Feykir


Feykir - 07.05.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 07.05.2015, Blaðsíða 6
6 17/2015 Sólveig segist vera stolt dóttir heiðurshjónanna Tóta og Helgu. „Pabbi, Þórarinn Þórðarson, er frá Ríp í Hegranesi og mamma, Jakobína Helga Hjálmarsdóttir, er frá Hólkoti í Unadal. Ég er fædd á Akureyri 25. júní árið 1980, á sama tíma og þjóðin var að velja sér Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heimsins, þetta var virkilega staðurinn og tíminn til að koma í heiminn,“ sagði Sólveig aðspurð um uppruna sinn þegar Feykir spjallaði við hana á dögunum. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sólveig er gift æskuástinni frá Króknum, honum Hólmari Loga Sigmundssyni, flugmanni hjá Landhelgisgæslu Íslands en þau kynntust fyrir ríflega 20 árum í heimabænum. Þau eiga saman þrjú börn; Karín 8 ára, Sólon 6 ára og Hákon 4 ára. Sólveig segir Karínu stunda jóga í Hörðuvallaskóla. „Karín stundar jóga í Hörðuvallaskóla og þau eru öll mjög áhugasöm og leika sér mikið á jógadýnunni heima,“ segir Sólveig þegar blaðamaður innir hana eftir því hvort börnin séu líka farin að stunda jóga. Að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lá leið Sólveigar í höfuðborgina þar sem hún lagði stund á viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, sem þá var nýr skóli. „Að loknu B.Sc. námi við HR lánaðist mér að fá starf á verðbréfasviði Landsbankans, ég lauk löggildingu í verðbréfamiðlun 2004 og starfaði sem gjaldeyris- og afleiðumiðlari fram að efnahagshruninu 2008. Ég tók svo við afleiðunum sem skildar voru eftir í Skilanefndinni og kom þeim flestum í hús, á sama tíma tók ég masterspróf í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja í Háskóla Íslands. Ég samdi svo um starfslok 2011 og snéri mér alfarið að jóga í kjölfarið,“ rifjar Sólveig upp, Jógakennarinn og viðskiptafræðingurinn Sólveig Þórarinsdóttir frá Sauðárkróki er Skagfirðingur í húð og hár, ættuð úr Hegranesi og Unadal á Höfðaströnd. Hún opnaði nýlega Sólir jóga og heilsusetur í Örfirisey og býður þar upp á fjölbreytta þjónustu á sviði jóga heilsu. Sólveig er fædd á sama tíma og Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti og hvort sem það hefur haft áhrif eða ekki þá er þarna greinilega á ferðinni athafnasöm kona sem lætur verkin tala. aðspurð um frekara nám og starfsferil. Var engan veginn móttækileg í upphafi Sólveig segir að fyrsta reynsla sín af jóga hafi verið meðgöngu- jóga sem hún prófaði á sinni fyrstu meðgöngu árið 2007. „Ég var engan vegin móttækileg á þeim tíma og tók ákvörðun um að þetta væri ekkert fyrir mig, heldur bara fyrir „öðruvísi fólk“, hvað sem það nú þýddi. En fyrir tilstuðlan frænku minnar, Skagfirðingsins Valdísar Sigurgeirsdóttur, ákvað ég að prófa heitt jóga fáum árum síðar. Ég kolféll fyrir því og það var ekki aftur snúið, ég náði mér í 500 klukkustunda kennararéttindi í Asíu en ég hef stundað jóga reglulega síðan árið 2010,“ segir Sólveig. Hún bætir því við að fjölbreytileikinn í jóganu sé alveg gríðarlegur og hún hafi þá sýn að jóga sé fyrir alla. „Galdurinn felst bara í því að finna sér jógategund við sitt hæfi. Ég hef ánægju af þeim öllum en get ekki neitað því að mér líður einstaklega vel þegar ég næ þessum heilandi og endurnærandi áhrifum sem fást í heitu jóga. Einnig finnst mér skemmtilegt og krefjandi að stunda Ashtanga jóga, þar sem ég vinn mest með aga og kúnstina að sleppa tökunum.“ Sólveig segir alltaf hægt að bæta á sig nýrri þekkingu varðandi jóga: „Það er með þetta eins og annað, maður verður aldrei fullnuma en það er líka fegurðin í fræðunum, að læra svo lengi sem við lifum.“ Sólveig lét verkin tala þegar hún opnaði Sólir jóga og heilsusetur á Fiskislóð út á Granda 25. apríl síðastliðinn. „Við höfum fengið alveg frábærar viðtökur og fullt út úr húsi hjá okkur alla daga. Við breyttum gömlu fiskvinnsluhúsnæði og útkoman er hreint út sagt frábær, töluvert öðruvísi en það sem þekkist þar en við höfðum endurnýtingu á efnivið í bland við fallega hönnun að leiðarljósi,“ segir Sólveig um viðtökurnar. Auk fjölmargra tegunda af jóga er einnig boðið upp á þjónustu eins og næringarráðgjöf hjá Sólum jóga og heilsusetri, sem og golf jóga, sem kom blaðamanni nýstárlega fyrir sjónir. Aðal- næringarráðgjafi Sóla er Elísabet Margeirsdóttir, sem er mörgum kunnug fyrir afrek sín í utanvegahlaupum. Sólveig segist telja mikilvægt að bjóða upp á vettvang þar sem fólk getur nálgast allt sem tengist heilsu á breiðum grundvelli, enda Sólveig Þórarinsdóttir frá Sauðárkróki opnar nýja jógastöð syðra „Jóga er fyrir alla, galdurinn felst bara í því að finna sér jógategund við sitt hæfi“ „Mér líður allra best í sveitinni hjá foreldrum mínum á Helgustöðum,“ segir Sólveig. Sólveig, Hólmar og börn. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI Hákon, Sólon og Karín.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.