Feykir


Feykir - 09.07.2015, Síða 9

Feykir - 09.07.2015, Síða 9
26/2015 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni með limrum eftir einhvern mesta snilling á þessum vettvangi Jóhann Hannesson. Sértu fríður er gróflega gaman að gera sig ljótan í framan með fettum og brettum og glennum og grettum. Ég geri það tímunum saman. Það er eitt sem ég aldrei fæ skilið ef ég ætla að ganga upp þilið, losna iljarnar frá og fæturnir ná ekki að fylla að gagni upp í bilið. Sá skrautlegi Sunnlendingur Magnús Halldórsson kann vel á limruformið, þessi hefur ef ég fer með rétt mál fangamarkið hans. Sæmundur brölti í brattanum búin var tuggan úr skjattanum. Hann blíndi yfir sviðið batt aftur hliðið og bölvaði túnrolluskrattanum. Einhvern tímann heyrði ég að Gísli Jónsson menntaskólakennari hafi ort þessa sniðugu limru. Alltaf leita til laupanna hrafnar og ég læt þér í staup, Anna Rafnar. Sagði Lí Pó frá Kína, við lagskonu sína er þau komu til Kaupmannahafnar. Eftir því sem Helgi Hálfdánarson segir mun sjálfur Lí Pó hafa ort svo einhverju sinni eftir góða drykkju. Ég vakna, því ég heyri fugla fjöld sem fyllir garðinn söngvum: og ég spyr. Hvort mundi vera morgun eða kvöld? Og mangófuglinn kvakar: það er vor. Duglegur var Helgi að þýða verk hinna ýmsu snillinga. Súnún Íbn Hamza virkar svo í meðförum Helga. Á heimsins unað hef ég glatað trú en samt er helguð þér mín innsta þrá, og þegar svefninn lokar minni brá á milli auga og augnaloks ert þú. Miklar býsnir hafa þótt hinum ýmsu mótmælendur að ráðherra sjávarútvegsmála skyldi leyfa sér að hlynna örlítið að landsbyggðinni með því að færa starfsemi Fiskistofu til Akureyrar. Hápunktur í þeirri orrahríð varð þegar tilkynning barst til landsmanna um að vandinn væri nú leystur í þeim deilum og komin lausn í málið. Af því tilefni orti séra Hjálmar Jónsson svo. Fært er allt í fyrri skorður fyrir deilur girt. Fiskistofa flutt er norður fólkið verður kyrrt. Dásamleg fegurð hefur blasað við mörgum sem hafa verið svo heppnir að vera viðstaddir þar sem konur hafa fengið þá snjöllu hugmynd Vísnaþáttur 644 að frelsa geirvörtuna. Held að það hafi verið Ágúst Marínósson sem orti svo. Alþingi er allt í kvelli ekki linnir róstunum. En yndislegt á Austurvelli er hjá meyjarbrjóstunum. Einn slíkan hátíðisdag barst sú frétt norður í Mývatnssveit að kalla hefði þurft á lögreglu höfuðborgar vegna karlmanns sem mun hafa háttað sig í Austurstræti. Sá kunni hagyrðingur þar fyrir norðan Friðrik Steingrímsson mun hafa spurt tíðindin og ort svo. Óáreitt með brjóstin ber brosleit sprangar gellan, í varðhald körlum vísað er sem viðra á sér sprellann. Ólafur Stefánsson mun hafa hlustað eftir fréttum frá alþingi og ort svo. Svandís vill ekki virkja vandi er skammlaust að yrkja. Vorið svo kalt verkföll um allt ráðalaus ríki og kirkja. Ekki veit ég hver sá Páll mun hafa verið sem Kári Sólmundarson orti svo laglega um. Út að reikna rétt hann Pál, reynist örðugt dæmi. Ég held engin saklaus sál saman tölum kæmi. Þingeyjingurinn og bóndinn Einar Karl Sigvaldason á Fljótsbakka áttar sig vel á erfiðum kjörum bænda. Veit reyndar ekki af hvaða tilefni þessi vísa er ort. Á þá leggjast örlög grá eins og hjarn á runna. Verða nú að flýja frá flestu sem þeir unna. Falleg er þessi vísa Einars. Eins og rakinn árdagsblær yljar blaki vöngum. Hefur staka hugum kær hlýju vakið löngum. Eins og um getur hér að framan var Helgi Hálfdánarson snillingur í að þýða ljóð og vísur margra erlendra skálda. Endum með þessari djúpu hugsun eftir Piet Hein sem Helgi þýddi svo vel. Að leggja af stað í langa ferð er leiðust raun sem mér er gerð. En lífið heimtar þetta af þeim sem þykir gott að koma heim. Þakka fyrir það efni sem borist hefur og bið lesendur að senda vísur sem birta má í þættinum. