Feykir


Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 6
6 30/2015 María Björk er dóttir þeirra Ingva Rafns Jóhannssonar og Sólveigar Jónsdóttur. „Ég er fjórða í röð sex systra og tveggja bræðra. Það eru ákveðin forréttindi að fá að alast upp í svona stórum hópi því við lærum að taka tillit hvert til annars, hlusta og að gera málamiðlanir. Heimilið mitt var alltaf opið öllum, stórum sem smáum og oft var glatt á hjalla enda tónlistin alls ráðandi á heimilinu og mikið hlegið, talað og skipst á skoðunum og málin rökrædd. Eftir að ég kynntist Ítölum þá er ég alveg viss um að við hefðum hæglega getað átt heima þar og smellpassað inn í ítalska stórfjölskyldu. Reyndar er ein af mínum bernskuminningum tengd Ítalíu en einn besti vinur pabba var Ítalinn og söngvarinn Sigurður Demetz og það var sko ekki leiðinlegt að fá heimboð til þeirra hjóna, Eyju og Demetz, og fá að borða ítalskan mat, hlusta á ítalska tónlist og hlæja að sögunum hans. Fyrsta utanlandsferð mín með foreldrum mínum var einmitt til Ítalíu og ef það er eitthvert land annað en Ísland sem mig langar til að búa í, þá er það Ítalía. Samstarfsmaður minn hér á Króknum til margra ára, Ítalinn Ivano Tasin, sagði mér stundum að ég væri miklu ítalskari í fasi heldur en hann. Mér fannst það mikið hrós.“ María Björk er fædd og uppalin á Akureyri en þar segist hún hafa unað sér afskaplega vel sem barn og unglingur og átt góða æsku. Hún lærði á píanó, Rætt við Garðar Jónsson á Melstað í Óslandshlíð um raforkuverð í dreifbýli VIÐTAL Þóra Kristín Þórarinsdóttir „Síðustu tvö ár hafa verið ótrúleg“ N4 er norðlensk sjónvarpsstöð sem mörgum finnst ómissandi. Nú á dögunum voru ráðnir nýir framkvæmdastjórar við stöðina og önnur þeirra er Skagfirðingum að góðu kunn. Hún heitir María Björk Ingvadóttir og blaðamaður Feykis fékk innsýn inn í líf Maríu og nýja starfið hennar. var í skátunum, söng í kórum, æfði ballett og handbolta, bar út blöð, vann í búðinni hjá pabba sínum frá því hún var tíu ára og hafði í nógu að snúast. „Þannig leið mér vel og þannig hef ég alltaf verið. Við systurnar komum oft fram á skemmtunum þar sem við sungum saman en einhver gaf okkur nafnið Sex syngjandi systur og festist það við okkur. Það er stutt á milli okkar í aldri og við erum mjög samrýmdar, hlæjum frekar hátt og tölum mikið. Þetta var eiginlega oft eins og fuglabjarg og er reyndar enn þegar við hittumst.“ Ætlaði sér strax að verða félagsráðgjafi „Eftir stúdentspróf úr Mennta- skólanum á Akureyri fór ég að safna mér reynslu í að vinna með fólki því ég ætlaði strax 16 ára að verða félagsráðgjafi. Það nám var hinsvegar ekki í boði hér á landi, þá þurfti að sækja um til nefndar sem mat hæfni umsækjenda og svo voru að mig minnir fjórir valdir til að fara í jafnmarga norska háskóla í þetta nám. Ég komst inn í fyrstu tilraun en þá kom Sauðkrækingurinn Ómar Bragi inn í líf mitt, ég sá hann á skemmtistaðnum H-100 og féll alveg fyrir honum.“ Ómar Bragi Stefánsson er eiginmaður Maríu Bjarkar til margra ára. Saman eiga þau þrjú börn; þau Stefán Arnar, Ingva Hrannar og Ásthildi. „Ég fór bara til hans, kynnti mig og bað hann að dansa. Hann sagði já og ég setti námið í bið í eitt ár, flutti til Sauðárkróks og fékk starf, þá tvítug, sem kennari í tónmennt og dönsku. Ómar var þá þegar farinn að kenna íþróttir í sínum heimabæ og var því ekki alveg á förum neitt annað.“ „Þetta var alveg dásamlegur vetur, ég kenndi öllum börnum hér fæddum 1968 - 1973 og á margar góðar minningar um þennan vetur og fólkinu öllu sem ég kynntist. Ég hitti á dögunum einn nemanda minn sem var alveg viss um að ég hefði kennt sér að minnsta kosti þrjú ár. Ég ákvað að trúa því að henni hafi bara þótt þetta svona skemmtilegt ekki síður en mér. Mér finnast börn og unglingar svo áhugaverð og hafa góða nærveru sem nærir mig, þess vegna sækist ég alltaf í að vinna með þeim.“ María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri N4

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.