Feykir


Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 11
37/2014 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur látið sig hlakka til að hlusta á Gunnu Dís og Andra. Spakmæli vikunnar Óeðlilegur er sá maður sem aldrei skiptir um skoðun. – A. Barthélemy Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... meðal hæna verpir 228 eggjum á ári? ... Íslendingar drekka meira Coca Cola en aðrar þjóðir? ... jörðin er eina plánetan sem ekki er skírð eftir guði? ... hikstaköst ganga vanalega yfir á innan við fimm mínútum? ... venjuleg húsfluga lifir í 10-25 daga? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Einu sinni voru þrír menn á eyðieyju og hittu anda sem gaf þeim eina ósk hverjum. Sá fyrsti óskaði sér þess að finna bát til að geta siglt heim til sín og varð honum að ósk sinni. Sá næsti óskaði sér þess að það kæmi þyrla að sækja hann. Þá varð sá þriðji og síðasti svo einmana að hann óskaði að hinir tveir mennirnir kæmu aftur til hans. Krossgáta Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOK] Tekur þú þátt í Hreyfi- vikunni – Move Week? JÓHANN GUÐMUNDSSON SAUÐÁRKRÓKI: Nei, ég er ekki að flytja neitt. LINDA BJÖRK ÆVARSDÓTTIR SKAGABYGGÐ: -Já, svo sannarlega með fjórum Zumbatímum. ÁLFHILDUR LEIFSDÓTTIR SAUÐÁRKRÓKI: -Ég mætti í Zumba og bauð vini með. Ég stefni líka á að skella mér í sund með börnin mín í Varmahlíð. DÚFA DRÖFN ÁSBJÖRNSDÓTTIR SAUÐÁRKRÓKI: Já, mjög mikið. Snöggsteikt lifur með súrsætri sósu og nammi í eftirrétt FORRÉTTUR Salat með öllu Dressing: Rauðlaukur skorin í tvennt, svo í sneiðar og loks settur í box. Grenandin hellt yfir og látið liggja yfir nótt. Salat: Salatblanda vínber mangó, smátt skorið paprika, rauð og gul gúrka Aðferð: Rauðlaukurinn veiddur upp úr og settur í salatið. Einnig gott hella örlitlu yfir salatið en ekki miklu þar sem laukurinn er mjög sætur. Salatið passar rosalega vel með með kjúklingarétt. AÐALRÉTTUR Snöggsteikt lifur með súrsætri sósu 1 lifur, skorinn í þunnar sneiðar (um ½ til 1 sm) hveiti salt og pipar Aðferð: Lifrinni er velt upp úr hveiti og krydduð með salti og pipar. Næst er hún snöggsteikt á sjóðandi heitri pönnu, bara í 1-2 mín. á hvorri hlið annars verður MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Þegar ég er beðin um uppskriftir af einhverju þá verð ég alveg tóm, þannig ég varð að setjast niður og hugsa mjög stíft, en þar sem sláturstíð er í fullum gangi ætla ég aðeins að að vera í svona „haust mat,“ segir Hjördís Bára Sigurðardóttir en hún og Sigurjón Elí Jónsson á Hvammstanga eru matgæðingar vikunnar. „Ég hef rosalega gaman að því að prófa ýmislegt og þá sérstaklega í salat eða með kjúkling. Mig langar rosalega að skora á hana Sólrúnu systir þar sem maturinn hennar klikkar ekki. Hún býr á Akranesi ásamt Jakobi Inga og þremur börnum.“ hún of þurr. Borið fram með hrísgjónum, súrsætrisósu og salati. EFTIRRÉTTUR Nammi 100 g döðlur 2 msk hnetusmjör (gróft) Aðferð: Maukað vel saman í matvinnsluvél, búið til kúlur og setið í frost í 10 mín. Hjúpið með súkkulaði. Verði ykkur að góðu! Hjördís Bára og Sigurjón Elí. Hjördís Bára og Sigurjón Elí matreiða Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.