Feykir


Feykir - 16.10.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 16.10.2014, Blaðsíða 6
6 39/2014 Hannah er frá Ástralíu en kom á Sauðárkrók í janúar 2003 og dvaldi þar í eitt ár, hjá þremur mismunandi fjölskyldum. Hún kom þangað á vegum Rotary samtakanna, sem stóðu fyrir ungmennaskiptum. „Það voru í rauninni samtökin sem völdu Ísland sem dvalarstað fyrir mig, þó ég hafi verið búin að tilefna það sem eitt af þeim löndum sem kæmu til greina. Ég þráði að sjá snjó í fyrsta sinn á ævinni, en samt var valið alfarið þeirra, líklega hef ég verið eini skiptineminn sem gat hugsað VIÐTAL Kristín Siigurrós Einarsdóttir Ástralski metsöluhöfundurinn Hannah Kent Ungur ástralskur rithöfundur, Hannah Kent hefur að undanförnu vakið ómælda athygli fyrir sína fyrstu bók, Burial rites eða Náðarstund eins og hún kallast í íslenskri þýðingu. Hannh var skiptinemi á Íslandi á vegum Rótarý samtakanna árið 2003 og dvaldi þá á Sauðárkróki sem hún segir að hafi orðið að sínu öðru heimili. Hún var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún heyrði fyrst um söguna af Agnesi og morðinu á Illugastöðum. Þá óraði hana aldrei fyrir að gefin yrði út eftir sig bók, hvað þá metsölubók. Fær enn heimþrá til Skagafjarðar mig ritstörfum. Ég held að ég hafi þó ekki breyst mikið sem persóna, mitt daglega líf er eins og það var og fyrir það er ég þakklát.“ Ísland skipar eins og nærri má geta mjög stóran sess í örlögum Hönnuh. „Landið hefur breytt lífssýn minni algjörlega og fyrir það er ég mjög þakklát,“ segir hún. Hannah segir dvölina á Sauðár- króki jafnframt hafa reynst eitthvert mikilvægasta og eftir- minnilegasta tímabilið í lífi sínu. „Á margan hátt var þetta árið sem mótaði persónuleika minn, bæði vegna þeirrar áskorunar sem fólst í vistaskiptunum og einnig þeirrar áhugaverðu sér kaldan og dimman vetur,“ útskýrir Hannah, aðspurð um af hverju Ísland varð fyrir valinu. Viðfangsefni bókarinnar Náðarstund, sem nú hefur gert garðinn frægan, er saga Agnesar og Friðriks og morðsins á Nat- ani Ketilssyni á Illugastöðum. Hannah segist hafa geymt söguna með sér síðan hún heyrði hana fyrst árið 2003. „Ég sá þó aldrei fyrir mér að ég myndi skrifa um Agnesi, fyrr en ég hóf rannsóknir mínar fimm eða sex árum síðar. Þá upp- götvaði ég að ég hafði margar spurningar um söguna og ef ég vildi fá svör yrði ég að rannsaka hana á eigin spýtur. Auðvitað kveikti ritun bókarinnar fleiri spurningar, en það er jú eðli skáldskapar,“ segir Hannah. Erfitt að fara aftur til Ástralíu Hannah segist aldrei hafa ímyndað sér að bókin yrði svo mikið sem gefin út og að síðustu ár hafi verið mjög óraunveruleg. Þegar hún er beðin um að lýsa lífi sínu frá því bókin kom út, segist hún hafa ferðast mikið, stundum mánuðum saman. „Þetta hefur verið dásamlega lífsreynsla en mikil breyting fyrir mig. Ekki aðeins það að ferðast og sjá um kynningar- málin heldur líka það að nú hef ég þau forréttindi að geta helgað reynslu sem ég gekk í gegnum. Fyrstu þrír til fjórir mánuðirnir voru mér erfiðir, einkum af því ég talaði ekki tungumálið, mér fannst erfitt að aðlagast framandi loftslagi, ég var feimin og með heimþrá og mér fannst ég óþægilega áberandi. En það breyttist um leið og ég lærði tungumálið og eignaðist vini. Ég varð ástfangin af landslaginu, ég gekk í leikfélagið og varð smátt og smátt hluti af samfélaginu.“ Frá þeim tímapunkti, - þegar fjögurra mánaða markinu var náð - segist Hannah hafa átt ótrúlegan góðar stundir og að sér hafi fundist erfitt að snúa aftur í sitt ástralska líf. „Í mörg ár fann ég til heimþrár í Skaga- fjörðinn og ég finn enn til heim- þrár til Sauðárkróks.“ Hannah dvaldi hjá þremur fjölskyldum á meðan hún var skiptinemi og hefur haft talsverð samskipti við þær síðan. Hún hefur reglulega komið í heim- sóknir til Íslands og heimsækir þá eina af fjölskyldunum. „Ég held ég sé búin að koma til þeirra um það bil sex sinnum. Þau eru stór hluti af lífi mínu, ástralska fjölskyldan mín hefur hitt þau, maki minn hefur hitt þau. Þetta eru meira en vinir eða fóstur- fjölskylda fyrir mér, þau ERU fjölskyldan mín,“ segir Hannah og á þar við þau Pétur Inga Björnsson og Regínu Jónu Gunnarsdóttur og börn þeirra, sem hún dvaldi hjá í nokkra mánuði. Agnes og morðin á Illugastöðum viku ekki úr huganum Það var á ferð til Reykjavíkur sem Hannah heyrði fyrst um söguna af Agnesi. „Við ókum fram hjá Þrístöpum og ég varð heilluð af Vatnsdalshólunum og útsýninu þar. Þá fóru þau að segja mér sögu þessara staða og bentu mér á aftökustaðinn. Ég man að mér var sagt að Agnes hefði verið vinnukona sem var hálshöggvin fyrir aðild sína að morðinu á húsbónda sínum. Þrátt fyrir að hafa aðeins heyrt styttri útgáfuna af sögunni, þá fylgdi hún mér áfram í hugan- um. Bæði það sem eftir var af skiptinemadvölinni og í nokkur ár þar á eftir. Ég var mjög forvitin um Agnesi og vildi heyra meira um hennar persónu,“ segir Hannah. Þrátt fyrir að áhugi Hönnuh á Agnesi hafi kviknað á meðan á skiptinemadvölinni stóð byrjaði hún í rauninni ekki að rita það sem varð að bókinni Náðarstund Hannah Kent. MYND: SPESSI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.