Feykir


Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 8
8 30/2015 BÆJARHÁTÍÐ Á SKAGASTRÖND Dagana 14.–16. ágúst Dagskráin laugardaginn 15. ágúst (á dagskrá er m.a.) 10:30 – 23:00 Bjarmanes Café Myndlistarsýningin - Ljósmyndasýningin 10:30 – 11:30 Froðudiskó á Kaupfélagstúni 10:30 – 12:00 Björgunarsveitin Strönd sýnir bíla og búnað 10:00 – 11:00 Sjósund við Höfðann > mæting við sundlaug 12:00 – 13.00 Víðavangshlaup Umf. Fram við Höfðaskóla 12:00 – 12:30 Skógræktarfélagið gróðursetur bjarkir í skjóli Spákonuhofs 13:00 – 13:30 Söngvaborg – barna og fjölskylduskemmtun á útisviði á Hólanesi 13:00 – 18:00 Sveitamarkaður í tjaldi. Skráning; gudlaug.gretars@gmail.com, 893 2645. 13:30 – 14:30 Opið listaverk í Bjarmanesi - listamaður í Nes kemur af stað listaverki 14:00 – 17:00 Kaffihlaðborð í Bjarmanes Café, með gamaldags ívafi – Flaututónlist 14:00 – 16:00 Grímugerð og andlitsmálun (Bjarmanes Café, neðri hæð) 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd. Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“ 13:00 – 18:00 Spákonuhof. Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur 14:00 – 14:30 Spákonugjörningurinn „Rúnakast – spáð í framtíðina“ 14:00 – 15:00 Snarfari – hópreið hestamanna og teymt undir börnum á öllum aldri 13:00 – 15:00 Minigolfmót við Bjarmanes Café „Hola í höggi“ á Hólanesi 13:30 – 17:00 Hoppukastali á Hólanesi 14:00 – 17:00 Loftbolti á sparkvellinum 15:00 – 18:00 Opin vinnustofa í Nes listamiðstöð. Heimatilbúnar myndavélar 21:00 – 23:00 Tónleikar á útisviði á Hólanesi • Nokkrir ungir tónlistarmenn/ Guðmundur Egill • Dansatriði frá Nes • Gunnar S. Björnsson • Gummi Jóns og Hjörtur 23:00 - 24.00 Varðeldur á Hólanesi. Varðeldasöngvar og kvöldstemning. 23:00 - 03:00 Ball á Borginni. Hljómsveitin Trukkarnir spila. Ítarlega dagskrá má finna á www. skagastrond.is SKAGGINN 2015 „Stolt af því að vera Skaggar“ Skagginn 2015 – Gleðidagar á Skagaströnd Um helgina verður öllu tjaldað til á Skagaströnd því heimamenn efna til nýrrar bæjarhátíðar sem hefur hlotið nafngiftina Skagginn. „Skagstrendingar voru oft kallaðir Skaggarnir af öðrum bæjarfélögum ... og ekki endilega í jákvæðri merkingu. Okkur fannst því tilvalið að hátíðin okkar bæri þetta nafn – að við komum saman, gerum okkur glaðan dag, stolt af því að vera Skaggar og það hefur verið leiðarljós okkar við skipulagninguna,“ sagði Sigurlaug Ingimundar- dóttir, formaður Tómstunda- og menningarmálanefndar Svf. Skagastrandar, í samtali við Feyki. „Við ræddum um bæjarhátíð á fyrsta fundi nefndarinnar og í framhaldi af því buðum við íbúum Skagastrandar á opinn fund um bæjarhátíðir í nóvember því við vildum heyra í fólkinu okkar hvort áhugi væri á því að halda slíka hátíð og með hvaða hætti. Margar skemmti- legar hugmyndir komu fram en allir voru á því að hafa þetta í smærri kantinum,“ sagði Sigur- laug um kveikjuna að hugmynd- inni um nýja bæjarhátíð. Hún segir að til þess að virkja sem flesta í að gera þennan dag sem bestan þá leitaði nefndin til félagasamtaka og fyrirtækja í bænum og segir hún að það hafi sannast að margt smátt gerir eitt stórt. Skagganum verður skotið af stað kl. 18:00 á föstudaginn og verður fjölbreytt og fjölskyldu- væn dagskrá fram á sunnudag. „Á föstudagskvöldið verður m.a. Ljóðaganga þar sem gengið verður um Höfðann og stoppað við á hinum ýmsum stöðum og lesin ljóð sem tengjast staðnum