Feykir


Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 5
37/2014 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR KR-ingar sigruðu Tindastól í úrslitaleik Silfurverðlaun í Lengjubikarnum Tindastólsmenn gerðu þokkalega ferð suður um helgina en þar lék liðið fyrst í undanúrslitum Lengjubikars- ins gegn Fjölni og hafði betur. Í úrslitaleiknum á laugardag voru það Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum sem reyndust sterkari og silfrið því hlutskipti Stólanna að þessu sinni. TINDASTÓLL - FJÖLNIR 92-73 Stólarnir skröltu suður í snjón- um á föstudaginn en það var enginn skjálfti í köppunum þegar þeir áttu við Grafarvogs- piltana í Fjölni í undanúrslitum. Tindastóll náði yfirhöndinni fyrir lok fyrsta fjórðungs og hélt forystunni allt til loka. Fjölnir hékk í Stólunum fram að hléi en þá var staðan 43-36. Eftir tvær og hálfa mínútu í síðari hálfleik var munurinn orðinn 15 stig og ljóst að það var á brattann fyrir Fjölni. Enda fór svo á endanum Stólarnir unnu öruggan sigur, 92-73, og tryggðu sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins. Dempsey (25) og Lewis (24) voru stigahæstir Stólanna og Dempsey var að auki með 14 fráköst. Pétur Birgis var með 7 stoðsendingar og 10 stig og þá setti Helgi Margeirs í fjóra þrista. TINDASTÓLL - KR 83-75 Í úrslitaleiknum mættu Stólarnir liði KR sem sigraði Hauka 93-83 í síðari undanúrslitaleiknum á föstudagskvöld. Því miður náðu Stólarnir sér ekki almennilega á strik í leiknum og voru KR- ingar yfir frá fyrstu til síðustu mínútu. Þeir komust yfir 14-4 eftir tæpar fimm mínútur en Stólarnir klóruðu í bakkann og eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-17. Í öðrum leikhluta var hittni Tindastóls ekki til eftirbreytni en sem betur fer gekk KR-ingum ekki mikið betur að finna körfu Stólanna. Í hálfleik var staðan 41-26 fyrir KR. Tindastólsmenn komu kraft- meiri til leiks í þriðja leikhluta. KR gerði reyndar fyrstu fjögur stigin og náði 19 stiga forystu en þá hrukku Stólarnir í gírinn og söxuðu hægt og sígandi á forskot KR. Ingvi Rafn náði síðan að sökkva 3ja stiga skoti þegar um ein og hálf mínúta var eftir af þriðjungnum og minnka muninn í þrjú stig, 50-53. Breiddin í liði Íslandsmeistar- anna sagði til sín og þeir juku muninn og héldu öruggu forskoti út fjórða leikhluta en lokatölur urðu 83-75. Lewis (23stig/8stoð) og Dempsey (21stig/11stoð) voru enn á ný atkvæðamestir en Pétur var með 13 stig. Það var skarð fyrir skyldi að Helgi Rafn og Flake voru ekki að finna sig í leiknum og þá fann Helgi Margeirs ekki fjölina aftur frá því á föstudag. Niðurstaðan – silfurverðlaun í Lengjubikarnum – er fín byrjun á keppnistímabilinu og vonandi að lið Tindastóls eigi eftir að vaxa enn frekar þegar Íslandsmótið hefst nú í október. /ÓAB Hittast við Grettislaug Skíðaiðkendur hjá Skíðadeild Tindastóls Sunnudaginn 12. október kl. 14 er boðað til samveru- stundar hjá skíðaiðkendum hjá Tindastóls. