Feykir


Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 2
2 30/2015 Eftir fjögurra vikna sumarfrí skrölti ég til vinnu á ný. Þótt fríið hafi vissulega verið ánægjulegt í faðmi fjölskyldunnar – við komum víða við og ýmsu í verk – þá get ég ekki neitað því að mér fannst ég heldur svikin hvað veðurfar varðar hér á Norður- landi. Þegar þetta er skrifað er fyrsta haustlægðin í þann mund að skella á. Í upphafi sumarfrísins var ég full bjartsýni – verslaði tvo brúsa af sólarvörn og dró fram stuttbuxurnar heldur betur klár í slaginn. En þegar upp var staðið man ég ekki eftir að hafa nokkurn tíma borið á mig né börnin. Ég gerði eina tilraun til að fara út í stuttbuxum en var ekki lengi að smeygja mér í síðbuxurnar á ný. Það var þó ekki hangið innandyra í iðjuleysi þótt veðrið væri ekki til að hrópa húrra fyrir, þvert á móti. Land var lagt undir fót nokkrum sinnum og ferðast í allar áttir; dvalið vestur á Hólmavík í góðu yfirlæti, Suðurlandið heimsótt og við brugðum okkur austur fyrir Tröllaskagann. Ég hef ótal sinnum ferðast um Suðurlandið í gegnum tíðina, eigandi ættir að rekja undir Eyjafjöll, en minna síðustu ár eftir að ég settist að norðan heiða. Á ferðalagi okkar í sumar urðum við áþreifanlega vör við gríðarmikla aukningu ferðamanna í landshlutanum, þá sérstaklega við Gullfoss og Seljalandsfoss. Þegar við komum að hinum síðarnefnda hafði skapast mikið umferðaröngþveiti á bílastæðinu og þegar við stigum útúr bílnum sveimaði þyrla rétt yfir höfði okkar. Þetta var ekki beint aðlaðandi aðkoma en við fjölskyldan létum það ekki aftra okkur frá að skemmta okkur konunglega þegar við rennbleyttum okkur við gönguna umhverfis fossinn. Í sömu ferð var siglt til Vestmannaeyja þar sem við drukkum í okkur alla þá einstöku og tilkomumiklu náttúrufegurð sem þær búa yfir. Þá var ekki hægt að yfirgefa eyjarnar án þess að heimsækja Eldheima þar sem mögnuð saga Vest- mannaeyjagossins 1973 og raunum eyjaskeggja eru gerð góð skil í glæsilegu safni. Það þarf þó ekki alltaf að leita langt yfir skammt til að finna góða skemmtun og sanna „ferðaupplifun“. Einn af hápunktum sumarsins hjá okkur hjónunum var nefnilega heimsókn til Siglufjarðar. Eins og kunnugt er hefur mikil og afar vel heppnuð uppbygging átt sér stað þar síðustu ár, nú síðast með opnun hótels í sumar sem mikil prýði er af. Aðalupplifunin fólst þó í heimsókn á Síldarminjasafn Íslands en safnið er að mínu mati eitt besta safnið sem ég hef farið á, hérlendis og þótt víðar væri leitað. Þar er hægt að ganga um tímunum saman og skoða þá margþættu sögu sem fylgdi síldarævintýri Íslendinga. Safnið er í senn afskaplega áhugavert, skemmtilegt og fróðlegt – ótrúlega vel lukkað í alla staði. Loks langar mig að minnast á enn eina snilldina sem ég kynntist í sumar, þ.e. Grenndarspil nemenda Grunnskólans austan Vatna -„Hvað veistu um Skagafjörð?“. Spilið reyndist hin besta skemmtun á köldum sumarkvöldum, fróðlegt og þrælskemmtilegt og ætti að vera skildueign á hverju skagfirsku heimili. Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Hvert fór sumarið? Fögnuður við sundlaugina Kröfðust lokunar skot- svæðisins Blönduós Farið hefur verið fram á við byggðarráð Blönduósbæjar að skotsvæðinu á Blönduósi verði tafarlaust lokað. Veiðifélag Laxár á Ásum og eigendur Hjaltabakka lögðu fram þessa kröfu vegna hávaðamengunar og mengandi efnum á landinu. Á fundi byggðaráðs þann 5. ágúst sl. var erindi frá Óttari Yngvasyni, hrl. lagt fram þar sem hann gerir þessa kröfu fyrir hönd veiðifélagsins og eigenda Hjaltabakka. Skv fundargerð kemur fram að byggðaráð hafni erindinu og var sveitar- stjóra falið að svara því. /ÞKÞ Freydís Ósk Leiðrétting Í Krakkahorni 28. tölublaðs Feykis var spjallað við Freydísi Ósk. Þar var hún sögð dóttir Kristjáns Heiðars Kristjáns- sonar sem mun ekki vera rétt, hún er dóttir Kristjáns Steinarssonar. Beðist er velvirðingar á þessu. /BÞ Gæðaáfangastaður Íslands 2015 Skagafjörður Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið útnefnt sem gæðaáfangastaður Íslands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörður. Þetta ákvað valnefnd EDEN verkefnisins á Íslandi. Evrópska EDEN verkefnið stendur fyrir „European Destination of Excellence“ en Ferðamálaskrifstofa er aðili að verkefninu fyrir Íslands hönd. