af því að vera ein úti eftir þetta, mér þætti betra að geta sagt henni að þeir væru farnir og það væri engin ástæða til að óttast þá. Ég myndi persónulega vilja láta fjarlægja þessa menn, setja frímerki á rassgatið á þeim og senda þá heim,“ segir Halldór að endingu. /BÞ Halldór bóndi á Molastöðum með forystuhrút. MYND: HH Skagfirska jólsveiflan til útflutnings Í fyrsta skipti í tuttugu ár blæs sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson til tónleika í Reykjavík undir yfirskriftinni Jólagleði Geirmundar. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ þann 29. nóvember nk. og með honum í för verður frábært listafólk. Flutt verða þekktustu lög Geirmundar, þekkt jólalög og lög af jóladiski Geirmundar sem út kom á síðasta ári. Gestasöngvarar með Geir- mundi verða Óskar Pétursson, jólastelpurnar Anna Karen og Valdís, Helga Möller og Diddú sem nú kemur fram með Geirmundi í fyrsta sinn. Hljómsveit undir styrkri stjórn Vilhjálms Guðjónssonar mun annast undirleik og kynnir verður Þorgeir Ást- valdsson. Miðasala er hafin á Miði.is. /BÞ Jólagleði Geirmundar í Austurbæ Hrútadagar í Akrahreppi og Fljótum Haldið í gamlar hefðir Það verður sannkölluð hrútahelgi í Skagafirði um næstu helgi. Haldnar verða tvær hrútasýningar, annars vegar í Fljótum og hins vegar í Akrahreppi. Er þetta annað árið í röð sem hvor sýning um sig er haldin. Áratuga hefð er fyrir hrúta- sýningum en vegna smithættu lögðust þær af í mörgum sveitum. Fyrr á tímum þótti gott að eiga stóra og fallega hrúta og voru bændur þá ákaflega stoltir ef þeirra hrútar dæmdust hátt á hrútasýningum og var það ákveðin mælieining á hversu góðir bændur menn væru, því fé er jafnan fóstra líkt. Fjárræktarfélag Fljótamanna stendur fyrir hrútadegi á Þrasa- stöðum í Fljótum næstkomandi laugardag, 4. október. Dagskráin hefst kl 13:30. Hægt verður að kaupa kynbótalömb, en einnig verður á dagskrá hrútasýning og lambatrítl hjá börnum. Boðið verður upp á léttar veitingar að hætti Fljótakvenna og heima- framleiðsla Fljótamanna kynnt. Í tilkynningu um sýninguna er vakin athygli á því að einungis má selja sauðfé innan Trölla- skagahólfs, að Svarfaðardal undanskildum. Í Akrahreppi verður hrúta- sýning haldin í fjárhúsunum á Þverá sunnudaginn 5. október og hefst hún kl. 13:00. Á dagskrá er eftirfarandi: Veturgamlir hrútar 15 efstu, lambhrútar 15 efstu, tvílitir lambhrútar 7 efstu, skraut- gimbrasýning barna (yngri og eldri), hrútauppboð og líflamba- sala og -sýning. Kaffiveitingar verða í boði kvennfélags Akra- hrepps. Einnig verða gimbrar til sýnis og sölu og hefur verð verið ákveðið 20 þúsund krónur fyrir hrút og 15 þúsund fyrir gimbur. Allir eru boðnir velkomnir á hrútasýningarnar, sem nú eru fyrst og fremst fjölskylduhátíðir til að halda í gamlar hefðir, koma saman og hafa gaman, með sauðkindina í öndvegi. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.