Feykir


Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 4
4 30/2015 Körfubolti : 1. deild kvenna Dagana 2.-8. ágúst var rúmum 100 tonnum landað á Skagaströnd, þar af landaði Óli á Stað rúmum 30 tonnum. Þá var landað tæpum tíu tonnum á Hofsósi, tæpum þremur tonnum á Hvammstanga og rúmum tólf tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta um 125 tonn á Norðurlandi vestra. /BÞ Aflatölur 2.–8. ágúst 2015 Rúmum 100 tonnum landað á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.552 Alls á Hvammstanga 2.552 SKAGASTRÖND Addi afi GK - 97 Landb. Lína 9.140 Guðbjörg GK - 666 Landb. Lína 6.220 Muggur HU - 57 Landb. Lína 18.742 Óli á Stað GK - 99 Landb. Lína 30.709 Hansi MB - 1 Handfæri 3.631 Eydís HU - 344 Handfæri 2.188 Magnús HU - 23 Handfæri 4.323 Garpur HU - 58 Handfæri 1.116 Smári HU - 7 Handfæri 1.186 Fjöður HU - 90 Handfæri 648 Hafdís HU - 85 Handfæri 729 Bogga í Vík HU - 6 Handfæri 1.236 Sæunn HU - 30 Handfæri 1.200 Húni HU - 62 Handfæri 1.057 Stefanía HU - 136 Handfæri 1.660 Sæborg HU - 80 Handfæri 1.098 Nonni HU - 9 Handfæri 1.632 Auður HU - 94 Handfæri 865 Slyngur EA - 74 Handfæri 1.214 Guðrún Ragna HU - 162 Handfæri 1.064 Geiri HU - 69 Handfæri 974 Félaginn KÓ - 25 Handfæri 630 Eiður EA - 13 Handfæri 576 Ásdís HU - 24 Handfæri 120 Diddi HU - 56 Handfæri 332 Katrín GK - 266 Landb. Lína 2.475 Guðmundur á Hópi HU - 203 Landb. Lína 3.131 Sveinbjörg HU - 49 Handfæri 504 Jenný HU - 36 Handfæri 652 Gyðjan EA - 44 Handfæri 718 Steini GK - 34 Handfæri 691 Alls á Skagaströnd 100.461 HOFSÓS Þorgrímur SK - 27 Handfæri 1.525 Ásmundur SK - 123 Landb. Lína 3.343 Hafbjörg SK - 58 Handfæri 1.239 Álborg SK - 88 Handfæri 1.394 Skáley SK - 32 Handfæri 1.499 Von SK - 21 Handfæri 857 Alls á Hofsósi 9.857 SAUÐÁRKRÓKUR Vinur SK - 22 Handfæri 1.608 Már SK - 90 Handfæri 932 Badda SK - 113 Handfæri 972 Hafey SK - 10 Handfæri 953 Nona SK - 141 Handfæri 954 Kristín SK - 77 Handfæri 1.160 Þytur SK - 18 Handfæri 556 Fannar SK - 11 Landb. Lína 2.855 Maró SK - 33 Handfæri 782 Óskar SK - 13 Handfæri 703 Helga Guðmunds. SK - 23 Handfæri 820 Alls á Sauðárkróki 12.295 Málfar og handrit í Skagafirði Málþing í Kakalaskála í Blönduhlíð Undanfarin tvö ár hafa verið haldin málþing um Sturlungu í Kakalaskála í Skagafirði. Að þingunum hefur einkum staðið félagsskapurinn „Á Sturlungaslóð“ en fyrirlesarar hafa verið bæði úr hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og heimamanna. Á fyrra þinginu var fjallað um ýmsa þætti Sturlungu frá sagnfræðilegu og bókmennta- fræðilegu sjónarmiði en á því seinna var sérstaklega rætt um konur í Sturlungu. Nú er því mál til komið að taka fyrir málfar og handrit í Skagafirði og víðar, en jafnframt verður sjónarhornið víkkað og ein- skorðast ekki við Sturlungu. Málþingið verður að þessu sinni haldið laugardaginn 29. ágúst og hefst kl. 14. Að því standa Kakalaskáli, Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar og heimamenn. Eftirtalin erindi verða flutt: Guðrún Þórhallsdóttir dósent: Heyr, himna smiður, þá og nú Sálmurinn „Heyr, himna smiður,“ er líklega sá skagfirski forntexti sem oftast er fluttur hin síðari ár, eftir að Þorkell Sigurbjörnsson samdi við hann lag sem oft er sungið í kirkju. Í fyrirlestrinum verður fjallað um sálminn sem heimild um íslenskt mál á dögum höfundarins, Kolbeins Tumason- ar, og vöngum velt yfir því hvort skáldið sneri sér við í gröfinni ef það heyrði sálminn sunginn núna. Haraldur Bernharðsson dósent: Mál og mállýskur á fjórtándu öld Rætt verður um nokkrar mál- breytingar sem áttu sér stað í íslensku á fjórtándu öld og útbreiðslu þeirra. Ekki er líklegt að þessar breytingar hafi breiðst út um land allt í einni svipan og því hefur eflaust verið einhver mállýskumunur milli héraða. Sagt verður frá útbreiðslu valinna málbreytinga í þremur hópum handrita sem skrifuð voru á þremur ólíkum stöðum um miðja fjórtándu öld. Töluðu menn öðruvísi við Breiðafjörðinn en á Þingeyrum og í Eyjafirði? Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent: Akramenn, Reynistaður og Gottskálk í Glaumbæ Sum handrit líkjast meira bókasafni en stakri bók og gefa góða hugmynd um áhugamál og þarfir þeirra sem skrifuðu eða létu skrifa. Í Skagafirði hafa löngum starfað öflugir skrifarar og fróðleiksfúsir. Í erindinu verður fyrst hugað að bókagerð í kringum Akramenn á 14. öld en síðan vikið að tveimur afar hnýsilegum handritum með fjölbreytilegu efni: Reynistaðar- bók, sem skrifuð var á ofanverðri 14. öld, og Sópuði síra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ (um 1524– 1590) sem hann safnaði til meiripart ævi sinnar. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor: Sturlunga og Djúpdæla saga Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum skrifaði Djúpdæla sögu, ættar- sögu Djúpadalsættarinnar, á þriðja áratug 20. aldar, en sagan segir frá fólki og atburðum á 18. og 19. öld. Við lestur sögunnar vekur athygli að stíll og setn- ingagerð virðist í fljótu bragði nauðalíkt miðaldatextum eins og t.d. Sturlungu. Í erindinu verður skoðað að hvaða marki setn- ingagerð fornmálsins birtist í Djúpdæla sögu og hvað hefur breyst. Málþingsstjóri verður Guð- rún Ingólfsdóttir bókmennta- fræðingur. Allir eru velkomnir og þátt- tökugjald er ekkert. /Fréttatilk. Mannonen til aðstoðar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Eins og Feykir greindi frá fyrr í sumar þá réð körfuknattleiks- deild Tindastóls, Pieti Poikola, þjálfara danska landsliðsins, sem þjálfara liðsins fyrir komandi tímabil. Nú hefur verið gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara en það er Harri Mannonen sem hefur verið aðstoðarþjálfari Poikola hjá danska landsliðinu. Mannonen er sprenglærður þjálfari með mikla og góða reynslu af þjálfun í Finnlandi. Reynsluboltinn Kári Marísson mun því víkja sem aðstoðar- þjálfari meistaraflokks eftir frábært og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Stjórn körfuknatt- leiksdeildarinnar hefur fullan hug á því að nýta krafta Kára í önnur verkefni innan félagsins. „Það eru fáir eða engir sem eru betri undir stýri í öllum veðrum en Kári,“ segir Stefán Jónsson formaður Kkd. Tindastóls. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Darren Townes til liðs við Stólana Lið Tindastóls styrkir sig Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á bandarískum leikmanni fyrir komandi tímabil í körfunni. Um er að ræða Darren Townes sem er framherji sem leikið hefur víða í Evrópu og þar á meðal í Finnlandi, Portúgal og Írlandi. Townes er fæddur 1986 og er 2,02 m á hæð. Hann er þrususterkur alhliða leikmaður sem þjálfari Tindastóls, Pieti Poikola, þekkir vel til. Þá hefur lið Tindastóls tryggt sér krafta Darrel Flake áfram, sem og Darrel Lewis, og því ljóst að liðið verður ógnar- sterkt með þessa reynslubolta innan sinna raða. Á dögunum skrifaði síðan Króksarinn Pálmi Geir Jónsson undir samkomulag um að leika með liði Tindastóls næstu þrjú árin. Á síðustu leiktíð lék Pálmi með liði Breiðabliks og skipti svo yfir í úrvaldsdeidarlið ÍR áður en leikmannagluggin lokaði eftir áramót. /ÓAB og ÞKÞ Darren Townes. MYND: AF FACEBOOK Tindastóll fer af stað með unglingaflokk kvenna Körfuknattleiksdeild Tindastóls Stjórn Tindastóls tók þá ákvörðun í vor að tefla ekki fram liði í meistaraflokki kvenna í körfubolta nk. vetur. Í staðinn var ákveðið að fara af stað með unglingaflokk kvenna (18-20 ára) ásamt því að halda áfram með stúlknaflokk. Gengið hefur verið frá því að Harri Mannonen, aðstoðarþjálf- ari mfl. karla, sjái um þjálfun bæði unglinga- og stúlknaflokks en Erna Rut Kristjánsdóttir verður honum til aðstoðar. Talsverð umræða hefur verið á Króknum um framtíð meist- araflokks kvenna og sumir ósáttir við að hann verði lagður niður. Að mati stjórnar er eðli- legast að fara af stað með unglingaflokk þar sem mfl. hópurinn síðasta vetur var að langmestu leiti skipaður stúlkum undir tvítugsaldri sem oftar en ekki voru að spila gegn mun eldri og sterkari leikmönnum. Einnig telur stjórnin það best að þær spili við jafnaldra sína í unglingaflokki og telja það meiri áskorun fyrir stelpurnar en að spila í 1. deild kvenna. Stjórn Kkd. Tindastóls hefur því ákveðið að hlúa betur að stúlkunum og leggja metnað í starf yngri flokka, áður en haldið verður aftur af stað með meist- araflokk kvenna. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.