Feykir


Feykir - 02.10.2014, Side 6

Feykir - 02.10.2014, Side 6
6 37/2014 Guðrún Árnadóttir fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum árið 1887 og ólst upp í glaðværum hópi níu systkina. Foreldrar hennar voru Árni Magnússon (f. 1854, d. 1924) og Baldvina Ásgríms- dóttir (f. 1858, d. 1941). Þau voru ábúendur á Lundi í Stíflu SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir Endurútgáfa Afdalabarns eftir Guðrúnu frá Lundi á metsölulista Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var bókin Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi endurútgefin í síðasta mánuði og er nú þriðja prentun þeirrar útgáfu komin í sölu. Vinsældir þessarar skagfirsku skáldkonu spanna því orðið margar kynslóðir, en fyrsta bindi Dalalífs kom fyrst út árið 1946. Brenndi Dalalíf þegar hún fór að búa þeirra. Í viðtölum talaði Guðrún af alúð um æskuheimili sitt, Lund. Í minningum hennar var alltaf sól og blíða í Fljótunum, þrátt fyrir að sveitin teldist þá sem nú harðbýl og snjóþung. Þegar hún tók sér höfundarnafn kaus hún að kenna sig við bæinn. Ellefu ára gömul flutti Guð- rún að Enni á Höfðaströnd. Hún sagðist í viðtölum hafa byrjað að skrifa sögur strax og hún fór að snerta á penna og þá hafa farið að „klóra þessa vitleysu,“ eins og hún orðaði það. Það var þó ekki fyrr en fjölskyldan flutti á Ströndina, enda engin kennsla í Fljótunum, sem fyrr getur. Á Höfðaströnd bjó fjölskyldan í fimm ár. Þar komst Guðrún í kynni við bókasafn því lestrar- félag var á staðnum. Einnig var tekinn kennari á heimilið. Drögin að Dalalífi skrifaði Guðrún strax í bernsku, eða í kringum 13-14 ára aldur. Hún var undir áhrifum frá Torfhildi Hólm og öfundaði hana af því að geta sett saman skáldsögu sem varð til þess að hún fór að reyna sig við skriftir sjálf. Þarna voru komin fyrstu drögin að Dalalífi, sömu persónur og sömu sögur. Guðrún flutti með foreldrum sínum frá Enni, yfir fjörðinn og á Skaga. Hún var svo fjögur ár sem heimasæta hjá foreldrum sínum á Mallandi en hleypti þá heimdraganum og fór sem vinnukona í Vallhólma um vorið. Um haustið fluttist Guð- rún að Þverárdal í Austur- fyrstu ellefu æviár Guðrúnar. Guðrún gekk ekki í skóla í Fljótum, því þar var engin formleg kennsla, þó að eldri systur hennar hafi notið forskriftar frá mönnum sem voru vel skrifandi þar í sveitinni. Á æskuárunum mun hún eink- um hafa hlustað á og lesið forn- sögur og þjóðsögur, en pabbi hennar var ákaflega bókhneigð- ur og las fyrir þau systkinin. Í viðtölum lýsir Guðrún því að Stíflan sé fyrirmyndin að Hrútadal, sem er sögusvið Dalalífs. Hún segist þó hafa teygt ögn úr Dalnum, þó hann væri stór fyrir, og setti svo „til þæginda dálítinn kaupstað fyrir neðan.“ Guðrún talaði um að persónur bókanna væru upp- spunnar, en margir hafa þó gegnum tíðina talið sig þekkja fyrirmyndirnar að sumum Guðrún frá Lundi. MYND: HSK. Ásgrímur Ásgrímsson er bróðursonur Guðrúnar. Hann er um fæddur 1932 og búsettur á Sauðárkróki en ólst upp á Syðra-Mallandi og bjó þar fram yfir aldamótin 2000. Ásgrímur var samtíða Guðrúnu og fjölskyldu hennar, sem þá bjó á Ytra-Mallandi, alla sína bernsku og framundir unglingsárin. Hann man vel eftir frænku sinni, enda daglegur gestur þar og minnist hennar með hlýju. Ásgrímur minnist Guðrúnar við skriftir á Mallandi og segir hana hafa notað búrið við þá iðju sína, hafi hún þá staðið við gluggann og skrifað, en verið fljót að láta blöðin hverfa þegar þau börnin urðu vör við það. „Hún hafði ekki annað afdrep en þetta búr, húsakynnin voru ekki margbreytileg þá,“ segir hann og telur að þarna hafi verið besta næðið á stóru heimili. Ásgrímur telur að á þessum tíma hafi Guðrún ekki ætlað skrifum sínum að koma fyrir almenningssjónir. „Hún var afar hlédræg manneskja og flíkaði ekki þessum skáldskap sínum,“ segir Ásgrímur um frænku sína og bætir við: „Það var bróðursonur hennar sem tók handritin og kom þeim suður til útgefanda, en auðvitað var það með hennar samþykki. Ég held að hún hafi verið farin að skrifa strax á barnsaldri. Það var alveg ótrúlegt, af svona ómenntaðri konu, hvað hún talaði gott mál.“ „Þjóðlífsþættirnir hjá henni eru sérstaklega áhugaverðir, nú- orðið les ég þetta mest þannig, sem heimildir um þjóðlíf og búskaparhætti,“ segir Ásgrímur og tekur undir að fólki, sem flutt var á mölina, hafi þótt gott að geta lesið um sveitalífið. „En það var ekki bara sveitafólk sem las þetta, það voru líka menntamenn sem höfðu mjög gaman af þessum sögum.“ Ásgrímur minnist að lokum síðustu heimsóknar Guðrúnar: „Síðast þegar hún kom, tók sonur hennar hana með sér, en hann var í silungsveiði. Hún sagði um kvöldið, þegar komið var fram yfir miðnætti: „Nú væri hægt að skrifa sögu um þetta,“ segir Ásgrímur að lokum og brosir að endurminningunni. Ásgrímur Ásgrímsson, bróðursonur Guðrúnar: Skrifaði standandi við gluggann í búrinu á Mallandi MYND: KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.