Feykir


Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 7
10/2015 7 Aðferð: Hnakkarnir eru svo vafðir í annað hvort beikon eða parmaskinku, persónulega finnst okkur parmaskinkan betri, og þeir grillaðir eftir smekk. Best er að hafa þá í álbakka því þeir eiga það til að losna í sundur og safinn úr þeim er mikill. Meðlæti sem gott er að hafa með er köld piparsósa, ferskt salat, sætar kartöflur í ofni og snittubrauð. EFTIRRÉTTUR 1 Kanil-karamellu góðgæti Aðferð: Lu kanilkex mulið í skál og litlir bitar af franskri súkku- laðiköku settir í botninn. Þeyttur rjómi og ís eru sett ofan á. Toppað með berjum/ávöxtum eftir smekk og loks bræddum Góu kúlum. EFTIRRÉTTUR 2 Frönsk súkkulaðikaka 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 1 dl hveiti 4 stk egg Aðferð: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur. Krem: Karamellu Pipp frá Nóa Síríus og smá rjómi, þar til Pippið hefur bráðnað. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti aðeins þurrkað af hillunum í stofunni. Spakmæli vikunnar Fjölmargir segjast vilja bjarga heiminum. Því reynir þú ekki við hverfið þitt? - Cecil Williams Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... krókódíll getur ekki rekið út úr sér tunguna? ... aðeins kvenkyns moskítóflugur bíta? ... Taj Mahal hofið í Indlandi er eingöngu byggt úr marmara? ... Halley halastjarnan fer fram hjá jörðu á 76 ára fresti (næst 2062)? ... það er ekkert hljóð í geimnum? ... New York var fyrsta höfuðborg Bandaríkjanna? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... -Mikið ósköp er ég svakalega orðinn þreyttur á þessum vinum mínum sem geta ekki höndlað áfengi. Í gærkvöldi misstu þeir mig þrisvar við að bera mig út í bíl... Krossgáta HÓLMAR BJÖRN BIRGISSON -Einu sinni. PÁLL ELÍ EINARSSON -Aldrei. Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar FORRÉTTUR Parmaskinkusalat Ristað brauð á pönnu: Ólívuolíu er penslað á brauðið og það er steikt á pönnu. Kryddað með salti og pipar. Skorið í strimla eða teninga. Brauðinu er raðað fallega á disk og eftirfarandi sett ofan á: Klettasalat parmaskinka salatfræ granatepli Toppað og skreytt með grófu salti, fetosti og fetaostolíu og balsamik- ediki. AÐALRÉTTUR Grillaðir þorskhnakkar 2 stór hnakkastykki, fyrir 2-4. Þorskhnakkarnir eru marineraðir í eftirfarandi marineringu. Þægi- legast er að skella þessu öllu í stóran heimilisplastpoka og leyfa þessu að taka sig í 2-3 tíma: 1 dl af ólívuolíu börkur af 1 lime, raspaður útí olíuna 2-3 hvítlauksgeirar dass af salti og pipar dass af ítalskri hvítlauksblöndu MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Uppskriftirnar eru hugdettur og samtíningur úr ísskápnum eftir matarlöngun hverju sinni og eru gerðar eftir tilfinningu og smekk, oftast erum við frekar kærulaus í eldhúsinu og sullum bara einhverju saman sem okkur finnst gott og langar í, það þarf ekki alltaf uppskriftir. Þær tilraunir hafa oftar en ekki tekist og þessar hafa staðið upp úr,“ segja Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal frá Blönduósi. „En það er auðvitað hægt að skipta út hráefnum í þeim eftir smekk, eins og í forréttinum og eftirréttinum, en við reyndum nú að setja þetta upp í einhvers konar uppskriftir og vonandi eiga einhverjir eftir að njóta vel,“ segja þau ennfremur. Þau skora á Jóhann Sigurjón Jakobsson og Bergþóru Sveinbjörnsdóttur. Feykir spyr... UMSJÓN: 7. OG 8. BEKKUR GRUNNSKÓLANS AUSTAN VATNA Hvað hefur þú farið oft til útlanda? Matgæðingarnir Arnrún og Kristján Parmaskinkusalatið er í uppáhaldi hjá Arnrúnu og Kristjáni. MYND: ÚR EINKASAFNI JÓN ÖRN EIRÍKSSON -Einu sinni. ANDRI BJÖRN ANDRASON -Einu sinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.