Feykir


Feykir - 07.05.2015, Qupperneq 4

Feykir - 07.05.2015, Qupperneq 4
4 17/2015 Lumarðu á frétt? Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! „Grásleppuvertíðinni er lokið á Hofsósi og menn farnir að huga að strandveiðum. Einhverjir bátar eru enn að grásleppuveiðum frá Sauðárkróki en einnig eru sumir farnir að huga að strandveiðum, þó verkföll komi til með að trufla veiðarnar,“ sagði Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður hjá Skagafjarðarhöfnum í samtali við Feyki á mánudaginn. Dagana 26. apríl til 2. maí var 53 tonnum landað á Skagaströnd og tæpum 120 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta ríflega 170 tonn á Norðurlandi vestra. Ekki var róið frá Hofsósi og ekki bárust aflatölur frá Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Skagaströnd Addi afi GK 97 Grásleppunet 2.571 Alda HU 112 Grásleppunet 2.391 Bogga í Vik HU 6 Grásleppunet 1.792 Daðey GK 777 Grásleppunet 10.384 Dagrún HU 121 Grásleppunet 3.993 Diddi GK 56 Grásleppunet 1.623 Hjördís HU 16 Grásleppunet 4.335 Húni HU 62 Grásleppunet 3.558 Signý HU 13 Grásleppunet 1.675 Sæfari HU 200 Gráskeppunet 1.144 Sæfari Hu 200 Landb. Lína 1.161 Sæunn HU 30 Handfæri 905 Vestri BA 63 Rækjuvarpa 16.851 Alls á Skagaströnd 53.383 Sauðárkrókur Bryndís SK 8 Grásleppunet 1.313 Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 2.991 Gammur II SK 12 Grásleppunet 1.663 Hafborg SK 54 Grásleppunet 1.432 Hafey SK 10 Grásleppunet 1.698 Heiðrún SH 198 Grásleppunet 1.416 Málmey SK 1 Botnvarpa 101.868 Már SK 90 Grásleppunet 3.551 Röst SK 17 Rækjuvarpa 912 Vinur SK 22 Grásleppunet 1.539 Þytur SK 18 Grásleppunet 1.925 Alls á Sauðárkróki 120.308 Aflatölur vikuna 26. apríl - 2. maí Grásleppuvertíðinni lokið í Hofsósi Egill Bjarnason héraðsráðunautur fæddist á Uppsölum í Akrahreppi í Skagafirði 9. nóvember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 15. apríl 2015. Útför fór fram 25. apríl 2015. Komin kveðjustund kallar vini á fund. Minningar margar vakna mikils er nú að sakna. Fallinn ert þú að fold feðrahulin mold. Orðstír mun lifa lengi í lífinu snerta strengi. Færi þakkir þér þessar línur hér er eygir þú bjarmabandið bjarta sumarlandið. Kveðja frá vini. Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Egill Bjarnason M I N N I N G Skagfirðingar og Eyfirðingar íhugi samvinnu í atvinnumálum Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju og formaður Starfsgreinasambands Íslands Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju og formaður Starfsgreinasambands Íslands flutti hátíðarræðu á fundi stéttarfélaganna í Skagafirði sem haldinn var í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Björn sagði nauðsynlegt að rifja upp þann mikla árangur sem verkalýðsbarátta í heila öld hefur skilað íslensku launafólki. „Hér eru vinnuaðstæður og réttindi launafólks með því besta sem gerist í heiminum og fyrir það ber að þakka, en þessi ríku réttindi sem launamenn hér á landi hafa, féllu ekki af himnum ofan. Það er áberandi að yngra fólkið er ekki að velta því fyrir sér hvernig réttindin hafa komist á, það voru afar okkar og ömmur sem börðust af einurð og festu fyrir bættum kjörum og réttindum komandi kynslóða og baráttan kostaði blóð, svita og tár. Við megum aldrei sofna á verðinum, heldur standa vörð um það sem áunnist hefur í baráttunni um leið og við sækjum fram, verkalýðsbarátta er eilífðarbarátta.