Feykir


Feykir - 09.07.2015, Page 10

Feykir - 09.07.2015, Page 10
10 26/2015 Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin í sjöunda skipti dagana 25. –28. júní. Vel tókst til og stemningin var frábær. Hitinn fór yfir 20 stig alla dagana, svo ekki spillti veðrið fyrir. Feykir náði tali af Pétri Halldórssyni framkvæmdastjóra Barokksmiðjunnar. „Fyrsta hátíðin var haldin 2009 svo að þetta var sjöunda Barokkhátíðin á Hólum. Smám saman spyrst þetta út. Við höf- um viljað láta þetta vaxa í rólegheitum en finnum fyrir vaxandi áhuga fólks á að koma og taka þátt í þessu með okkur,“ segir Pétur aðspurður hversu oft hátíðin hefur verið haldin. En hvað er barokk? „Hugtakið barokk er notað yfir lista- og menningarstefnu í Evrópu frá því um aldamótin 1600 og fram til um 1750. Tónlistin á barokk- tímanum einkennist sannarlega af miklu flúri, trillum og marg- slungnu tónamáli en á barokk- tímanum eru allar listirnar í einni sæng, tónlist, myndlist, byggingarlist, bókmenntir, dans o.s.frv. Barokkið markaði þó nokkrar breytingar frá endur- reisnartímanum. Fram komu tónskáld sem báru með sér nýjan hljóm og oft er talað um að barokkið sé nokkurs konar dögun nútímans. Þá fóru ýmsir hlutir að gerast sem þróuðust að því samfélagi sem við búum í nú, bæði í menningu, vísindum og tækni.“ Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni, en það er sjálfs- eignarstofnun sem hefur það að markmiði að kynna barokktíma- bilið og auka áhuga Íslendinga á því. Mesta áherslan er lögð á tónlistina en þó er reynt að horfa til allra hliða barokksins. „Barokksmiðjan er áhuga- mannafélag og allt forsvarsfólk hennar vinnur að þessu í sjálfboðavinnu. Þá vinnu er hægt að reikna til margra ársverka, ekki síst ef talið er með framlag tónlistarfólks og annarra þátt- takenda sem langflestir gefa vinnu sína og leggja þannig sitt að mörkum til þess að gefa Íslendingum svolítið meira barokk.“ Aðsóknin hefur farið vaxandi Aðsóknin á Barokkhátíðina hefur farið vaxandi ár frá ári, og eftir því sem hún festir sig í sessi leggja fleiri og fleiri leið sína að Hólum til að njóta hennar. „Nú komu til dæmis yfir 60 manns á fyrstu tónleika hátíðarinnar fimmtudagskvöldið 25. júní, sem var frábært. Þar var á ferðinni hinn norsk-íslenski Björgvinjar gítarkvartett sem fékk mjög góðar viðtökur. Barokksveit Hólastiftis lék stórt hlutverk á hátíðinni í ár. Í þetta sinn var sveitin eingöngu skipuð strengjahljóðfærum auk sem- bals. Halla Steinunn Stefáns- dóttir, fiðluleikari og útvarps- kona með meiru, stýrði æfingum hljómsveitarinnar meðan á hátíðinni stóð og leiddi hana á hátíðartónleikum í Hóladóm- kirkju sunnudaginn 28. júní. Halla Steinunn er einn fremsti barokksérfræðingur landsins og mikill fengur að fá hana að hátíðinni. Eins og venjulega kom Ingibjörg Björnsdóttir listdans- ari og kenndi barokkdansa á hátíðinni og á hátíðarsamkomu laugardagskvöldið 27. júní stýrði hún barokkballi þar sem bæði voru dansaðir fjöldadansar og paradansar. Það er ástæða til að hvetja alla til að koma og dansa með á Hólum því þetta er bráðskemmtilegt og alls ekki svo erfitt. Þrír fyrirlestrar voru haldnir á hátíðinni, fyrirlestur um dansk-þýska tónskáldið Dieterich Buxtehude, um lækn- ingar og heilsu á barokktímanum eins og fyrr segir og þýski víóluleikarinn og fiðlusmiður- inn Annegret Mayer-Linden- berg hélt fyrirlestur um muninn á barokkhljóðfærum og klassísk- um hljóðfærum. Haldnir voru tvennir hádegistónleikar, Jón Þorsteinsson söngkennari hélt söngnámskeið, gengið var í Gvendarskál og fleira. Mark- miðið með Barokkhátíðinni á Hólum er ekki síst að fólk kynnis og skemmti sér saman, fræðist og njóti.“ Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal „Hóladómkirkja er frábær vettvangur fyrir starfsemi okkar“ Barokksveit Hólastiftis 2015. Frá vinstri: Halla Steinunn Stefánsdóttir, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Móeiður Una Ingimarsdóttir, Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Annegret Mayer-Lindenberg, Diljá Sigursveinsdóttir, Anna Hugadóttir, Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Aðalheiður Matthíasdóttir. MYND: ?? Þegar hugmyndin að Barokk- smiðju Hólastiftis var í deiglunni frétti Pétur af því að Jón Aðal- steinn Baldvinsson, þáverandi vígslubiskup á Hólum, hefði mikinn hug á því að auka tónlistarlíf á Hólum og setti hann sig því í samband við hann. Af því spratt hugmyndin um árlega barokkhátíð á Hólum. „Íslendingar eiga ekki mörg gömul hús og þaðan af síður ósvikin barokkhús en Hóladóm- kirkja er hönnuð á barokk- tímanum og frábær vettvangur fyrir starfsemi okkar. Auðunar- stofa hentar líka vel til smærri viðburða, til dæmis fyrirlestra. Á Hólum er allt þrungið þeirri miklu sögu sem staðurinn á. Barokktíminn var merkur tími á Hólum og svo er þetta líka svo magnaður staður, skólinn fallegi, fjöllin, dalurinn, náttúrufegurðin og veðursældin,“ segir Pétur að lokum. Björgvin gítarkvartett á tónleikunum í Hóladómkirkju. MYND: ÚR EINKASAFNI Haldið af stað í kvöldgöngu upp í Gvendarskál í einmunablíðu. MYND: ÚR EINKASAFNI VIÐTAL Þóra Kristín Þórarinsdóttir

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.