Feykir


Feykir - 12.11.2015, Qupperneq 5

Feykir - 12.11.2015, Qupperneq 5
43/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Jou Costa til liðs við Tindastól Nýr Spánverji tekur við körfuboltataumunum Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks en sem kunnugt er var Finninn Pieti Poikola leystur undan samningi í október. Nýr þjálfari liðsins er hinn 43 ára gamli Spánverji, José María Costa Gómez, en hann var m.a. yfirþjálfari hjá Tenerife Baloncesto með Israel Martín, síðar þjálfara Tinda- stóls, sem aðstoðarþjálfara. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeild- ar Tindastóls, þekkir Jou Costa talsvert til Tindastólsliðsins og eru hugmyndir hans og Israel Martin um margt líkar þegar kemur að sportinu. Stefán tjáði Feyki einnig að stjórn Kkd. Tindastóls hefði verið búin að þreifa talsvert fyrir sér á íslenska þjálfaramarkaðnum en á end- anum var tekin ákvörðun um að leita út fyrir landsteinana. Stólarnir særðir í Ljónagryfjunni Dominos-deildin í körfubolta Tindastóll spilaði í síðustu viku tvo leiki í Ljónagryfju Njarðvíkinga. Fyrst féllu þeir úr leik í bikarnum en máttu svo lúta í parket í deildar- leiknum sl. fimmtudag. Rétt eins og fyrri leiknum var það varnarleikur liðanna sem var í fyrirrúmi, leikurinn æsi- spennandi og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt, 64-64. Njarðvíkingar reykspóluðu yfir Stólana í framlengingunni og sendu strákana stigalausa heim á Krók. Lokatölur 82-73. Fyrsti leikhluti var jafn og að honum loknum var staðan 17- 16 fyrir heimamenn í Njarðvík. Njarðvíkingar náðu ágætu forskoti strax í byrjun annars leikhluta, gerðu fyrstu sjö stigin og komust í 24-16. Þessi leikhluti var slæmur hjá Stólunum sem gerðu aðeins átta stig í honum og Njarð- víkingar höfðu yfir í hálfleik, 33-24. Leikurinn var æsispenn- andi í fjórða leikhluta, Stólarnir yfirleitt þetta þremur til fimm stigum yfir framan af en heimavöllur heimamanna er ekki kallaður Ljónagryfjan fyrir ekki neitt og þeir komu til baka. Logi Gunnars kom þeim yfir, 64-62 en Helgi Viggós jafnaði 64-64. Njarðvíkingar náðu tveimur skotum á körfu Tindastóls áður en tíminn rann út en klikkuðu á báðum. Framlengingin fór illa af stað fyrir Stólana og þeir lentu í því að elta heimamenn en höfðu ekki erindi sem erfiði. Stigahæstir voru Lewis með 23 stig og 14 fráköst og Helgi Viggós með 16 og níu frk. /ÓAB Jou Costa, sem er spreng- lærður þjálfari, hóf þjálfara- ferilinn árið 1997 og hefur að mestu starfað í EBA og LEB SILBER deildunum á Spáni með CB Canarias (1997-2000 og 2004-2005), CB Tacoronte (2006-2009) og Tenerife Balon- cesto (2000-2001 og 2010-2012). Hann var aðstoðarþjálfari hjá Eiffel Towers í Hollandi en hefur frá árinu 2012 verið stjórnandi Soles æfingabúðanna í Mexíkó og verið aðstoðarþjálfari hjá atvinnumannaliðinu Soles de Mexicali en liðið varð LNBP meistari tímbilið 2014-2015. Þá hefur hann starfað við körfuboltann á öðrum sviðum. Costa var á lausu þegar Tinda- stólsmenn leituðu til hans, hafði ráðgert ársfrí en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hann er væntan- legur til landsins í vikunni. /ÓAB Jou Costa. MYND: AF NETINU Uppaldir Tindastólsmenn taka við liðinu Stefán Arnar og Haukur Skúla þjálfa meistaraflokk Tindastóls í knattspyrnu Skagfirðingarnir Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason eru teknir við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Tindastóli. Báðir eru þeir uppaldir Tindastólsmenn en Haukur hefur spilað með liðinu frá 1999 – 2007 og Stefán frá 2002 – 2010, auk þess sem þeir hafa fengist við þjálfun yngri flokka síðustu ár. Feykir heyrði í þjálfurunum. Þegar félagarnir eru spurðir hvernig nýja starfið leggist í þá segjast þeir vera fullir tilhlökkunar. „Mikill spenn- ingur og tilhlökkun hjá okkur báðum og sérstaklega í ljósi þess að við erum báðir miklir Tindastólsmenn og uppaldir hér,“ segir Haukur. Hann segir æfingarnar byrjaðar af fullum krafti. „Strákarnir verða í Crossfit þjálfun hjá Ernu Kristjánsdóttur og Sunnu Björk Atladóttur. Síðan í fót- bolta inni í Íþróttahúsinu og á sparkvellinum.