Feykir


Feykir - 02.10.2014, Síða 8

Feykir - 02.10.2014, Síða 8
8 37/2014 Tímalaus og notaleg tónlist Róbert og Guðmundur gefa út geisladiskinn Orð Geisladiskurinn Orð með þeim Róberti Óttarssyni og Guðmundi Ragnarssyni kemur út þann 6. október nk. Í tilefni þess ætla þeir félagar að leggja land undir fót ásamt hljómsveit og halda þrenna útgáfutónleika, á Sauðárkróki, Siglufirði og í Reykjavík. Feykir hitti Guðmund og Róbert og spurði þá í út í tónlistina, samstarfið og undirbúninginn fyrir komandi útgáfutónleika. Róbert og Guðmundur leiddu hesta sína fyrst saman í Dægur- lagakeppni Kvenfélags Sauðár- króks fyrir nokkrum árum „Eftir það byrjuðum við stund- um að gutla saman í tónlist, þá kynntist ég nokkrum af lög- unum hans, einu af öðru. Ég fékk litla skammta í einu því ég þyki ekki það skýr að ég geti lært mörg lög í einu,“ segir Róbert í gamansömum tón. „Þannig byrjuðum við að vinna saman en við höfum þekkst mikið lengur,“ bætir Guðmundur við en félagarnir eru báðir Sigl- firðingar. „Það má segja að við höfum kynnst þegar ég var að vinna með móður Róberts á Siglufirði,“ segir Guðmundur. „Ég var alltaf að vappa í kring um Guðmund, honum til lífs og yndisauka væntanlega,“ bætir Róbert við og þeir hlægja. Upptökur á geisladiskinum hófust í byrjun árs en hugmynd- ina um að gefa út disk segja þeir Róbert og Guðmundur að hafi komið fyrir ári síðan að frum- kvæði Róberts en að það hafi tekið hann smá tíma að sann- færa Guðmund um að slá til. „Hvorugur okkar hefur verið það mikið í tónlist, bara með vinstri ef svo má segja. Ég var að syngja í Karlakórnum Heimi og spilaði með Harmonikkufél- aginu. Róbert hefur þó gefið út einn disk,“ segir Guðmundur. ,,Þá höfðum við báðir tekið þátt í uppsetningu á sýningunum Manstu gamla daga og verið í ýmsum öðrum smærri verkefn- um saman“. „Þetta var verkefnið fyrir árið 2014 að koma út þessum geisladiski. Í fyrra var ákveðið að diskurinn kæmi út 15. október, þannig að tíma- planið hefur nokkurn veginn haldist,“ segir Róbert. Upptökur fóru fram í stúdíó Benmen hjá Sigfúsi Arnari Benediktssyni (Fúsa Ben) og segja þeir upp- tökur hafa gengið vel en lög VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Róbert og Guðmundur tóku lagið fyrir blaðamenn Feykis. MYND: BÞ geisladisksins eru ellefu talsins. Þeir lögðu upp með að fá heimafólk til liðs við sig við að koma geisladisknum á koppinn og tókst það að að mestu og segjast þeir vera ánægðir með útkomuna. Allt efni disksins er frumsamið, Guðmundur semur lög og nokkra texta en aðrir textahöfundar eru Hilmir Jó- hannesson, Engilráð Sigurðar- dóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Sandholt og Herdís Sæmundardóttir. En hvernig myndu þeir lýsa tónlistinni? – „Einhverskonar sveitapopp, lög sem maður syngur með en þau hafa flest orðið til í því umhverfi - þar sem allir sitja saman að syngja,“ útskýrir Guðmundur. „Mínir vinir segja diskinn notalegan. Hann hefur verið að rúlla heima hjá mér og fólki finnst notalegt að hafa diskinn á. Þú grípur lögin kannski ekki alveg í fyrstu en eftir tvær þrjár spilanir þá hrífa þau þig með sér,“ bætir Róbert við. Guðmundur tekur undir og segir tónlistina vera tímalausa og notalega. Aðspurðir um hvort þeir eigi uppáhaldslag á plötunni segist Róbert eiga erfitt með að velja eitthvert eitt lag umfram annað. Ef hann yrði að velja myndi það líklegast vera lagið Orð, sem er titillag plötunnar. Guðmundur tekur undir og segir að textinn í því lagi sé einstaklega góður og útsetningin hæfi lagi og texta vel. Guðmundur nefnir einnig lagið Húsið sem er samið um sumarhús fjölskyldunnar en geti átt við öll sumarhús.