“ Einfalt reikningsdæmi Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni hófust í síðustu viku. Aðgerðirnar ná til yfir 10 þúsund félagsmanna aðildar- félaganna og hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Björn sagði að launakjörin á Íslandi verði að vera sambærileg við aðrar þjóðir. „Þetta er svo einfalt reikn- ingsdæmi, þegar við horfum á þjóðflutninga íslensks launafólks til annarra landa á undanförnum Björn Snæbjörnsson hélt ræðu á frídegi verkalýðsins á Sauðárkróki. MYND: KSE árum. Nú ætla launþegar að rétta sinn hlut, exelskjöl lögfræðinga og hagfræðinga vinnuveitenda breyta engu þar um.“ Verkalýðshreyfingin á að láta byggðamál sig varða Björn sagði að landsbyggðin ætti á margan hátt undir högg að sækja, höfuðborgarsvæðið sogi til sín fólk og fjármuni. „Skagfirðingar og Eyfirðingar þekkja ágætlega umræðuna, þegar lagt er til að flytja opinber störf út á land. Við viljum byggja landið allt og það þýðir að dreifa verður opinberum störfum. Það segir sig sjálft, ekki nægir að setja sér göfug markmið í þessum efnum. Skagfirðingar og Eyfirð- ingar hafa sameiginlegra hags- muna að gæta og við eigum að íhuga möguleikana á enn frekari samvinnu í þessum málum, verkalýðshreyfingin getur beitt sér víða. Verkalýðshreyfingin á að láta byggðamál sig varða.“ Verk að vinna í byggðamálum Björn sagði að gjarnan væri horft til starfsemi Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, þegar þróttmikið félagsstarf innan Starfsgreinasambands Íslands væri á dagskrá. „Í gildandi byggðaáætlun er talað um að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um land allt með dreifingu starfa á vegum ríkisins. Það er ekki nóg að setja göfug markmið á blað, en standa svo ekki við þau. Skagfirðingar og Eyfirðingar þekkja ágætlega umræðuna, þegar lagt er til að flytja opinber störf út á land. Við viljum byggja landið allt, og það þýðir að dreifa verður opin- berum störfum. Það segir sig sjálft, ekki nægir að setja sér göfug markmið í þessum efnum, verkalýðshreyfingin hefur verk að vinna í byggðamálum. Skagfirðingar og Eyfirðingar hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta og við eigum að íhuga möguleikana á enn frekari samvinnu í þessum málum, verkalýðshreyfingin getur beitt sér víða. Verkalýðshreyfingin á að láta byggðamál sig varða,“ sagði Björn Snæbjörnsson í ræðu sinni á Sauðárkróki. /KEP Frestur veittur til að nálg- ast eigur á læstu svæði Hreinsunarátak á Hofsósi Eins og Feykir hefur fjallað um stendur Svf. Skaga- fjörður fyrir sérstöku hreinsunarátaki á Hofsósi. Vegna verkfallsaðgerða og annarra óviðráðanlegra orsaka hefur það dregist að farið yrði í hreinsun á svæðinu sem um ræðir í nágrenni frystihúss FISK Seafood á Hofsósi. Að sögn Sigríðar Magnús- dóttur, sem er formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar og formaður heil- brigðiseftirlitsnefndar hjá Svf. Skagafirði, verður þeim munum sem fjarlægðir verða af svæðinu komið í geymslu á læstu svæði í 45 daga og eigendum gefinn kostur á að nálgast þá þar, gegn því að greiddur verður kostnaður vegna hreinsunar. Þeir sem hyggjast nýta sér það þurfa að setja sig í samband við Ómar Kjart- ansson hjá ÓK gáma-þjónustu sem hefur lykla að svæðinu. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.