Feykir


Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 11
26/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur látið sig dreyma um heima og geima... Spakmæli vikunnar Ef þú heldur að öllum sé sama hvort að þú sért til, þá skaltu prófa að sleppa því að borga af bílnum nokkrum sinnum. - Earl Wilson Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... sigarettukveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunni? ... hjarta rækjunnar er í höfðinu? ... ef þú hnerrar of hraustlega geturðu rifbeinsbrotnað? ... meira en 50% jarðarbúa hafa aldrei hringt eða tekið við símtali? ... á meðalævi mun hver maður, á meðan hann sefur, borða 70 mismunandi pöddur og tíu köngulær? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha ... hehe ... Bóndinn við bóndann: „Hvað átt þú margar kindur?“ Hinn bóndinn svarar: „Ég veit það ekki, í hvert sinn sem ég tel þær þá sofna ég!“ Krossgáta „Nei.“ Gunnar Ásgrímsson Sauðárkróki Feykir spyr... Ert þú búin/n að fara á fótboltaleik í sumar? Spurt í Skagfirðingabúð UMSJÓN thora@nyprent.is „Nei, er ekki búinn að því.“ Hlynur Hallbjörnsson, Sauðárkróki fer eftir stærð teninganna (hjá okkur eru bitarnir rúmlega sykur- moli á stærð). Þegar karöflur eru tilbúnar er piparosturinn skorinn í bita og settur út í pottinn (þá er búið að hella vatninu af) og látinn vera í smástund eða á meðan er verið að græja salat/grænmeti. Síðan eru kartöflurnar stappaðar eða hrærð- ar með smá matarrjóma til að bleyta smá í þeim. Borið fram með hvítlaukssósu. - - - - - „Við skorum á þau hjón Áslaugu Ottósdóttur og Sigurð Sverri Ólaf Hallgrímsson frá Skaga- strönd að vera næstu matgæð- ingar.“ Verði ykkur að góðu! „Uppskriftir sem við elskum“ FORRÉTTUR Ristað brauð með reyktum laxi og hunangssinnepssósu Brauð reyktur lax Sósa: 3 tsk majónes 1 tsk hunang 1 tsk sinnep Aðferð: Allt hrært vel saman sem á að fara í sósuna, ristið brauðið og setjið lax ofan á og sósuna þar á eftir. AÐALRÉTTUR Grillaðar eða steiktar kjúklingabringur 2-10 kjúklingabringur (fer eftir hve margir eru í mat) BBQ grillsósa frá Gaj P Aðferð: Bringurnar settar í grill- sósuna og látnar vera þar um 15- 30 mín. Þá er þær grillaðar eða steiktar á pönnu. Kartöflumús: ¾ gullauga ¼ sætar kartöflur ½ - 1 piparostur smá matreiðslurjómi eða mjólk Ferskt salat: Iceberg (skorið í ræmur) paprika rauð rauðlaukur vínber fetaostur Aðferð: Kartöflurnar eru skornar í teninga og suðan látin koma upp, sjóðið á meðan er verið að steikja eða grilla bringurnar. Oft er nóg að láta suðuna koma upp og leyfa kartöflunum að vera í vatninu á meðan er verið að elda bringurnar MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Hér kemur uppskriftin okkar Eiríks sem við elskum, svo einföld og fljótleg,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir en hún og Eiríkur Lýðsson frá Skagaströnd eru matgæðingar vikunnar. „Hjá mörgum er siður að hafa pizzu á föstudögum en hjá okkur er kjúklingabringur í Gaj P. Við grillum yfirleitt bringurnar á grilli úti en ef það snjóar mikið þá bara steikjum við þær á pönnu. “ Hanna og Eiríkur matreiða Eiríkur og Hanna. MYND: ÚR EINKASAFNI „Ég ætlaði í gær, en komst ekki.“ Sædís Bylgja Jónsdóttir, Hegranesi „Nei, engan.“ Dagmar Björg Rúnarsdóttir, Sauðárkróki Dagskrá Húnavöku komin á netið Blönduós Húnavaka 2015 verður dagana 16. – 19. júlí nk. og er dagskráin komin á fésbókarsíðu hátíðarinnar. Nokkrir hefðbundnir dagskrárliðir verða s.s. grill í gamla bænum, Stóri fyrirtækjadagurinn, Mikróhúnninn, Blönduhlaup USAH og brekkusöngur. Nánar um dagskránna á fésbókarsíðu Húnavöku 2015. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.