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og vetrarstarfið kynnt. Æfingar hefjast svo um áramót. Meðal þess sem er fyrirhugað í vetur er að stofna brettadeild. Til að skrá sig í vetrarstarfið er hægt að senda tölvupóst á sbr@ simnet.is sem fyrst. Áhugasamir eru svo hvattir til að mæta við Grettislaug og hafa gaman saman, segir í tilkynningu frá stjórn skíðadeildar UMFT. /KSE Stólarnir hafa styrkt sig Tindastóll :: Meistaraflokkur karla 2014-2015 Tindastólsmenn mæta til leiks í Dominos- deildinni í vetur með sterkt lið. Þá hefur nýr þjálfari tekið við liðinu af Bárði Eyþórssyni, Portúgalinn Israel Martin Concepción. Antoine Proctor hefur yfirgefið lið Tinda- stóls en í stað hans eru komnir Darrel Lewis, 193 sm bakvörður/framherji, og Myron Dempsey, 198 sm framherji/miðherji. Darrel Flake er áfram í herbúðum Tindastóls en hann og Lewis eru báðir íslenskir ríkisborgarar. Fyrsti leikur Tindastóls er gegn Stjörnunni í Garðabæ 9. október. Fyrsti heimaleikurinn verður gegn Þór Þorlákshöfn 16. október kl. 19:15. Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að styðja við bakið á liðinu en þeir sem ekki komast geta fylgst með á TindastóllTV. /ÓAB & BÞ Helgi Freyr Margeirsson fæddur 1982 190 sm bakvörður Finnbogi Bjarnason fæddur 1996 182 sm bakvörður Helgi Rafn Viggósson fæddur 1983 195 sm miðherji/framherji Pétur Rúnar Birgisson fæddur 1996 186 sm bakvörður Darrel Flake fæddur 1980 194 sm framherji/miðherji Friðrik Hrafn Jóhannsson fæddur 1996 170 sm leikstjórnandi Ingvi Rafn Ingvarsson fæddur 1994 188 sm bakvörður Darrel Keith Lewis fæddur 1976 193 sm bakvörður/framherji Hannes Ingi Másson fæddur 1996 193 sm bakvörður Myron Dempsey fæddur 1991 198 sm framherji/miðherji Sigurður Páll Stefánsson fæddur 1995 194 sm bakvörður Viðar Ágústsson fæddur 1996 193 sm bakvörður/framherji Kári Marísson Aðstoðarþjálfari og leikstjórnandi Israel Martín Concepción Þjálfari TímOn-félagarnir sigra enn Íslandsmeistarar sigra síðustu rallýkeppni tímabilsins Laugardaginn 27. september fór fram síðasta umferð Íslandsmótsins í rallý. Ekið var um uppsveitir Rangár- vallasýslu, nánar tiltekið Landmannaleið og Tungnaá, alls sex sérleiðir sem spönnuðu samtals 119 km. Samkvæmt fréttatilkynningu reyndist keppnin bílum og mönnum erfið en 15 áhafnir hófu leik. „Þegar yfir lauk skiluðu einungis 8 bílar sér í endamark, rétt tæplega helmingur þátttak- enda féll því úr leik enda voru aðstæður nokkuð krefjandi þar sem ekið var um mjög ójafna og erfiða vegi. Var algengast að fjöðrunarbúnaður eða drifbún- aður gæfi sig og gerði kepp- endum ómögulegt að halda áfram,“ segir í tilkynningunni. Engar bilanir eða aðrar uppá- komur hrjáðu þá TímOn-félaga, Baldur og Aðalstein á Subaru Impreza Sti, en þeir höfðu fyrir keppnina þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. Náðu þeir strax á fyrstu leiðinni besta tímanum, héldu síðan öruggu forskoti allt til enda og sigruðu í keppninni með tæplega fjögurra mínútna for- skoti á næstu áhöfn, Íslands- meistarana frá í fyrra, Henning og Árna sem einnig óku Subaru Impreza. Samkvæmt tilkynning- unni náðu Baldur og Aðalsteinn þeim árangri að vera með besta tímann á hverri einustu sérleið í keppninni sem er afar sjaldgæft að gerist í rallý. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.