Feykir - 07.05.2015, Blaðsíða 1
á
BLS. 6-7
BLS. 3
Halla og Jón Guðmann eru
matgæðingar vikunnar
Uppskriftir sem
vekja kátínu
BLS. 11
Skagfirðingurinn Sólveig
Þórarinsdóttir opnar nýja
jógastöð syðra
Jóga er
fyrir alla
Jóhanna Herdís er á jarð-
skjálftasvæðunum í Nepal
Öll fötin þvegin
í höndum með
sérstakri tækni
17
TBL
7. maí 2015
35. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Stofnendur heiðraðir á afmælishátíð
Skagfirðingasveit 50 ára
Þann 1. maí efndi Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á
Sauðárkróki til afmælisfagnaðar í tilefni þess að 50 ár eru
liðin frá stofnun sveitarinnar. Um 200 manns lögðu leið
sína í Sveinsbúð til að halda upp á þennan merka áfanga
og rifjaðar voru upp sögur af fræknum björgunarafrekum
og ævintýralegum uppákomum.
Sögu sveitarinnar voru gerð góð skil í máli og myndum en
hápunktur athafnarinnar var án efa þegar stofnendur Skag-
firðingasveitar voru heiðraðir. Í miðju afmælinu fékk sveitin
hinsvegar útkall en aðstoða þurfti veika konu niður frá Gvend-
arskál við Hóla. Samkvæmt upplýsingum frá sveitinni gekk
björgunarstarfið vel og voru þeir komnir fljótt aftur til baka. /BÞ
Þrír styrkir af þrjátíu til skagfirskra kvenna
Styrkjum til atvinnumála kvenna úthlutað
Styrkjum til atvinnumála kvenna var
úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa
lóninu þann 30. apríl og fengu 33
verkefni styrki að heildarupphæð kr.
35 milljónir. Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra
afhenti styrkina en í ár bárust 239
umsóknir hvaðanæva af landinu og
hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir
á undanförnum vikum.
Styrkjum til atvinnumála kvenna
hefur verið úthlutað síðan 1991, en það
var þáverandi félagsmálaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði
frumkvæði að styrkveitingunum. Þeir
eru ætlaðir konum sem vinna að góðum
viðskiptahugmyndum og verkefnum.
Skilyrði styrkveitinga eru þau að
verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér
nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er
nauðsynlegt að vera með starfandi
fyrirtæki til að sækja um styrk og því er
heimilt að sækja um vegna verkefna á
byrjunarstigi en einnig geta þær konur
sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í
starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja
um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar,
vegna markaðssetningar, vöruþróunar,
hönnunar og vegna launakostnaðar en
ekki eru veittir styrkir til framkvæmda
eða vegna stofnkostnaðar.
Einn af þremur hæstu styrkjunum
hlaut Hildur Þóra Magnúsdóttir á Ríp í
Hegranesi, kr. 2.300.000 vegna verkefn-
isins „Pure Thyroid- þurrkun og nýting
skjaldkirtla úr sláturdýrum“. Inntaka á
þurrkuðum skjaldkirtli úr hreinum dýra-
afurðum virkar vel á vanvirkan skjald-
kirtil en hráefnið er afgangsafurð sem
fellur til við slátrun. Varan sem um ræðir
eru hylki sem innihalda þurrkaða skjald-
kirtla úr íslenskum sláturdýrum. Feykir
hefur áður fjallað um þetta verkefni sem
var annað tveggja sem hlutu í vetur verð-
laun í samkeppninni Ræsing í Skagafirði.
Þá hlutu þær Anna Lilja Pétursdóttir í
Varmahlíð og Kolbrún María Sæmunds-
dóttir á Syðstu-Grund í Blönduhlóð hvor
um sig 400 þúsund króna styrki til að
gera viðskiptaáætlanir. Verkefni Önnu
Lilju kallast „Ferðaskrifstofa/ bókunar-
stofa í Skagafirði“ og verkefni Kol-
brúnar Maríu „Litla hestafólkið.“ /KSE
SÖLUSTJÓRI
NORÐURLANDI VESTRA
Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá
BYKO sem sölustjóri og þjónustar
alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur.
Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en
mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri.
Sími: 821 4059 • tj@byko.is
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
Fermingargjafir
Græjubúð Tengils er
stútfull af frábærum
fermingartilboðum