Feykir - 16.10.2014, Blaðsíða 3
39/2014 3
Leikfélag Sauðárkróks sýnir Emil í Kattholti
Mikil stemning á frumsýningu
Það var mikil stemning í
Bifröst á frumsýningunni á
Emil í Kattholti í uppfærslu
Leikfélags Sauðárkróks sl.
laugardag og skemmti fólk
sér vel í sal. Leiksýningin
hefur verið vel sótt síðan.
Emil er uppátækjasamur ungur
drengur sem hefur misst töluna
á öllum þeim spýtuköllum
sem hann hefur tálgað þegar
hann hefur þurft að dúsa í
smíðaskemmunni. Hann hefur
sig þó allan við að reyna að bæta
fyrir skammarstrikin og m.a.
með því að veita Línu hjálp til
að losna við tannpínuna. Syst-
kinin Eysteinn Ívar Guð-
brandsson og Emelíana Lillý
Guðbrandsdóttir fara með
hlutverk Emils og Ídu.
Höfundur verksins er Astrid
Aðstandendum sýningarinnar var klappað lof í lófa að sýningu lokinni.
Hluti leikhópsins.
Eysteinn og Emilíana í gervi Emils og Ídu.
Myndasamkeppni
Átt þú forsíðumynd á Jólablað Feykis?
Jólablað Feykis kemur út 27. nóvember nk.
og er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra.
Jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir útkomu blaðsins og í
hugum margra markar það upphaf aðventunnar. Hefð er fyrir
því að forsíðu blaðsins prýði falleg mynd og leitum við því til
þín að senda inn mynd í samkeppni um forsíðuna.
Myndaval er frjálst en skal vera í anda jólanna.
Hafa ber í huga að lögun myndarinnar þarf að vera í
svokölluðu portait og haus Feykis þarf að komast fyrir efst.
Frestur til að skila inn myndum er til 8. nóvember nk.
og berist þær á netfangið feykir@feykir.is.
Vegleg verðlaun í boði
– fylgstu með á Feykir.is
Athugið! Feykir áskilur sér rétt til að birta
þær myndir sem berast.
FRÉTTA- OG DÆGURMÁLABLAÐ
Á NORÐURLANDI VESTRA
Lindgren og þýðandi Vilborg
Dagbjartsdóttir. Um þýðingu
söngtexta sá Böðvar Guðmunds-
son. Tónlist gerði Georg Riedel.
Leikstjóri er Páll Friðriksson.
Eftirfarandi er sýningarplan:
5. sýning föstudag 17. okt. kl. 18:30
6. sýning laugardag 18. okt. kl. 16:00
7. sýning sunnudag 19. okt. kl. 16:00
8. sýning þriðjudag 21. okt. kl. 18:30
(lokasýning)
Miðasala er í síma 849 9434 og
einnig í Bifröst 30 mín. fyrir sýningar.
Ljósmyndir tók Bára Kristín. /BÞ
TILBOÐ
fyrir hestamanninn
Mustad hófbotnar - Mustad járningaverkfæri
15% afsláttur
16.-31. október
Afslátturinn gildir í KS Varmahlíð og Versluninni Eyri
Eftirlitslaus börn á sundlaugabakkanum
Bjargaði barni
frá drukknun
Ekki má líta af ungum
börnum eitt einasta
augnablik þegar vatn er
annars vegar. Þetta vita flestir
en góð vísa er aldrei of oft
kveðin, eins og máltakið
segir, og Ómar Bragi
Stefánsson komst að raun um
þegar hann var staddur á
Spáni í sumar.
Ómar var í sólbaði ásamt
fjölskyldu sinni þegar hann sá
þrjú ung börn eftirlitslaus við
sundlaugarbakkann þar sem
hann var staddur. Ómar segist
hafa fylgst með þeim um stund,
enda hafði það vakið með
honum ugg að vita af þeim
einum í kringum sundlaugina
og foreldrana hvergi sjáanlega.
Hann segir yngsta barnið hafa
verið um þriggja ára gamalt og
hin tvö litlu eldri. Loks gerðist
það óumflýjanlega, að börnin
stungu sér til sunds. Eldri börnin
tvö komu aftur á yfirborðið,
upptekin í leik og galsagangi, en
yngsti drengurinn var hvergi
sjáanlegur. Ómar brást þá
snarlega við og stakk sér á eftir
drengnum og kom honum aftur
upp á bakkann. Ómar hugaði að
barninu sem var í mikilli
geðshræringu og grét heil ósköp
þegar foreldrana bar loks að og
sóttu drenginn. Á þeirri stundu
voru foreldrarnir engu nær um
hvað hafði gerst en nokkru síðar
þegar þau komust að raun um
hvað hafði gerst og hve litlu hefði
munað, gátu þau ekki þakkað
Ómari nógsamlega fyrir
lífsbjörgina.
Þessi reynsla Ómars Braga er
áminning um það hve mikilvægt
það er að foreldrar og for-
ráðamenn sleppi ekki augunum
af ungum börnum við sams-
konar aðstæður. /BÞ
Ómar Bragi heima í Túnahverfinu á Króknum.
Páll Friðriksson leikstjóri.