Feykir


Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 09.07.2015, Blaðsíða 6
6 26/2015 Jóhanna og Karla umkringdar börnum. Rætt við Garðar Jónsson á Melstað í Óslandshlíð um raforkuverð í dreifbýli FL Hestar opnaði á Hvammstanga fyrir skemmstu en um er að ræða hestaleigu sem er framtak VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir „Smituðumst af hestapest á unga aldri“ þeirra Elvars Loga Friðrikssonar og Fanneyjar Daggar Indriðadóttur. Blaðamaður Feykis ræddi við parið sem hefur lifað og hrærst í hestamennsku frá því þau muna eftir sér og hafa nú fært út kvíarnar. „Bæði byrjuðum við ung í hestamennsku eða frá því að við munum eftir okkur. Fanney ólst upp á Móses gamla sem var barnahestur í Grafarkoti til margra ára og tók sín fyrstu skref í keppni á honum. Sem var afar þægilegt þar sem hann var búinn að vera reið- og keppnishestur eldri systra hennar og kunni prógrammið oft betur en knapinn. Á Varmalæk var hestaleiga þannig að þar voru margir hestar sem börnin á bænum gátu leikið sér á,“ segir Logi sem er frá Varmalæk í Skagafirði, sonur Lovísu Sveins, á Varmalæk og Friðriks Rúnars Friðrikssonar frá Laugarhvammi. Fanney Dögg er frá Grafarkoti í Húna- þingi vestra, dóttir Herdísar Einarsdóttur og Indriða Karls- sonar í Grafarkoti. „Bæði fórum við að vinna við tamn- ingar heima fyrir þegar við vorum farin að notast í það og seinna hjá fleiri góðum tamningarmönnum. Þannig að bæði smituðumst við af hestapest á ungaaldri og það virðist ekki vera nokkur leið að finna lækningu við þessum fjanda,“ segja þau og hlægja. Fanney er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og útskrifuð sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og Logi hefur lokið sveinsprófi í húsasmíði og er í eilífðarnámi í söng, eins og hann lýsir því sjálfur. Saman fluttu þau á Hvammstanga árið 2013 og eiga tveggja og hálfs árs dóttur, Herdísi Erlu, og svo er einn lítill á leiðinni. Þau hafa komið sér upp aðstöðu undir starfsemi sína í hesthúsahverfi bæjarins. „Við keyptum lítið hesthús hér í hverfinu og byggðum við það á síðasta ári og erum komin með pláss fyrir 23 hross. Við höfum einnig aðgang að nýju hesthúsi í hverfinu hjá Hrannari Haraldssyni og foreldrum hans þar sem hestaleigan er staðsett hjá okkur,“ útskýra Fanney og Logi. Þau hafa starfað saman við tamningar í átta ár, ásamt því sem Fanney hefur verið með reiðkennslu fyrir æskulýðsstarfið hjá Hestamannafélaginu Þyt í nokkur ár og tekið að sér hefðbundna reiðkennslu. Logi hefur unnið við smíðar hjá tengdapabba og tekið að sér járningar, veislustjórn, söng- og skemmtiatriði á þorrablótum, sungið í jarðaförum og fleira þessháttar. „Við erum alltaf að reyna að finna okkur fleiri tekjulindir inn í reksturinn okkar og það var vinur okkar hann Gúndi sem kom með hugmyndina að hafa hestaleigu á Hvammstanga og hvatti okkur til þess að byrja með þetta,“ segir Logi. Hestaleigan fer vel af stað Þau segjast vera komin með átta þæga og góða hesta sem eru vanir börnum og byrjendum til þess að bjóða fólki á bak á og fer leigan vel af stað. „Við bjóðum upp á 30 mínútna reiðkennslu í reiðgerðinu, 1 klst. reiðtúr og 2 klst. reiðtúr á reiðvegum hverfisins þar sem er gott útsýni. Einnig er reiðhöll hjá okkur sem gefur okkur möguleika á að færa hestaleiguna inn ef veður er vont,“ útskýrir Fanney og bætir við að það sé von þeirra að hestaleigan vaxi og dafni og ferðirnar verði fjölbreyttari. Logi og Herdís Erla í reiðtúr. MYND: ÚR EINKASAFNI „Næsta vetur ætlum við að hafa hesta inni fyrir börn sem hafa ekki haft aðgang að hestum hingað til þannig að allir krakkar sem hafa áhuga á hestinum geti tekið þátt í Fanney Dögg Indriðadóttir og Elvar Logi Friðriksson opna hestaleigu á Hvammstanga barnastarfi hestamannafélagsins næsta vetur. Einnig getum við notað þessa hesta í aðra reiðkennslu fyrir alla sem dettur í hug að læra á hestinn. Það eru margar hugmyndir hjá okkur í sambandi við reiðkennslu og ferðaþjónustu sem á eftir að útfæra betur en kennsluferðir og bara að kynna okkar frábæra íslenska hest fyrir sem flestum er það sem koma skal hjá okkur. Við erum á því að tamningarfólk, hrossaræktendur og ferðaþjón- ustuaðilar eigi að vinna miklu meira saman en verið hefur og nota hestinn sem aðdráttarafl fyrir útlendinga yfir vetrar- tímann líka. Það er fullt af tækifærum ef fólk vinnur saman en kennsla og kynning á okkar frábæra íslenska hesti fyrir sem flesta er það sem koma skal hjá okkur.“ Að lokum spyr blaðamaður út í keppnismennsku þeirra Fanneyjar og Loga sem þau hafa stundað með góðum árangri? „Keppni er alltaf að verða stærri partur af okkar hestamennsku og hefur það gengið vel. En auðvitað er það ekki það sem heldur okkur í þessu heldur hesturinn sjálfur og ólíkir karakterar sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina sem verða svo góðir vinir okkar. Og ekkert jafnast á við að vera í hestaferð á góðum hesti í fallegri náttúru.“ Fanney hefur gert það gott í keppnum. MYND: ÚR EINKASAFNI Hressir strákar á námskeiði nú í sumar. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.