Feykir - 16.10.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
39
TBL
16 október 2014 34. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Styrktarsjóður Húnvetninga
fagnar 40 ára afmæli
Styrktarsjóðsballið
á laugardaginn
Hið árlega Styrktarsjóðsball, á vegum Styrktarsjóðs
Húnvetninga, verður haldið laugardaginn 18.
október næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Húsið opnar klukkan 23:00 og er miðaverð 3.000
krónur. Hljómsveitin Von ásamt Magna Ásgeirs
leikur fyrir dansi fram á nótt.
Þess má geta að Styrktarsjóður Húnvetninga fagnar
40 ára starfsafmæli sínu á þessu ári en sjóðurinn var
stofnaður 16. mars 1974. Markmið sjóðsins er að veita
Húnvetningum aðstoð þegar óvænta erfiðleika ber að
höndum og eru styrktarsjóðsballið og sala á
happdrættismiðum helsta fjáröflun sjóðsins. /KSE
Grillaður
lambabógur
alveg hrikalega góður
Pantanir berist fyrir kl. 16 sama dag
...okkar frábæri hefðbundni
grillaði
kjúklingur
dásemdin ein
Pantanir berist fyrir kl. 16 sama dag
...hvað er svo betra en
nýbakað baguette
og brauð
nú eða vínarbrauð
NÝTT BRAUÐ
ALLA DAGAKr. 998,- stk. Kr. 1150,-
VARMAHLÍÐ ...verið velkomin
Föstudagurinn verður alveg grillaður hjá okkur !
Forvitnast í fataskápa:
Eyrún Anna Sigurðardóttir
Ómissandi hluti af tilverunni
að klæðast fallegum fötum
Gestgjafi síðasta fataskáps, Dalla
Þórðardóttir skoraði á vinkonu
sína, hana Eyrúnu Önnu
Sigurðardóttur til að opna
dyrnar á fataskáp sínum og leyfa
lesendum Feykis, með Fröken
Fabjúlöss í broddi fylkingar, að
forvitnast. Eyrún Anna er fædd
og uppalin á Flugumýri í
Blönduhlíð. Eftir dvöl í höfuð-
borginni og víðar og að nýloknu
námi frá Háskólanum á Hólum,
lá leiðin aftur heim árið 1987.
Þar hefur hún búið síðan ásamt
fjölskyldu sinni og rekur þar
hrossaræktarbú og
ferðaþjónustu.
En hvernig er það, er eitthvað sem
þú getur ekki verið án í daglegu
amstri?
-Já, ég byrja alla morgna á að þvo
andlitið uppúr ísköldu vatni, fyrr er
ég ekki vöknuð. Góð andlits-krem
kvölds og morgna alveg ómissandi
en dagsdaglega nota ég ekki mikið
aðrar förðunarvörur. Ég reyni að
nota krem sem eru hrein og
náttúruvæn og finnst gott að skipta
aðeins á milli. Þessa dagana nota ég
krem frá Unu eða Sante og lífræna
kókosólíu sem hreinsi en varasalvi
frá Villimey er heldur aldrei langt
undan hjá mér.
Hvað er það svo í fataskápnum
sem er þér kærara en annað?
-Það eru nokkrar flíkur í mínum
UMSJÓN MEÐ
FRÖKEN FABJÚLÖSS
Hrafnhildur Viðarsdóttir
[ frokenfab@feykir.is ]
skáp sem eru í meira uppáhaldi
heldur en aðrar og er þessi margliti
kjóll nú orðinn einn af þeim. Ég
keypti hann í ferð sem við systir mín
fórum með mömmu og kvenfélags-
konum hér í sveitinni, ásamt fleiru
stórgóðu fólki árið 2012. Ferðast var
um sveitir suður Frakklands, Þýska-
land og Sviss og ásamt því að njóta
borgarmenningarinnar og versla. Í
Strass-borg rakst ég á þennan kjól og
hef notað hann alloft síðan. Kjólinn
er ermalaus og auðvelt að breyta
útliti og notagildi hans eftir því
hverju ég klæðist með eða við hann.
Ég er frekar praktísk í fatakaupum
og eyði ekki miklum tíma í að kaupa
mér föt en reyni að velja föt sem ég
held að nýtist mér vel til lengri tíma.
Mér finnst ómissandi hluti af til-
verunni, og þá ekki hvað síst til að
efla eigið sjálfstraust, að gera mér
dagamun og klæðast fallegum fötum
í góðum félagsskap þó svo að
gallabuxur og þægindi séu í fyrirúmi
við daglega vinnu.
En hver er það svo sem þig langar
að bjóði Fröken Fabjúlöss í fata-
skápsinnlit næst?
Ég skora á Þuríði Þorbergsdóttir
prestfrú í Glaumbæ, hún er oft mjög
fallega klædd.