Feykir


Feykir - 12.11.2015, Qupperneq 7

Feykir - 12.11.2015, Qupperneq 7
43/2015 7 Rysjótt veðurfar Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir fyrir nóvember Þriðjudaginn 3. nóv. 2015 komu félagar í Veður- klúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 16 talsins, sem er óvenju góð mæting enda síðasta veður- spá gengið með endemum vel eftir og því engin ástæða til annars en að vera stoltur af þátttöku sinni í Veður- klúbbnum á Dalbæ. Fund- inum lauk kl. 14:25. Nýtt tungl kviknar 11. nóvember kl. 17:47 í suðvestri og er það miðvikudagstungl. Gert er ráð fyrir að veðurfar í nóvember verði rysjótt. Heldur verði mánuðurinn vindasam- ari en var í október, ekki mikil snjókoma, þó svo að smá ofankomu gæti annað slagið. Hitastig verður mjög vel við- unandi miðað við árstíma. Tilfinning fyrir mildum vetri er enn til staðar, en nánari upplýsingar um hvern mánuð fyrir sig verða gefnar síðar. Með góðri kveðju úr haustblíðunni, Veðurklúbburinn á Dalbæ Fjölsótt ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi Ingvi Hrannar og Margrét Björk stóðu fyrir vinnu- og menntabúðum á Sauðárkróki Vinnu- og menntabúðir um upplýsingatækni í skólastarfi fóru fram á Sauðárkróki dagana 6. og 7. nóvember. Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna var haldin hérlendis og tókst afar vel til að mati skipuleggjendanna Ingva Hrannars Ómarssonar, sérfræðings í skólaþróun og kennsluráðgjafi í upplýsinga- og tæknimálum í Svf. Skagafirði, og Margrétar Bjarkar Arnardóttur, náms- og starfsráðgjafa við Árskóla á Sauðárkróki. Ingvi Hrannar segir hugmyndina hafa kviknað á síðasta ári en mikil þörf hefur verið á um- ræðuvettvangi um upplýsinga- tækni í skólastarfi. „Það er svo mikil gróska í upplýsingatækn- inni og í skólastarfi, svo er upplýsingatækni eitt og upplýs- ingatækni í skólastarfi í raun allt annað. Það eru til fullt af tækjum og tólum en hvernig notum við þau í skólastarfi og hvernig nýtist það – það er stóra spurningin. Til hvers erum við að nota þetta og af hverju notum við þetta en ekki hitt?“ útskýrir Ingvi Hrannar. Hann segir að þessi umræða hafi að mestu farið fram í netheimum fram til þessa, til dæmis í umræðuhópum á Twitter, s.s. Menntaspjalli, og líka í ýmsum Facebook-hópum en það vantaði einhvern stað fyrir fólk til þess að koma saman og ræða þessi atriði. „Þá datt okkur í hug að halda þessa ráðstefnu og tengja þetta fólk sem hittist alltaf á skjánum, fólk sem þekkir bara Twitter mynd- irnar hjá hvort öðru,“ segir Ingvi Hrannar. Á ráðstefnuna komu oddarnir í skólaþróun á upplýs- ingatækni en Ingvi Hrannar segir færri hafa komist að en vildu, vegna skorts á gistirými á Sauðárkróki, 63 komu á ráð- stefnuna og 40 voru á biðlista. „Frábært að fá tíma til að kynnast öðrum sem eru með sömu áhugamál“ Á meðal dagskrárliða var skoðunarferð um Árskóla og farið í Fab lab í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þá var farið í vinnustofur þar sem rætt var um smáforritin; iBooks Author, Nearpod og GAFE - Google Apps For Education og haldnar voru menntabúðir þar sem þátttakendum var gefinn kostur á að velja sér umfjöllunarefni. „Við settum upp blöð með upplýsingum um hvaða stofur væru lausar. Hver sem var gat þá skrifað á miða hvað það var sem þau vildu segja eða ræða um; til dæmis var rætt um námstækni 21. aldarinnar, Office 365 og á einum stað Mystery skype, sem nýtist í tungumálakennslu og í samfélags- og landafræði. Þá tengir kennari bekkinn sinn við annan bekk annars staðar í heiminum. Nemendurnir spyrja ýmissa spurninga til að finna út hvar hinir eru staddir, t.d. er kalt hjá ykkur eða búa fleiri en milljón í landinu?