Feykir - 07.05.2015, Side 2
2 17/2015
Ég er þessi nútíma kona sem endar á því að líta á fésbókina
þegar ég leggst til hvílu á kvöldin og byrja á því sama þegar
ég opna augun á morgnana.
Með tilkomu snjallsímans er
þessi ágæti vefur svo á
hliðarlínunni allan daginn
og hjálpar með að hafa sam-
band við miklu fleira fólk en
ég ella kæmist yfir – og
stundum fleiri en ég kæri
mig um. Fylgjast með stöðu
heimsmála, litríkum kjólum
og Omaggio æði og svona
mætti lengi telja. Ef í harð-
bakkann slær nota ég jafnvel
fésbókina til að kalla á
börnin mín í mat.
Einn af fylgifiskum þessarar snjallsímatækni er hið svo-
kallaða auto correct eða sjálfvirk leiðrétting sem er stundum
haldin býsna mikilli forræðishyggju á kostnað notandans. Nú
ætla ég ekki að reyna að halda því fram að ég hafi aldrei farið
flatt á þessari leiðréttingu sjálf, en hef einmitt þess vegna
lúmskt gaman að því þegar aðrir lenda í því.
Ég er þessi seinheppna týpa sem hef stundum verið ansi
nærri því að senda nafna mannsins míns, sem er á tengiliða-
listanum í símanum mjög persónuleg skilaboð. Einu sinni
sendi ég nærri níræðum góðvini mínum tölvupóst sem
endaði á orðunum „ég vona að heilsan sé ekki betri“ – ætlaði
að sjálfsögðu að segja „ekki verri“ eða „vona að heilsan sé
betri.“ Það væri líka alveg ég að senda persónuleg facebook
skilaboð á rangan aðila eða bjóða 50 eða jafnvel 500 þúsund í
eitthvað á sölusíðu sem ég væri tilbúin að borga 5000 fyrir.
Í síðustu viku skildi ég ekkert í ungu konunni á feykir.is
sem sagði mikilvægt að þrífa íbúðina sína kvölds og morgna!
Ég var að því kominn að benda viðkomandi á að leita sér
sálfræðiaðstoðar eða finna sér sjálfshjálparhóp vegna þrá-
hyggju þegar ég fór að lesa greinina betur. Reyndist hún fjalla
um mikilvægi þess að þrífa húðina kvölds og morgna!
Svona atvik reyni ég hiklaust að afsaka með stöðu himin-
tunglanna við fæðingu mína. Ég er nefnilega fædd í hrúts-
merkinu sem gefur mér leyfi til að vera fljótfær og hugsa áður
en ég framkvæmi og láta vaða á súðum.
Ég var nýlega komin í vinnuna á þriðjudagsmorgun, eftir
að hafa gengið Grundarstíginn og þvert yfir Hegrabrautina í
þungum þönkum, en þó létt í spori – ef hægt er að nota það
orðalag um hávaxna konu sem er 30 kílóum yfir kjörþyngd –
með dásamlegan fuglasöng ómandi fyrir eyrum mér í logni
og sólskini þegar þessi stöðuuppfærsla blasti við mér:
„Sól og stilla, maður heyrir í hinum ýmsu fullum syngja
og ömmur af hrossaskít fylkir vitin. Minnir mig á gamla daga
þegar maður var í sauðburði á þessum árstíma. Það er komið
vor.“
Öll eigum við okkar stef sem við tengjum við vorin, og þó
ég sé ekki að tengja við allt sem þarna stendur þá veit ég hvað
viðkomandi er að fara. Og hefði svo auðveldlega getað lesið
þetta allt öðruvísi. Já eða skrifað þetta sjálf!
Með kærri kveðju og ósk um að nú sé vorið komið til að
vera.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Fésbókin gefur tóninn
inn í daginn
„Kröfurnar fullkomlega
eðlilegar og sanngjarnar“
Víðtæk áhrif verkfallsaðgerða
„Menn eru mjög staðfastir og
mér sýnist að menn séu
almennt að virða verkföll,“
sagði Þórarinn Sverrisson,
formaður Öldunnar
stéttarfélags í Skagafirði,
þegar Feykir sló á þráðinn
áður en blaðið fór í prentun.
Verkfallsaðgerðir hófust á
miðnætti aðfaranótt
þriðjudags en þá lögðu
rúmlega 10 þúsund félagar
Starfsgreinasambandsins
niður vinnu, þ.m.t. félags-
menn Öldunnar og
Stéttarfélagsins Samstöðu á
Blönduósi.
Verkfallið tekur til allra þeirra
sem eru að starfa eftir almennum
kjarasamningi Starfsgreina-
sambandsins og Samtaka
atvinnulífisins, sem og þjónustu-
samningi milli sömu aðila. Það
mun standa í tvo heila
sólarhringa og lýkur því á
miðnætti þann 7. maí eða á
aðfaranótt föstudags.
Félagsmenn Öldunnar starfa
víða í Skagafirði og hefur
vinnustöðvunin víðtæk áhrif.
