Feykir


Feykir - 07.05.2015, Side 3

Feykir - 07.05.2015, Side 3
17/2015 3 SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN 3 góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 2% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,30% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3% vextir. Hafið þið séð betri vexti? Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS INNLÁNSDEILD N Ý PR EN T eh f Náms- og starfsráðgjafi óskast Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar eftir að ráða til sín náms- og starfsráðgjafa til tveggja ára. Starfs- svæði náms- og starfsráðgjafa er allt Norðurland vestra. Meðal verkefna eru: • Náms- og starfsráðgjöf í Farskólanum og úti á vinnustöðum • Mat á raunfærni • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Farskólans • Almenn verkefnastjórn sem til fellur hverju sinni Menntunar- og hæfniskröfur eru: • Það er skilyrði að viðkomandi hafi lokið námi í náms- og starfsráðgjöf • Kennsluréttindi er mikill kostur • Góð þekking á atvinnulífi á Norðurlandi vestra • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Gott vald á íslensku í ræðu og riti Umsóknarfrestur er til föstudagsins 22. maí 2015 Upplýsingar um starfið gefur Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 894 6012 og á bryndis@farskolinn.is. Umsóknir sendist til: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg 550 Sauðárkrókur. Jóhanna Herdís er á jarðskjálftasvæðinu í Nepal Lesendur ættu að kannast við Jóhönnu Herdísi Sævarsdóttur úr síðasta blaði þar sem hún sagði frá upplifun sinni af jarðskjálft- anum í Nepal þann 26. apríl sl. Feykir hafði verið í sambandi við Jóhönnu Herdísi fyrir skjálftann um að segja frá upplifun sinni af störfum sínum á heimili fyrir munaðarlaus börn á vegum Alþjóðlegra ungmenna- skipta. Í næstu blöðum verður birt frásögn Jóhönnu Herdísar af daglegu lífi hennar og barnanna sem hún annast, áður en skjálftinn átti sér stað, frá því hún kom til landsins í ársbyrjun 2015. Þegar ég kom til Nepal var miður vetur og þrátt fyrir að hafa skoðað veðurspánna var ég ekki að búast við þessu. Á nóttunni fór hitinn niður í þrjár gráður og engin upphitun er í húsunum og nánast engin einangrun svo það þýddi ekkert annað en að sofa í ullarnærföt- unum, með húfu og vettlinga, ofan í svefnpoka og undir sæng. Svo um leið og sólin skein á daginn var maður kominn á stuttermabolinn. Fyrsta vikan í Nepal fór í tungumála og menningarnám- skeið. Þar lærði ég aðeins í nepölsku, skoðaði helstu trúar- byggingar búddista og hindúa og lærði um menningu Nepala sem var mesta sjokkið. Sem dæmi má nefna að í Nepal er „kastakerfið“ eða stéttarskipting mjög mikil og ganga hástétt- irnar fyrir að öllu leyti. Giftingar milli stétta eru bannaðar og eru það foreldrar sem velja maka fyrir börn sín og aðeins 5% Nepala giftast út af ást og aðeins 3% giftinga enda með skilnaði, en aðeins konur geta sótt um skilnað. Þegar tungumálanám- skeiðinu lauk fór ég, ásamt þrem öðrum sjálfboðaliðum, til Chitwan. Þar fórum við á fílsbak, skoðuðum bæinn, fórum á þjóðdansasýningu og eins dags göngu um þjóð- garðinn og til þess að komast að honum sigldum við á kanó á fljóti sem var allt morandi í krókódílum. Frá Chitwan fór ég svo inn á heimili nepalskrar fjölskyldu og var þar í tvo daga. Það gerði ég til þess að kynnast lífi á hefðbundnu nepölsku heimili og það gerði ég svo sannarlega, ég hjálpaði til við eldamennskuna, lék við dæturnar á heimilinu og það sem mér finnst mest lýsandi fyrir það er að ég sat á gólfinu og borðaði „dhal baat“ með höndunum, sem er hrísgrjón með linsubaunasúpu og steikt grænmeti. Þaðan fór ég svo til HORAC (The Home for Rescue of the Afflicted Children) en það er munaðarleysingjaheimilið þar sem ég hef verið síðan. Þar búa 32 alveg hreint yndisleg börn á aldrinum 4-18 ára ásamt starfsfólki. Þegar ég kom var tekið alveg æðislega á móti mér, börnin kynntu sig og svo var mér hjálpað með dótið mitt yfir í herbergið mitt en það var í Öll fötin þvegin í höndum með sérstakri tækni mínútu göngufjarlægð frá heimilinu. Ég var síðan dregin inn í leikherbergi og við fórum að spila og spjalla, en börnin á heimilinu eru mjög flink í ensku miðað við aldur. Fljótlega eftir að ég kom gaf ég þeim svo litabækur, liti og eitthvað dót sem ég hafði tekið með að heiman og hvað þau voru ánægð, þau endurröðuðu öllu dótinu sínu til að koma þessu fyrir og margþökkuðu mér. Borða „dahl bhaat“ í morgun- og kvöldmat Næstu daga var margt fyrir mig að læra og venjast, öll fötin eru þvegin í höndunum og það er sérstök tækni sem er notuð til þess, ég var svo heppin að elstu stelpurnar kenndu mér það og ég gat farið að hjálpa við þrif á skólabúningum barnanna. Allt vatn sem var notað á heimilinu þurfti að bera í fötum 500 metra og sáu strákarnir aðallega um það meðan stelpurnar þrifu fötin en misjafnt var hvort ég gerði. Skera þurfti grænmetið á ákveðinn hátt og kenndi elsta stelpan mér það en hún er aðeins 17 ára og sér um að elda mat ofan í 40 manna heimili öll kvöld vikunnar. Maturinn er frekar einsleitur en þau borða „dahl bhaat“ í morgun- og kvöldmat og borða svo kex, núðlur eða steikt hrísgrjón um miðjan daginn, einu sinni í viku borða þau svo kjöt í staðin fyrir grænmetið. Svo þarf að þvo yngri börnin og sjá eldri krakkarnir um það, einu sinni í viku var farið með þau að brunninum þar sem þau fóru úr öllu nema stuttbuxum og vatni skvett yfir þau, þau nudduð með sápu hátt og lágt og ef einhver skítur er eftir er nokkuð sléttur steinn tekinn og nuddað þangað til að drullan er laus, svo er vatni skvett yfir þau aftur. Þetta er gert sama hvernig viðrar og voru börnin oftar en ekki skjálfandi af kulda þegar þau voru orðin hrein en aldrei heyrði ég þau kvarta. Hægt er að skoða og styrkja heimilið inn á vefnum horac.org og á Facebook- síðunni HORAC Nepal.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.