Feykir


Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 11
30/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að taka einhvern með sér á Gæruna eða Skaggann eða Hólahátíð... Spakmæli vikunnar Sannleikurinn er einn en lygin hefur mörg höfuð. - St. Basileios Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... sæotrar haldast í hendur þegar þeir sofa svo þá reki ekki hvorn frá öðrum? ... Mel Blanc, rödd Kalla kanínu, var með ofnæmi fyrir gulrótum? ... yfir 1000 fuglar deyja árlega eftir að hafa flogið á glugga? ... íkornar fela hneturnar sínar en gleyma um helming felustaðanna? ... sá sem fann upp vöfflujárnið var ekkert hrifinn af vöfflum? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha ... hehe ... Drengur kallar á móður sína úr forstofunni: „Mamma, mamma! Það er maður hérna sem er að safna fyrir elliheimilið. Á ég að gefa honum ömmu?“ Krossgáta „Hvað er Skagginn 2015? Ég er allavega að fara á Gæruna.“ Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir Feykir spyr... Ætlar þú á Skaggann 2015? Spurt á Facebook UMSJÓN berglind@feykir.is Hin uppskriftin er ekki síðri en það er klassískt en svo gott grillgotterí; Ávextir með kókosbollum og karamellum. Hann er mjög einfaldur og hentar alltaf vel, og líkt og sá fyrri er hægt að undirbúa áður. EFTIRRÉTTUR 2 Ávextir með kókosbollum og karamellum Uppskrift fyrir 4 • 1 stór banani, skorinn í sneiðar • 2 stórar perur, afhýddar og skornar í bita • 100 g vínber • 2-3 kíwi, skorin í bita • 1 poki Dumle karamellur (120 g) • 4 kókosbollur Ávöxtunum er blandað saman og settir í álbakka. Karamellurnar eru klipptar eða skornar niður í þrjá bita hver og þeim dreift yfir ávextina. Kókosbollurnar eru skornar í tvennt langsum og þeim raðað yfir ávextina þannig að hvíta kremið vísi upp. Grillað við lágan meðalhita í um það bil 8-10 mínútur eða þar til karamellurnar eru bráðnaðar og hvíta kremið í kókosbollunum orðið stökkt. Borið fram strax með ís. Njótið! Eftirréttir á grillið EFTIRRÉTTUR 1 Grillaðir bananar með súkkulaði og ís Grillaðir bananar með súkkulaði og ís er frábær grillréttur sem bæði er einfaldur og hægt að undirbúa áður en matargestir koma. Gott er að gera ráð fyrir einum banana á mann en einn banani, með þremur ískúlum yfir þykir mér vera mjög passlegur skammtur sem gott er að miða við. • bananar • Nusica súkkulaðismjör • vanilluís • Digistive kex Takið bananann úr hýðinu og skerið rauf eftir honum endilöngum. Fyllið raufina með Nusica súkkulaðismjöri. Rífið álpappír í ca 30 x 30 cm og spreyið með PAM. Setjið bananann í miðjuna, lyftið hliðunum á álpappírnum upp og brjótið hann saman efst. Munið að skilja eftir loft fyrir ofan bananann fyrir gufuna. Brjótið hliðarnar saman. Grillið við miðlungsháan hita í um 10 mínútur, eða þar til bananinn er mjúkur og súkkulaðið bráðnað. Á meðan er Digistive kex mulið. Fjarlægið bananann úr álpappírnum og setjið á disk. Setjið ískúlur yfir bananann og dreifið muldu Digistive kexi yfir. Berið strax fram. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN thora@nyprent.is Nú er kominn ágúst og ekki líður á löngu áður en skólarnir byrja. Þá veit maður að haustið nálgast og því eins gott að njóta góðu sumardaganna sem við fáum og á slíkum dögum er grillmatur ómissandi. Í sumar hefur Feykir deilt bæði maríneringar uppskriftum og grill uppskriftum en nú ætlar hann að deila með ykkur uppskriftum af grill eftirréttum, því það er ekki síðra að grilla eftirréttinn. Eftirfarandi eru uppáhalds sumareftirréttir blaðamanns, en hann mælir eindregið með að skella þessu á grillið eftir lærissneiðunum og hamborgurunum. Feykir mælir með... Grillaður banani með súkkulaði og ís. „Já, ef ég verð ekki farinn út á sjó.“ Jón Oddur H. Hjálmtýsson „Já, það er ætlunin. “ Jensína Lýðsdóttir „Já, ég ætla á Skaggann.“ Péturína Laufey Jakobsdóttir „Nei, ég ætla á Gæruna.“ Róbert Björn Ingvarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.