Almennt sinna félagsmenn
Öldunnar störfum í kjöt- og
fiskvinnslu. Eru í ýmsum
þjónustustörfum, s.s. í ferða-
þjónustu, ræstingum, starfa í
mötuneytum og flutningum.
„Bílstjórar Vörumiðlunar lögðu
niður störf á miðnætti. Þeir sem
voru á leiðinni til Reykjavíkur
komu til baka í tæka tíð en
fyrirtækið hafði útvegað þeim
bílaleigubíl. Þetta hefur áhrif á
alla flutninga, þar með talið
löndunarþjónustu og strand-
veiðar þar sem enginn er til að
taka á móti fiskinum,“ segir
Þórarinn þegar hann tekur
dæmi um þau víðtæku áhrif sem
vinnustöðvunin hefur.
Þórarinn segir samninga-
viðræður ekki ganga vel. „Við
teljum þessar kröfur sem við
erum að setja fram fullkomlega
eðlilegar og sanngjarnar en
viðsemjendur okkar eru á
annarri skoðun, eins og gengur
og gerist.“
Mjög snúin staða
„Þetta eru okkar almennu
félagsmenn sem eru að starfa í
sláturhúsum, kjötvinnslum,
ferðaþjónustu, verkstæðum og
mjög víða. Þeir eru ansi margir,“
sagði Ásgerður Pálsdóttir
formaður Samstöðu um hvar
félagsmenn þeirra lögðu niður
störf. Hún segir verkfallsaðgerð-
ir hafa gengið vel og engin
kvörtun um verkfallsbrot borist.
„Það eru verkfallsverðir á vegum
félagsins sem fara um á
svæðunum og fylgjast með.
Síðan er fólk duglegt að láta vita
ef það heldur að það sé eitthvað
að fara úrskeiðis.“
Ásgerður segir ekkert
ásættanlegt tilboð hafi borist og
því sé staðan mjög snúin. „Á
meðan svo er þá gengur ekkert
mikið. En auðvitað vonumst við
eftir því að það komi sem fyrst
– okkar markmið er að ná
góðum kjarasamningi, það er
ekki markmiðið að vera í
verkfalli,“ sagði Ásgerður. /BÞ
Breyttur
útivistartími
1. maí
„Forvarnarteymi Sveitarfélagsins
Skagafjarðar vill minna á að 1.
maí síðast liðinn breyttist úti-
vistartími barna og mega börn, 12
ára og yngri, nú vera úti til kl. 22.
Hvetjum við ökumenn til að
hafa gætur á aukinni umferð barna
nærri umferðargötum og virða
merkingar og hraðatakmarkanir.
Einnig viljum við minna börn og
foreldra á mikilvægi hjálma og
annars hlífðarbúnaðar.“ /Fréttatilk.
„Grafalvarlegt ástand í
íslenskum landbúnaði“
Verkfall dýralækna Mast
Á mánudag fundaði stjórn
Bændasamtaka Íslands
vegna þess ástands sem
upp er komið í íslenskum
landbúnaði, en samkvæmt
fréttatilkynningu er það
grafalvarlegt. Verkfall
dýralækna hjá Matvæla-
stofnun geti hreinlega
knúið sum búanna í
gjaldþrot og valdið mikilli
röskun á kjötframleiðslu í
landinu.
Í fréttatilkynningunni
segir að á meðan verkfall
dýralækna hjá Matvæla-
stofnun stendur yfir getur
engin heilbrigðisskoðun
farið fram og því er staðan
alvarlegust í alifugla- og
svínarækt. Vegna hraðrar
versnunar í lausfjárstöðu
búanna geti verkfallið knúið
sum þeirra í gjaldþrot, þar
sem þau koma ekki kjöti á
markað. Velferð dýranna sé
verulega ógnað þar sem að
þéttleiki í eldihúsum er
kominn yfir leyfileg mörk.
Í tilkynningunni kemur
fram að Bændasamtökin hafi
sent bréf til sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra að
þessu tilefni og krafist að-
gerða strax vegna þessa
neyðarástands. Samtökin
leggja þunga áherslu á að
ráðherra geri allt sem í valdi
hans stendur til að stuðla að
lausn deilunnar. Einnig fer
fulltrúi Bændasamtakanna í
fagráði fram á að ráðið verði
kallað saman nú þegar til að
ræða um stöðuna sem, eins
og áður hefur komið fram, er
grafalvarleg. /ÞKÞ
Fótboltinn af
stað á Hofsósi
Knattspyrna : 2. deild
Lið Tindastóls hefur leik í 2.
deildinni í knattspyrnu nú um
helgina en þá fá strákarnir hans
Sigga Donna lið Leiknis frá
Fáskrúðsfirði í heimsókn.
Líkt og síðustu sumur er Sauð-
árkróksvöllur ekki klár þó ástand
vallarins sé með skásta móti. Því
verður spilað á Hofsósi laugar-
daginn 9. maí kl. 14:00. /ÓAB
Feykir.is
ÁNINGARSTAÐURINN ÞINN Á NETINU!