Feykir


Feykir - 07.05.2015, Qupperneq 12

Feykir - 07.05.2015, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 17 TBL 7. maí 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Styrktarreikningur opnaður Safnað fyrir Aron og fjölskyldu Aron Vignir Sveinsson frá Hvammstanga, sem slasaðist illa í fjórhjólaslysi í Grafarvogi þann 18. apríl sl., hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Aron og kærasta hans eiga von á barni og æskuvinir hans ákveðið að reyna að létta undir með litlu fjölskyld- unni með því að opna styrktarreikning. Í frétt á Vísi.is segir að Aron hafi slasast alvarlega á hægri fæti, hálsi og höfði. Móðir Arons, Hrafnhildur Katrín Pétursdóttir, sagði í samtali við Vísi að því miður hafi ekki verið hægt að bjarga fætinum en hann var tekinn af við miðjan sköflung. Þeir sem vilja leggja eitthvað af mörkum geta lagt inn á reikning 0153-26-065003, kt. 230190-3139. Margt smátt gerir eitt stórt. /BÞ Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hélt upp á 90 ára afmæli kórsins með afmælisfagnaði í Húnaveri miðvikudagskvöld 22. apríl. Fjölmargir heiðruðu kórinn með nærveru sinni, húsfyllir var í Húnaveri og frábær stemming. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flutti valin lög sem tengjast starfinu og hafa mörg þeirra fylgt kórnum áratugum saman. Saga kórsins var rakin í töluðu máli, með útgáfu á afmælisbæklingi og myndum úr fórum kórmanna. Eftirtaldir kórfélagar voru heiðraðir fyrir störf sín fyrir kórinn. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, Jóhann Guðmundsson, Holti, Óskar Sigurfinnsson, Meðalheimi og Tryggvi Jónsson, Ártúnum. Einnig var Sveinn Árnason, Víðimel, heiðraður en hann hefur stjórnað kórnum yfir tvo áratugi. /Fréttatilk. Fimm félagar voru heiðraðir fyrir störf sín fyrir kórinn, frá vinstri: Guðmundur Valtýsson, Jóhann Guðmundsson, Sveinn Árnasson söngstjóri, Tryggvi Jónsson og Óskar Sigurfinnsson. MYNDIR: Margrét Grétarsdóttir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 90 ára Fjölmargir heiðruðu kórinn

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.