eða umhverfinu. Lengri opnun verður í sundlauginni, kósí stemning, kertaljós og seríur og sundlaugin hituð upp og verður í líkingu við stóran heitan pott. Rauði krossinn er með mjög öfluga deild á svæðinu og á föstudaginn ætla félagar að halda tombólunámskeið. Við verðum svo með sveitamarkað í tjaldi við Árnes á laugardag, þá ætlar m.a. Rauði krossinn að vera með aðstöðu fyrir börn til að vera með tombólu, auk fata- markaðar,“ segir Sigurlaug þegar hún er beðin um að nefna dæmi um einstaka dagkrárliði. „Við í sjósundfélaginu ætlum að taka á móti nýliðum og fara sjálf útí við Höfðann og leyfa fólki að fylgjast með. Hesta- mannafélagið Snarfari stendur fyrir hópreið og verður teymt undir á Hnappstaðatúni. Björg- unarsveitin Strönd sýnir bíla og búnað við Bjarnabúð en þeir er að fara í hálendisferð á sunnudag og ætla að leyfa fólki að fylgjast með þeim taka sig til fyrir ferðina. Þá ætlar slökkviliðið, og þá sérstaklega slökkviliðsstjór- inn okkar, Hafsteinn Pálsson, að aðstoða okkur við froðudiskóið á laugardagsmorgun sem verður eftir víðavangshlaupið, svo fátt eitt sé nefnt.“ „Allir leggjast á eitt að gera þessa hátíð sem skemmtilegasta“ Fjöldi alþjóðlegra listamanna dvelja við Nes listamiðstöð ár hvert og hafa nokkrir listamenn verið fengnir til þess að taka þátt í gleðinni. „Í Bjarmanesi verður kaffihlaðborð með gamaldags ívafi við undirleik Sibylle flautuleikara sem dvelur við listamiðstöðina. Þar hefur lista- maðurinn Linda jafnframt umsjón með opnu listaverki og allir mega koma og gera eitthvað. Í aðstöðu listamiðstöðvarinnar verður síðan opin vinnustofa þar sem kennt verður að búa til myndavélar en umræddur listamaður notar lífrænan fram- köllunarvökva, úr kaffikorg og fleiru - ég er allavega mjög spennt að sjá það,“ segir Sigur- laug. Þá verður skemmtun með lifandi tónlist á Borginni bæði kvöldin. Frítt verður inn á föstudagskvöldið og munu trúbadorarnir Gummi Jóns og Hjörtur Guðbjarts spila fram eftir kvöldi. Á laugardagskvöldið verður fjöldasöngur við varðeld sem tendraður verður á Hólanesi kl. 23 og kvöldinu lýkur svo með balli á Borginni þar sem Trukkarnir halda uppi fjörinu fram á nótt. „Þessi hátíð er tilvalin til að sjá hvað við eigum mikið af duglegu og hæfileikaríku fólki. Hér er öflug björgunarsveit, Rauða kross deild, ungmenna- félag, skógræktarfélag, golf- klúbbur, sjósundfélag, hesta- mannafélag og þessi félög leggja öll til atriði í dagskrána okkar með einum eða öðrum hætti. Fyrirtæki á staðnum styrkja okkur með þátttöku sinni, aðstoð við undirbúning eða beinum fjárframlögum svo allir leggjast á eitt að gera þessa hátíð sem skemmtilegasta,“ segir hún. Þá hefur Minningarsjóður hjónanna frá Vindhæli og Garði lagt fram rausnarlegan styrk til þess að fá Söngvaborg á staðinn til þess að skemmta yngsta fólkinu og segir Sigurlaug þær stöllur, Siggu Beinteins og Maríu Björk, hafa komið áður við mikla lukku. Í auglýsingunni hér að neðan er dagskrá laugardagsins en á heimasíðu Skagastrandar má sjá ítarlegri dagskrá Skaggans. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Tómstunda- og menningarmálanefndin hefur veg og vanda af skipulagninu Skaggans; Guðlaug Grétarsdóttir, Hrefna Dögg Þor- steinsdóttir, Sigurlaug Ingimundardóttir formaður, og Sigrún Líndal Þrastardóttir en Róbert Freyr Gunnarsson var fjarverandi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.