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Kári Kárason á Blönduósi skoraði á mig að koma með hugvekju í Feyki og eftir örlitla umhugsun ákvað ég að grípa „samvinnuboltann“ hans á lofti og halda aðeins áfram með hann. Norðurland vestra er landshluti sem hefur átt undir högg að sækja á liðnum árum. Íbúum hefur fækkað, aldurssamsetning er ekki eins og best verður á kosið og skortur er á störfum fyrir vel menntað fólk sem orðið hefur til þess að margir leita til annara byggðarlaga, einkum á höfuðborgarsvæðið. Ein orsök þessa er sú hversu langt ráðamenn síðustu ríkisstjórna og alþingismenn í bæði stjórn og stjórnarandstöðu hafa gengið í niðurskurði á innviðum svæðisins sem bitnað hefur stórlega á samkeppnishæfni þess gagnvart öðrum landshlutum. Niðurskurður á fjárveitingum til margra ríkisstofnana og -fyrirtækja eða sameining þeirra hefur aukinheldur oftar en ekki skilað sér þannig að yfirmenn þeirra hafa látið „hagræðinguna“ koma fram í starfsstöðvunum úti á landi og því miður oft á Norðurlandi vestra. Auðvitað hefur slík „byggðastefna“ afleiðingar eins og rakið var hér að framan. Og þegar heilagir menn berja sér á brjóst og tala um mikilvægi þess að jafna atkvæðarétt þá held ég að flestir íbúar landsbyggðarinnar myndu glaðir skipta á þeirri jöfnun fyrir raunverulega byggðastefnu sem miðaði ekki að sífelldri samþjöppun þjónustu og tilfærslu fjármagns af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar heldur jöfnun á þjónustu til borgaranna. Fullyrða má að ef til að mynda sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum á svæðinu hefðu ekki snúið bökum saman þvert á flokka gagnvart ýmsum aðgerðum eða aðgerðaleysi, þá væri staðan jafnvel enn verri. Og ef frumkvöðlar, sprotastarfsemi, ferðaþjónustan, rótgróin fyrirtæki, menntastofnanir og fleiri aðilar á svæðinu væru ekki í samstarfi sín á milli og leituðu stöðugt tækifæra til að bæta samkeppnisstöðu sína, efla sérstöðuna og vinna að framþróun og nýjungum, þá væri staðan líklega enn önnur. Norðurland vestra hefur nefnilega upp á gríðarlega margt að bjóða. Bæði hvað varðar upplifun fyrir ferðamenn og aðra gesti sem sækja svæðið heim, og ekki síður gæði sem eru eftirsóknarverð þegar kemur að búsetuvalkostum. Innviði þessa þarf að styrkja og styðja við og er það best gert með samvinnu og samstöðu heimamanna, hvort sem um er að ræða sveitarstjórnarmenn, atvinnurekendur, forsvarsmenn stofnana eða hinn almenna íbúa. Ríkisvaldið þarf einnig að koma að málum líkt og það hefur gert á svæðum þar sem búsetuþróun er jákvæð eins og á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Mið-Austurlandi og suðurhluta Vesturlands. Á það við um atriði eins og samgöngur, menntun, heilbrigðisþjónustu, fjarskipti og stuðning við atvinnuuppbyggingu. Er þetta ekki bara díll? - - - - - Ég skora á Hönnu Dóru Björnsdóttur að koma með næstu „hugvekju“. Sigfús Ingi Sigfússon í Stóru-Gröf syðri í Skagafirði skrifar Sameinuð eða sundruð? - II ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.