“ Róbert segir að lagið Flottastur sé einnig í uppáhaldi en það er fyrsta lagið sem hann söng eftir Guðmund og þeir tóku í áðurnefndri Dægurlagakeppni. „Hann breytti aðeins útsetningunni á laginu og fyrir vikið fannst mér það enn flottara,“ segir Róbert. „Það var í rokkstíl en svo hægðum við það verulega niður og við það breyttist það mikið. Það er texti um Skagafjörð, þ.e. Skagafjörður sem er flottastur,“ segir Guð- mundur og bætir við að eigin- kona hans, Herdís Sæmundar- dóttir, hafi samið megnið af textanum í því lagi. Þessa dagana æfir hljóm- sveitin stíft til að undirbúa kom- andi útgáfutónleika sem verða haldnir á Mælifelli 10. október kl. 21, 11. október í Rauðku á Siglufirði kl. 21 og í Iðnó í Reykjavík 17. október kl. 21. Einnig verður diskurinn kynnt- ur sérstaklega á Bændadögum í Skagfirðingabúð. „Þetta er allt að smella saman hjá okkur. Nú er nýr hrollur byrjaður að fara um mann, mætir einhver?“ segir Róbert og kímir við. Þeir segjast vera vongóðir um að fólk mæti enda skipar hljómsveitina ein- valalið; Fúsi Ben er á gítar, Rögnvaldur Valbergsson á hljóm- borði, Margeir og Jóhann Frið- rikssynir á bassa og trommur. Í bakröddum eru Sigurlaug Vor- dís, Guðbrandur Ægir Ásbjörns- son og Gunnar Sandholt. Orð verður hægt að fá í Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup, Sauðárkróksbakaríi og í öllum betri verslunum um land allt. Geisladiskurinn verður einnig til sölu á útgáfutónleikunum. Svo verður auðvitað hægt að kaupa diskinn hjá Róberti og Guðmundi, en þeir eru með Facebook-síðu sem heitir ORÐ. Feðgin leika Emil, Ídu og Anton Leikfélag Sauðárkróks setur upp Emil í Kattholti Æfingar standa nú sem hæst á leikritinu Emil í Kattholti í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks. Feðginin Guðbrandur Guðbrandsson, Eysteinn Ívar og Emilíana Lillý fara með hlutverk Emils, Ídu og pabbans Antons. Feykir kíkti á æfingu í vikunni, þar sem „allt var að gerast“ og komin mikil stemning í húsið, enda farið að síga vel á seinni hluta æfingatímabilsins. Guðbrandur er einn af reynslu- boltum Leikfélagsins, þó hann segist ekki hafa byrjað að leika „fyrr en“ 1995. Þrátt fyrir það á hann 25 uppfærslur að baki. Sonurinn Eysteinn Ívar sem er þrettán ára, er að leika sitt þriðja hlutverk hjá Leikfélaginu, en hann var 7 ára þegar lék litlabróður Vöndu í Pétri Pan. Emilíana Lillý á níu ára afmæli tveimur dögum fyrir frumsýn- ingu. Systkinin eru sammála um að æfingaferlið sé búið að vera skemmtilegt þó þau séu stundum dálítið þreytt. „En það borgar sig, þetta er rosa gaman,“ segir Eysteinn. Lillý segist ekki líkjast Ídu í Kattholti en segir að bróðir sinn hafi verið alveg eins og Emil þegar hann var yngri. Eysteinn kann- ast við að hafa verið uppátækja- samur en segist þó hafa sloppið við smíðaskemmuna. Emil og Ída hlakka til frumsýningarinnar þó smá sviðskrekkur sé farinn að gera vart við sig, en reynslu- boltinn Guðbrandur segir að það sé bara af hinu góða, „maður má ekki vera of slakur.“ Emil í Kattholti var síðast á sviði hjá Leikfélaginu fyrir 26 árum en LS var annað áhuga- leikfélag landsins til að setja Emil upp. Þá fór Páll Friðriksson, sem nú leikstýrir, með sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélaginu. Páll og Ragnar Heiðar Ólafsson, sem bæði leikur í sýningunni og hannar og smíðar sviðsmynd, voru í óða önn að raða upp húsakynnum í Kattholti þegar Feykir bar að garði. Sagði Páll æfingarferlið ganga vel og allt vera samkvæmt áætlun, en frumsýning verður í Bifröst laugardaginn 11. októ- ber. /KSE Guðbrandur ásamt börnum sínum Emilíönu Lillý og Eysteini Ívari. MYND: KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.