Feykir


Feykir - 12.03.2015, Qupperneq 2

Feykir - 12.03.2015, Qupperneq 2
2 10/2015 Í Feyki vikunnar er viðtal við fornleifafræðingana Guðnýju Zoëga og John Steinberg en verkefnið þeirra, Skagafjordur Church and Settlement Survey, hlaut nýverið styrk til forn- leifarannsókna í Skagafirði, sem hljóðar upp á rúmar 90 millj. króna, frá Vísindasjóði Banda- ríkjanna. Um er að ræða afar veglegan styrk en til samanburð- ar þá var úthlutað úr Kristni- hátíðarsjóði, sem fjármagnaði umfangsmiklar fornleifarann- sóknir á Íslandi á fimm ára tíma- bili (2001–2005) 500 milljónum úr Ríkissjóði fyrir landið allt, 100 milljónum króna fyrir hvert hinna fimm starfsára sjóðsins. Setur það í samhengi upphæðina sem þetta eina verkefni hlýtur. Þetta eru einstakar gleðifréttir fyrir rannsóknir á menningararfi okkar Íslendinga og faggreinina sem hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár vegna fjárskorts. Úthlutanir úr Fornminjasjóði, sem er eini sjóðurinn eyrna- merktur fornleifarannsóknum, hefur farið minnkandi frá ári til árs og hefur mikill flótti verið úr greininni vegna atvinnuskorts og er ég, ásamt fjölda annarra fornleifafræðinga sem þurftu að snúa sér að öðru, til marks um það. Nú horfir til betri vegar, allavega í Skagafirði, og kemur þetta sér vel fyrir greinina alla sem og samfélagið í heild sinni. Vonandi markar þetta upphafið að betri tíð til rannsókna og björgunar á menningarverðmætum. Loks langar mig að minnast á flott framtak Haralds Óla, sem prýðir forsíðu blaðsins, og gefur lokka sína til góðgerðar- samtakanna Locks of Love sem sérhæfa sig í að gera hárkollur fyrir börn sem þess þurfa. Má þetta vera öðrum til fyrirmyndar og sniðugt væri fyrir hárgreiðslufólk að hafa það í huga þegar nýfermd ungmenni, sem safnað hafa hári fram að fermingu vilja láta það fjúka, að benda þeim á þennan möguleika. Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Lokkandi fornleifar Á Hólum sumarið 2016 Landsmót hestamanna Á fundi stjórnar Landssam- bands hestamanna sl. föstudag var ákveðið að Landsmót hestamanna verði haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Landsmót hestamanna ehf. og Gullhylur ehf. munu á allra næstu dögum undirrita samning um mótshaldið. Skrifað var undir viljayfir- lýsingu um mótshaldið þann 19. desember 2014. „Það er virkilega ánægjulegt að þetta mál sé í höfn. Ég er sannfærður um að Landsmót á Hólum í Hjaltadal, þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins í heiminum er vistuð, mun verða glæsilegt mót og nýtast hesta- mönnum í nútíð og framtíð vel. Ég er viss um að Skagfirðingar munu taka vel á móti okkur eins og þeim er lagið,“ segir Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH. /ÓAB Matarhandverk og Slow Food Upplýsinga- og spjall- fundur á Hofstöðum Til stendur að kalla saman upplýsinga- og spjallfund áhugasamra um smáframleiðslu matvæla, matarhandverk og slow food. Áætlað er að fundurinn verði haldinn föstudaginn 20. mars 2015 að Sveitasetrinu Hofsstöðum frá kl. 15-17. Fyrirhuguð dagskrá er meðal annars: Kynning á Matarkistunni Skagafirði, hlutverki og nýjum áherslum. Kynning á Slow Food hreyfingunni og hvernig sú hugmyndafræði getur nýst í smáframleiðslu matvæla í héraði. Kynning frumkvöðuls á fyrirtækjarekstri í matvæla- framleiðslu og kynning á hugmyndum að námskeiðum og fræðslu. /BÞ Íbúar vilja fara í víðtækari tiltekt Hugað að geymslusvæði á Hofsósi Á 107. