Feykir


Feykir - 07.05.2015, Side 8

Feykir - 07.05.2015, Side 8
8 17/2015 Jónas segir blaðamanni Feykis frá því hvernig það kom til að hann stofnaði Fuglavarnir.is en hugmyndin kom þegar hann var að aðstoða tengdaföður sinn. „Tengdafaðir minn, sem er kúabóndi í Flóanum, var búinn að vera í áralöngum vandræðum vegna ágangs fugla með tilheyrandi fjárhagstjóni. Álftir og gæsir sóttu í túnið hjá honum og mávar settust á heyrúllur og gerðu göt á þær þannig að súrefni fór inn í rúllurnar og þær eyðilögðust. Ég fór að leita á netinu og fann þetta fyrirtæki, Scarecrow Bio- Acoustic Systems, og gerðist í kjölfarið umboðsaðili fyrir það á Íslandi,“ segir Jónas. Búnaðurinn er þróaður og framleiddur á Bretlandi og byggir á áratuga reynslu á þessu VIÐTAL Berglind Þorsteinsóttir sviði og segir Jónas búnaðinn henta afar vel við íslenskar aðstæður því í mörgum tilvikum er þetta sami fuglinn sem um ræðir og hluti af honum kemur raunar hingað til lands frá Bretlandseyjum. „Ég þurfti þó að séraðlaða búnaðinn fyrir álftir því það kom í ljós að það var ekki til í gagnagrunninum hjá þeim út í Bretlandi. Hún virðist hvergi vera vandamál í heiminum nema hérna á Íslandi,“ segir hann. Svælir fuglinn burt frá ræktarlöndum Hljóðkerfið segir Jónas henta við ýmsar aðstæður þar sem Jónas Björgvinsson stofnaði fyrirtækið Fuglavarnir.is síðastliðið vor en fyrirtækið selur hljóðkerfi sem fæla burt fugla án þess að skaða þá eða valda ónæði í umhverfinu. Tækið segir hann mynda einskonar hljóðgirðingu utan um ákveðin svæði og hægt sé að hrekja fyrirfram ákveðna fuglategund á brott með því að spila viðvörunarhljóð þeirra út í umhverfið. „Flestir fuglar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla sömu tegundar við hættu – heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt,“ útskýrir Jónas. fæla þarf fugla á brott og hefur það gefið mjög góða raun, s.s. á flugvöllum, við hafnir og sjávarútvegsfyrirtæki og einnig um borð í bátum. „Það er þegar komið í notkun við fjölda hafna í kringum landið, t.d. í Reykjavík, Ólafsvík, Siglufirði og fleiri stöðum. Einnig eru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki komin með tækið til að halda mávum frá, t.d. HB Grandi og ÚA á Akureyri. Jónas segir fyrirtækið bjóða upp á tæki sem henti einstaklega vel fyrir landbúnaðinn til að halda gæsum í burtu. „Árlega verða bændur fyrir miklu tjóni af völdum álfta og gæsa, aðallega þegar fuglarnir éta fræ og sáðkorn í nýrækt og kornrækt auk þess að éta uppskeru korns. Sem dæmi um fjárhagslegt tjón af slíku má nefna að sáðkorn kostar um 25 þúsund krónur á hektara, það er þá fyrir utan vinnu og véla- og eldsneytiskostnað, það er því til mikils að vinna, þegar fleiri tugir hektara geta legið undir skemmdum,“ segir Jónas og útskýrir að víða erlendis hafa bændum verið greiddar bætur þegar fugl veldur tjóni. Hann bendir á að hljóðkerfi af þessu tagi sé því mjög hagkvæm lausn fyrir bændur og samfélagið líka - fuglinum er haldið burtu í stað þess að láta hann éta kornið í friði og borga svo bætur, með því er jafnvel verið að auka á vandann. „Þá ertu í raun að ala fuglinn og ekkert annað gerist en að hann fjölgar sér. Með þessari lausn svælir þú fuglinn burt frá ræktarlöndum og þess í stað fer hann frekar í sínar náttúrulegar aðstæður, þar sem hann á að vera, í móum og villtri náttúru. Gæs á að geta fengið fulla fæðu úr lyngi og móum og annarsstaðar en eðlilega leitar fuglinn í auðveldustu leiðina til þess að afla fæðu, auðveldasta og e.t.v. orkumesta fæðan er ræktað land.“ Alsjálfvirkt og viðhaldsfrítt Aðspurður um kostnaðinn við svona hljóðkerfi svarar Jónas að kerfið kosti frá 140 þúsund krónum en hægt sé að stækka það um helming og þá kostar það um 230 þúsund krónur. Að meðaltali séu tækin að virka vel á um sex hektara svæði, við verstu aðstæður um fjóra hektarar en tólf hektara við bestu aðstæður. Jónas segir til mikils að vinna, hljóðkerfið sé alsjálfvirkt og viðhaldsfrítt. „Það eru birtuskynjarar í kerfinu þannig að það gengur sjálfvirkt. Það er sett út á akur og er tengt við rafgeymi eða sólarsellu og menn hafa látið það ganga allt sumarið án þess að þurfa koma nálægt þeim. Þetta er vistvæn lausn, þetta skaðar ekki fugl þetta bara kemur honum í burtu frá svæði sem þú vilt ekki hafa hann á. Þetta myndar einskonar hljóðgirðingu utan um þitt svæði, fuglinum er ekki stætt á að vera þar sem hann skynjar hættu, þannig að fuglinn færir sig á annað svæði. Þetta er raunveruleg lausn,“ segir Jónas að lokum. Allar nánari upplýsingar má finna á Fuglavarnir.is. Hljóðkerfið kemur með innbyggð- um 6 til 10 viðvörunarhljóðum og þar að auki er hægt að bæta við tegundum við sérstakar aðstæður. Það er stillt eftir því hvaða fuglategund á að fæla burt, þannig er t.d. hægt að spila viðvörunarhljóð máva við ákveðna tjörn eða varpsvæði til að halda þeim frá á sama tíma og gæsir, endur, kríur og aðrar fuglategundir halda áfram að vera þar óáreittar. Þannig mætti einnig nota búnað- inn til að stuðla að fuglavernd á ákveðnum svæðum. Einnig er hægt að stilla búnaðinn á margar fuglategundir í einu. Upplýsingar Fuglavarnabúnaður Jónas Björgvinsson með handtæki til fuglavarna. MYND: BÞ Jónas setur upp fuglavarnabúnað við fiskeldiskví í Dýrafirði. MYND: FUGLAVARNIR.IS Mynda hljóðgirðingu um ákveðin svæði Fuglavarnir.is selur sjálfvirk hljóðkerfi sem fæla burt fugla

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.