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameigin- legum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Af þessu tilefni er haldin samkeppni um gæða áfangastaði í Evrópu annað hvert ár með nýju þema í hvert sinn. Þema ársins 2015 var matartengd ferðaþjónusta og sérstök val- nefnd yfirfór þær umsóknir sem bárust frá íslenskum áfanga- stöðum. Nefndina skipaði þau Guðmundur Jón Guðmundsson, fulltrúi Beint frá býli, Sigríður Kristjánsdóttir, fulltrúi Nýsköp- unarmiðstöðvar, Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir, fulltrúa Íslandsstofu og Lára Pétursdóttir, fulltrúi SAF. Í niðurstöðu valnefndar segir: „Matarkistan Skagafjörður á sér langa sögu og fyrsta sam- starfsverkefni sinnar tegundar á sviði matartengdrar ferðaþjón- ustu hér á landi. Má því segja að verkefnið hafi rutt veginn og undirbúið jarðveginn fyrir önnur slík verkefni víða um land og sé því sannkallað frum- kvöðlaverkefni. Afurðir verkefn- isins hafa verið margar og fjölbreyttar í gegnum tíðina, en þar má m.a. nefna árlega Hrossaveislu, fyrirlestra og námsefni á vegum Hólaskóla og matreiðslubókina Eldað undir bláhimni. Nefndin telur verk- efnið vel að heiðrinum komið og vonast til að tilnefningin verði til að efla enn frekar matartengda ferðaþjónustu í Skagafirði, sem og á landinu öllu.“ /ÞKÞ Skálmöld á sögudegi Á Sturlungaslóð Sögudagar félagsins á Sturlungaslóð í Skagafirði verður 15. ágúst. Að þessu sinni verður gestum boðið að koma á Örlygsstaði kl. 13 þar sem sagnamaðurinn Sigurður Hansen mun verða á staðnum og segja frá atburðum úr Sturlungu. Ásbirningablótið verður í Kakalaskálanum í Kringlu- mýri og hefst kl. 19. Það verður með öðru sniði í ár en venjulega því nú mætir Einar Kárason rithöfundur með leikþáttinn Skálmöld ásamt Júlíu Margréti dóttur sinni. Samhliða leikþætt- inum verður boðið upp á léttar veitingar að hætti miðaldamanna. Miðaverð er 5.000 kr og panta þarf fyrir kl. 17 föstudaginn 14. ágúst á Hótel Varmahlíð í síma 453 8170 /ÞKÞ Sigurður Líndal Þóris- son ráðinn til starfa Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Skipt var um framkvæmda- stjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga nú á dögunum en Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, sagði starfi sínu lausu í byrjun sumars. Sigurður Líndal Þórisson tekur við stöðunni og hefur störf þann 1. október. Unnur mun gegna starfi framkvæmdastjóra þangað til. Þetta kemur fram á vef Selasetursins. Sigurður er frá Lækjamóti í Víðidal, en hefur búið í Lundúnum í 20 ár. Síðastliðin fjögur ár hefur hann unnið hjá Expedia sem er stærsta ferða- þjónustufyrirtæki heims. Þar kom hann m.a. að stjórn á flóknu verkefni sem unnið var á 20 tungumálum, í þremur heimsálfum, og kostaði rúman milljarð króna. Sigurður er með leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama; M.A. gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College, University of London; og kennsluréttindi frá Strode’s College. Hann hefur leikstýrt á sjötta tug leikverka, og kenndi við suma virtustu leiklistarskóla Bretlandseyja í meira en áratug, auk þess að vera aðstoðar- leikhússtjóri Tabard leikhússins í Lundúnum í 3 ár. Sigurður er giftur Gretu Clough, brúðulistamanni og leikara frá Vermont-fylki í Bandaríkjunum. Þau eiga árs- gamla dóttur, Elínu Rannveigu Líndal. /ÞKÞ Sigurður Líndal Þórisson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.