“ útlistar Ingvi Hrannar um fjölbreytt við- fangsefni menntabúðanna. Að lokum var samantekt og mál- þinginu slitið. „Ráðstefnan tókst rosalega vel. Allt gekk upp sem lagt var upp með, bæði varðandi faglega hlutann og þann praktíska. Þátttakendur höfðu á orði að þetta væri vel skipulagt, góður matur og að frábært væri að fá tækifæri og tíma til að kynnast öðrum sem sömu áhugamál,“ segir Margrét. Það sem stendur uppúr í hennar huga er tengslanetið sem myndaðist og möguleikinn á að fara í dýptina með eitt ákveðið viðfangsefni. „Við undirbúning svona ráð- stefnu er að mörgu að hyggja og mikilvægt að þakka þeim sem tóku þátt í þessu með okkur. Bakaríið, Hard Wok og Drangey Restaurant sáu til þess að við fengum nóg að borða og Hótel Tindastóll og Gistiheimilið Mikligarður hugsuðu vel um gestina okkar. Síðast en ekki síst má þakka stjórnendum og starfsfólki Árskóla fyrir frábærar móttökur og velvilja í garð verkefnisins,“ segir Margrét og bætir við að ráðstefnugestir hafi haft sérstaklega orð á hvað það væri frábært að fá tækifæri til þess að fá að skoða skólann, hitta nemendur og starfsfólk og fá að sjá og heyra hvað er verið að gera í Árskóla. „Eins og staðan er í dag erum við farin að huga að UTís 2016. Það er von okkar að þetta verði árlegur viðburður í Skagafirði og sniðið með svip- uðum hætti og var um helgina,“ segir Margrét að lokum. Ingvi Hrannar og Margrét á ráðstefnunni. MYND: ÁLFHILDUR LEIFSDÓTTIR Góð mæting á ráðstefnuna. MYND: INGVI HRANNAR UMFJÖLLUN Berglind ÞorsteinsdóttirJákvæð rekstrarniðurstaða undanfarin þrjú ár Nes Listamiðstöð á Skagaströnd Stjórn Nes Listamiðstöðvar hefur einnig ákveðið að ráðast í stefnumótun fyrir listamiðstöðina. Njörður Sigurjónsson sérfræðingur frá Háskólanum í Bifröst hefur verið ráðinn til þess að stjórna þeirri vinnu, samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórninni. Markmið stefnumótunarinnar er í raun að greina núverandi hlutverk félagsins og marka því stefnu til komandi ára. „Nes Listamiðstöð hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur gengið í gegnum ýmislegt í rekstri sínum frá stofnun. Það er vissulega eðlilegt að ný starfsemi geti átt erfitt uppdráttar fyrstu árin og ákveðið gleðiefni að á síðustu tveimur árum hefur verið meiri stöðugleiki í rekstri lista- miðstöðvarinnar og ánægju- legt að segja frá því að undan- farin þrjú ár hefur hún skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Horfur eru einnig nokkuð góðar því allt komandi ár er að mestu fullbókað,“ segir Halldór Ólafsson formaður stjórnar, í tilkynningu frá listamiðstöðinni. „Í sumar var tekin nokkuð stór stefnumark- andi ákvörðun þegar stjórn félagsins samþykkti að kaupa efri hæð Fellsbrautar 2. Kaupin voru gerð til að hýsa þá lista- menn sem eru gestir Nes Listamiðstöðvar á hverjum tíma,“ segir Halldór. Ennfrem- ur segir að kaupin hafi verið fjármögnuð með eigin fé og lántöku í Landbankanum og að stjórnin telji að þessi ráðstöfun muni létta rekstur félagsins, m.a. í ljósi þess að sagt hefur verið upp leigu á þremur íbúðum sem áður voru notaðar í þessum tilgangi. Halldór, og aðrir stjórnarmeð- limir Nes listamiðstöðvar, vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem hafa beint og óbeint stutt við þetta óvenjulega verk- efni og þannig hjálpað til að gera það að frumkvöðlaverk- efni sem litið er til víða um land. „Hvar liggja tækifærin og hverjar eru ógnanirnar?“ Sem fyrr segir hefur verið ákveðið að ráðast í stefnu- mótun fyrir listamiðstöðina til að greina núverandi hlutverk félagsins og marka því stefnu til komandi ára. Nes Lista- miðstöð boðar til opins fundar í dag, 12. nóvember, á veitingastaðnum Borginni. Fundurinn hefst kl 18:00 og er áætlað að hann standi til 21:00 með hléi þar sem boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi. „Markmið fundarins er að gefa fólki úr nærsamfélagi listamiðstöðvar-innar tækifæri á að taka þátt í að marka félaginu stefnu til næstu 5-10 ára. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Hvar liggja tækifærin og hverjar eru ógnanirnar?“ segir í tilkynn- ingu. Fundinum stjórnar Njörður Sigurjónsson, dósent frá Háskólanum í Bifröst. „Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu verkefni,“ segir í tilkynningu frá stjórn Nes Listamiðstöðvar. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.