Feykir


Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 4
4 26/2015 Daníel Logi Heiðarsson er 13 ára júdókappi frá Blönduósi. Foreldrar hans eru María Jóhanna Van Dijk sjúkraþjálfari og Sigfús Heiðar Árdal sjúkraflutningamaður. Daníel æfir fótbolta með Umf. Hvöt og júdó með Pardusi með góðum árangri og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum. Helstu íþróttaafrek: -Íslands- meistari í júdó tvö ár í röð. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar ég var með pabba á refaveiðum og sá tófuna koma í ætið. Uppáhalds íþróttamaður: -Edwin van der Sar, Hollenskur mark- maður Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða íþróttagrein myndu þið spreyta ykkur? -Ronaldo í fótbolta. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Ég mundi verja hjá honum vítaspyrnu Helstu afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Lifa af hvert einasta skólaár. Helsta fyrirmynd í lífinu: Pabbi því að hann er svo góður veiðimaður og ég ætla að verða það líka. Hvað er verið að gera þessa dagana? - Vinna í unglingavinn- unni, spila golf og veiða. Hvað er framundan? -Utanlands ferð með mömmu og bróðir mínum og ferð í Vatnaskóg. Daníel Logi Heiðarsson / júdó / fótbolti Ætla að verða góður veiðimaður eins og pabbi ( GARPURINN ) berglind@feykir.isÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Sannfærandi sigur Stólanna á Hömrunum 1. deild kvenna í knattspyrnu Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls tóku hressilega á móti Hömrunum frá Akureyri sl. fimmtudagskvöld og sýndu enga gestrisni í leiknum sem fram fór á Sauðárkróksvelli í kaldri Skarðagolunni. Stólarnir voru betri allan tímann og höfðu leikinn í höndum sér enda fór svo að gestirnir þurftu að hirða boltann þrisvar úr markinu. Þrátt fyrir að leika á móti golunni var strax ljóst að heimastúlkur voru líklegri til að láta að sér kveða í leiknum enda var ekki liðinn nema um 9 mínútur þegar Hugrún Páls- dóttir skoraði laglegt mark eftir góða sendingu Hrafnhildar Björnsdóttur inn fyrir vörn gestanna. Afgreiðslan hnitmið- uð og markmaður átti ekki séns á að verja. 1 – 0 og allt að gerast. Seinni hálfleikur var rétt hafinn þegar Hrafnhildur Björnsdóttir fékk boltann vel utan vítateigs og lét vaða á markið og sveif hann yfir markmann Hamranna sem kom engum vörnum við. Um 10 mínútum síðar bætti hún við öðru marki sínu, þriðja marki Tindastóls, þegar hún tók aukaspyrnu vel utan vítateigs eftir að Kolbrún hafði verið felld eftir enn eitt hlaup hennar upp völlinn. Hrafnhildur ákvað að láta vaða á markið enda með blessaða goluna með sér og uppskar laglegt mark eins og áður sagði og úrslit urðu 3-0. Með sigrinum eru Stóla- stúlkurnar komnar með 10 stig og söxuðu á forskot Hamranna sem sitja í öðru sæti með 12 stig eftir 5 leiki. Á toppnum trónir Völsungur taplaus með 18 stig en hefur spilað einum leik fleira. Næsti leikur Stólastúlkna verður háður laugardaginn 11. júlí þegar neðsta lið riðilsins, Höttur frá Egilsstöðum, kemur í heimsókn. Óhætt er að hvetja alla til á kíkja á völlinn og fylgjast með stelpunum okkar leika flottan fótbolta. /PF Stefanía hreppti silfrið Frjálsar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Á vef Tindastóls segir að um 240 keppendur hafi verið skráðir til leiks, þar af fimm frá UMSS. Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, en hún varð í 2. sæti í spjótkasti í flokki 12 ára stúlkna og kastaði 24,13 m. Heimamenn í HSK/Selfossi sigruðu með yfirburðum í stigakeppni mótsins, UFA varð í 2. sæti og FH í 3. sæti. /BÞ Einum færri náðu Stólarnir að sigra Dalvík/ Reyni 2. deild karla Tindastóll tók á móti Dalvík/ Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu sl. mánudags- kvöld. Liðin skipuðu tvö neðstu sæti deildarinnar fyrir leikinn en Stólarnir lyftu sér í 9. sætið með 1-0 baráttusigri. Tindastólsmenn léku á móti snörpum vindi í fyrri hálfleik og voru óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik en strákarnir fengu nokkur ágæt færi eftir hornspyrnur en markvörður gestanna átti stórleik í markinu. Staðan í hálfleik 0-0 og snemma í síðari hálfleik fékk Bjarni Smári Gíslason að líta sitt annað gula spjald og var því sendur í sturtu. Gestirnir komust betur inn í leikinn í kjölfarið en Stólarnir áttu fínar skyndisóknir og í kjölfar þeirra fleiri stórhættulegar hornspyrnur. Það var loks á 74. mínútu sem Fannar Örn Kolbeinsson kom boltanum af harðfylgi í mark gestanna við mikinn fögnuð samherja sinna og hálf frosinna stuðn- ingsmanna Tindastóls. Eyfirðingarnir pressuðu að marki Tindastóls undir lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. /ÓAB Tindastólsstúlkur geysast í sókn. MYND: PF Stóðu sig stórvel Norðurlandamótaröð barna- og unglinga Annað mót Norðurlands- mótaraðarinnar fór fram á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal hjá Golfklúbbnum Hamri Dalvík, sem fram fór sunnu- daginn 5. júlí. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að keppendur frá GSS hafi hreppt fullt af verðlaunum og stóðu sig öll stórvel á mótinu. Mótið er kynjaskipt að venju. Í byrjendaflokki sigraði Rebekka og Una Karen varð í 2. sæti. Þá varð Tómas í 2. sæti í byrjendaflokki einnig. Í flokki 12 ára og yngri sigraði Anna Karen og Reynir Bjarkan varð í 2.sæti einnig í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Hildur Heba og Marianna varð í 3.sæti. Þá varð Hákon Ingi í 3.sæti í sama flokki. Þá fengu Gísli Kristjáns- son og Hildur Heba Einarsdóttir nándarverðlaun. Öll úrslit er að finna á www.golf.is Mótaröðin er fjögur mót. Það fyrsta var á Sauðárkróki, annað á Dalvík og þriðja verður á Ólafsfirði 26. júlí. Lokamótið verður síðan í september á Akureyri þar sem Norðurlands- meistarar í hverjum flokki verða krýndir. /BÞ Ungir skagfirskir golfarar fagna góðum árangri. MYND: GSS Daníel Logi er tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.