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var í byrjun febrúar voru lagðar fram til kynningar teikningar sem sýna mögulega staðsetningu á geymslusvæði á Hofsósi. Drögin gera ráð fyrir tveimur mögulegum staðsetningum á geymslusvæði, sunnan eða norðan við áhaldahús við Norðurbraut. Gert er ráð fyrir að svæðið verði með svipuðu sniði og geymslusvæði á Sauðárkróki, það verði afgirt og læst og hægt verði að leigja pláss gegn vægu gjaldi. Utan girðingar við geymslusvæðið er gert ráð fyrir að staðsetja ruslagáma sem í dag eru staðsettir við áhaldahús og norðan við Pardus á Hofsós- braut. Lagði nefndin til að geymslusvæðið yrði staðsett norðan við áhaldahús. Árni Bjarkason á Hofsósi hafði samband við Feyki og fagnaði áformum um geymslu- svæðið. „En mig langar að koma því á framfæri að það þyrfti að losna við allt rusl, tæki, gáma og annað sem er fyrir sunnan áhaldahúsið og einnig mætti láta laga til og fjarlægja öll bílhræ og annað rusl sem er í kringum gamla frystihúsið hér, þetta er orðið ógeðslegt og ekki nokkrum manni bjóðandi.“ Þá taldi Árni ástæðu til að láta eigendur frystihússins, Fisk- iðjuna, mála það að utan. „Gott væri að hafa allt hreint og ekkert rusl og vera stolt af staðnum okkar, Hofsósi,“ sagði Árni að lokum. /KSE Dagana 1. - 7. mars var 30 tonnum landað á Skagaströnd, 9,5 tonnum á Hvammstanga, 2 tonnum á Hofsósi og 242 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera það um 275 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landb.lína 2.027 Alls á Hofsósi 2.027 SKAGASTRÖND Bergur Sterki HU 17 Landb.lína 2.457 Dagrún HU 121 Þorskanet 3.402 Hafrún HU 121 Dragnót 22.710 Sæfari HU 200 Landbeitt lína 1.611 Alls á Skagaströnd 30.180 SAUÐÁRKRÓKUR Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.599 Klakkur SK 5 Botnvarpa 84.523 Málmey SK 1 Botnvarpa 155.886 Alls á Sauðárkróki 242.008 Aflatölur í viku 10 árið 2015 dagana 1.-7. mars Landanir með minnsta móti Festir kaup á nýrri prentvél Nýprent á Sauðárkróki Stór dagur var í sögu Nýprents á Sauðárkróki sl. fimmtudag en þá var skrifað undir samning um kaup á splunkunýrri prentvél. Um er að ræða fjögurra lita prentvél af gerðinni Heidelberg Speedmaster 52 af fullkomnustu gerð sem eykur gæði og vinnsluhraða í prentun svo um munar og gerir störf í prentsal hag- kvæmari. Nýja vélin, sem áætlað er að verði tekin í notkun um miðjan apríl, leysir af hólmi 15 ára gamla tveggja lita Heidelberg Speedmaster prentvél sem hefur reynst vel. /ÓAB Við frystihúsið á Hofsósi. MYND: KSE „Erum alveg í skýjunum yfir mætingunni“ Söngperlur Vilhjálms og Ellýjar Vilhjálms „Það hefur verið alveg svakaleg flott mæting, við erum alveg í skýjunum yfir því. Blönduóskirkja var full á fyrstu tónleikunum og það komu hátt á annað hundrað manns á Hvammstanga á mánudags- kvöld,“ segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður Karla- kórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Kórinn heldur um þessar mundir fjóra tónleika með Söngperlum Ellýjar og Vilhjálms, ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar. Kórinn var einnig með tónleika í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki í gærkvöldi en síðustu tónleikarnir verða í Mið- garði þann 22. mars kl. 15. Aðspurður um hvort fleiri tónleikum yrði bætt við vegna þessarar góðu aðsóknar sagði Höskuldur að það væru að berast óskir alls staðar frá. „Fólk er að frétta af þessu og hversu gaman þetta er, en við erum bundnir af 90 ára afmæli kórsins sem verður 22. apríl í Húnaveri og verðum að æfa nýja dagskrá með lögum sem kórinn hefur sungið gegnum tíðina. Við munum því skoða það í haust eða næsta vetur hvort við höfum tök á því. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.