“ Talið berst að aðstöðu til knattspyrnuiðkunar en Knatt- spyrnudeild Tindastóls hefur um nokkurt skeið kvartað undan aðstöðuleysi og barist fyrir bragarbót í þeim efnum. „Krakkar eru og hafa verið að flytja af svæðinu fyrr en ella, vegna þess að aðstaða hér til að stunda þeirra áhugamál við viðunandi að-stæður er ekki fyrir hendi. Þar sem Skaga- fjörður er fjölmennasta sveitar- félag landsins sem ekki er með vetraraðstöðu fyrir knatt- spyrnufólk viljum við hvetja þá áfram sem koma að málum að hér komi viðunnandi vetrar- aðstaða eins fljótt og auðið er. Meðan önnur sveitarfélög á landinu eru mörg hver að skipta um gervigras á sínum innan- húss eða utanhúss völlum í annað eða þriðja sinn þá bíðum við enn hér eftir aðgerðum í þessum málum,“ segir Stefán. Hvað mannskap varðar segjast þeir vonast til þess að flestir heimastrákarnir sem spiluðu með liðinu í fyrra taki slaginn með þeim í 3. deildinni næsta sumar. Enn sé óráðið hvort erlendir leikmenn verði fengnir til liðsins. „Það er óráðið enn sem komið er en ekki útilokað. Fer eftir því hvað margir heimamenn halda áfram og eru tilbúnir að æfa vel og taka næsta skref í að verða byrjunar-liðsleikmenn,“ svarar Haukur. Hann segir markmiðið vera að gera vel í deildinni, einnig að gefa þeim heimastrákum sem æfa vel og bæta sig í vetur og sumar tækifæri til að spreyta sig. „Við vonumst eftir því að sjá sem flesta á leikjum Tindastóls í sumar, bæði á karla- og kvenna- leikjum,“ segja þjálfararnir Stefán og Haukur að lokum. /BÞ Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason. MYND: TINDASTÓLL Ýmsir raforkumöguleikar fyrir hendi Reiknað er með að orka fyrir álver að Hafurstöðum komi meðal annas frá háhitasvæðum á Norðurlandi og minni vatns- aflsvirkjunum og hafa raforku- framleiðendur lýst yfir vilja til að vinna með Klöppum við orku- öflun fyrir verkefnið. Varpaði Ingvar upp eftirfarandi mögu- leikum á raforkukostum fyrir álverið, þar sem reiknað er með að virkjað verði til að koma í staðin fyir þá orku sem nú framleidd í Blönduvirkjun. Blönduvirkjun II 31 MW Þeistareykir – Krafla (3x45MW) 135 MW Aðrir raforkusalar 80-100 MW Orkuþörf álvers 206 MW Klappir og NFC stefna á að ljúka hagkvæmnisathugun (Bankable Feasibility Study) um leið og gengið verður frá raforkusamn- ingi fyrir álverið. Matsáætlun vegna umhverfismats er tilbúin til kynningar og unnið er að rannsóknum og gagnaöflun vegna umhverfismats. Heildar- fjárfesting fyrsta áfanga er áætluð 70 milljarðar íslenskra króna eða 562 milljónir dollara. Eigið fé er áætlað 21 milljarður en útflutningstekjur 39 milljarð- ar á ári. China Development Bank (CDB) fjármagnar 70% af heildarfjárfestingu og Sinosure Insurance veitir orkusala fram- kvæmda- og greiðslutryggingu. Loks kom fram í máli Ingvars að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra eru tilbúin til að hefja innviða- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þá hefur iðnaðar- ráðuneytið undirritað samning við öll sveitarfélögin á svæðinu, nema Akrahrepp, sem hefur ekki verið boðin þátttaka, um aðstoð við að koma á fót orkufrekum iðnaði á Norður- landri vestra. „Bygging álvers í Skagabyggð mun hafa varanleg jákvæð áhrif á þróun byggðar á Norðurlandi vestra,“ sagði Ingvar að lokum í erindi sínu á ársþingi SSNV. Áformað er að Chinese Development Bank (CDB) fjármagni 70% fram- kvæmdanna og Sinosure Insurance 10% (eigið fé og lánsfé) og Klappir ásamt kínverskum fjárfestingasjóði 20% í formi eigin fjár.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.