Feykir


Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 5 BLS. 10 Fanney Dögg og Elvar Logi opna hestaleigu á Hvammstanga Smituðumst af hestapest á unga aldri BLS. 6 Sóley Björk Guðmundsdóttir kynnir nýtt smáforrit í viðtali við Feyki Lifandi landslag – hulduheimar Feykir spjallar við Pétur Halldórsson um... Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal 26 TBL 9. júlí 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Fangaðu sumarið Þú færð réttu Canon græjuna í Græjubúð Tengils Sameining hestamannafélaganna í Skagafirði var samþykkt á aukaaðalfundi sem haldinn var sl. mánudagskvöld. Að sögn Jónínu Stefánsdóttur formanns Stíganda var gott hljóð í fundarmönnum en þangað mættu 31 kosningabærir félagsmenn. Sameiningin var samþykkt með 25 atkvæðum með sameiningu en fimm atkvæðum á móti. Einn var óákveðinn og skilaði auðu. Jónína segir næstu skref vera þau að nú setjast aðilar niður frá öllum hestamannafélögunum, tveir frá Léttfeta, tveir frá Stíganda og einn frá Svaða, og hefja undirbúningsvinnu að stofnun nýs félags. „Þeir fara í það hlutverk að leggja drög að nýjum samningi og nýjum lögum, auglýst verður eftir nafni á nýju félagi og þess háttar. Þegar þeirri undirbúningsvinnu er lokið er áætlað að halda aðalfund fljótlega eftir áramót og þá verður kjörin stjórn,“ sagði Jónína um framhaldið í samtali við Feyki. /KSE >> Sjá framhald fréttar á bls. 2 Samgönguminjasafnið í Skagafirði hefur tekið til sýningar nýuppgerðan Willis jeppa. Jeppinn var í eigu Sigurmons Hartmannssonar frá Kolkuósi en hann keypti bílinn nýjan árið 1962 og var í hans eigu alla tíð þar til hann kom í Stóragerði. Þegar jeppinn kom í eigu Sigurmons var bæði búið að lengja bílinn og setja hús á hann, það var gert af Agli Vilhjálmssyni. Hann stóð á verkstæðinu í Stóragerði í nokkur ár áður en Gunnar Þórðarson byrjaði að gera hann upp árið 2014 en því verkefni lauk vorið 2015. „Á Kolkuósi var bæði verslun og sláturhús í gamla daga og byggði pabbi Sigurmons húsið. Þeir voru framúrstefnumenn sem voru langt á undan sinni samtíð og hugsuðu stórt. Fyrsti rúnturinn var að sjálfsögðu tekinn heim í Kolkuós og gaman að segja frá því að húsið er líka nýuppgert og kláraðist 2013,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. /BÞ Sameining hestamannafélagana samþykkt Undirbúningur hefst að stofnun nýs félags Fyrsti rúnturinn tekinn heim í Kolkuós Gunnar Þórðarson við Willis-jeppann sem er nú til sýnis á Samgönguminjasafninu í Stóragerði. MYND: ÚR EINKASAFNI Nýuppgerður Willis jeppi til sýningar á Samgönguminjasafni Skagafjarðar S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.