Feykir


Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 2

Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 2
2 11/2016 Síðastliðinn þriðjudag fékk ég boð í hóp á Facebook sem stofnaður hefur verið í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því ég og fleiri meðlimir þessa hóps bjuggum og störfuðum saman á hóteli í Bournemouth á Englandi og er verið að skipuleggja hitting í tilefni þessara tímamóta. „20 ár - getur það verið að það sé liðinn svona langur tími?!“ spurði ég sjálfa mig. Tilhugsunin fyllti mig strax af eftirvæntingu og spenningi að hitta aftur félagana, sem koma frá mörgum Evrópulöndum, einnig að rölta um götur Bournemouth á ný og rifja upp gamla tíma. Ótal minningar sóttu á mig og smátt og smátt rann upp fyrir mér að það sé kannski ekki svo fjarri lagi að tveir áratugir séu liðnir frá dvöl minni við suðurströnd Englands. Árinu sem mótaði mig á svo marga vegu enda var ég að má segja rétt skriðin úr grunnskóla þegar ég flutti út í sjálf-stæðisbaráttu minni, um 17 ára aldurinn. Margt hefur breyst á þessum áratugum en þetta var fyrir tíma almennrar farsímanotkunar og internetsins að nokkru ráði. Ég man þegar ég sat við fax-vélina og beið eftir bréfi frá vinkonu minni og svo auðvitað dásamlegu sendibréfunum sem komu með póstinum. Þá man ég hvað það var mikil bylting þegar tölva með Microsoft stýrikerfi var tekin í gagnið á hótelinu en ekki DOS! Ég man þegar ég horfði stolt á Pál Óskar hneyksla heiminn í Eurovision keppninni sem sýnd var í breska sjónvarpinu og ófáum ferðum á skemmtistaði þar sem lög eins og á „Come on Eyleen“ voru spiluð í gríð og erg í bland við Blur og Oasis. Þá minnist ég þess þegar ég, í sakleysi mínu, rölti eftir götunni sem hótelið mitt stóð við og var stöðvuð af lögreglumanni á einstaklega stórum hesti og spurði hvert erindið mitt væri. Þá var ráðstefna í bænum og John Major þáverandi forsætisráðherra gisti á nærliggjandi hóteli, lög- reglumenn voru á hverju götuhorni og breitt hafði verið yfir allar ruslafötur miðbæjarins. Á þeim tíma heyrðust annað slagið fregnir af hryðjuverkaárásum IRA og því allur vari hafður á, en sem betur fer var friðsamt í fallega bænum mínum. Í dag er hótelið okkar, Winter Gardens hotel, ekki lengur til en það var rifið fyrir nokkrum árum. Þar urðu til djúp vináttutengsl og verður gaman að endurnýja kynnin nú þegar við erum flest komin vel á fertugsaldurinn. Við áttum það flest sameiginlegt að vera þar á eigin vegum til að bæta ensku- kunnáttuna og að safna í reynslubankann. Þó það hafi á köflum tekið á að standa á eigin fótum þá kom ég heim reynslunni ríkari með fullan minningabanka, þrátt fyrir að ég hafi líka komið heim með skyrbjúg af næringarskorti, þá var það alveg þess virði. Áður en maður veit af eru áratugir liðnir hjá en þannig týnist tíminn, eins og segir í laginu. Berglind Þorsteinsdóttir, síung í hjarta Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Þegar John Major var forsætisráðherra Þakjárn og þakrennur endurnýjaðar Framkvæmdir við Félagsheimilið Bifröst Framkvæmdir standa yfir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Samkvæmt upplýsingum frá Sveitarfélaginu Skagafirði er verið er að endurnýja þakjárn og þakrennur, skipta út hluta borðaklæðn- ingar ásamt því að bæta einangrun á þakinu. Verktakinn er K-Tak ehf. /BÞ Gleðilega páska Breytingar á útgáfudegi frá 1. apríl nk. Þetta 11. tölublað Feykis er síðasta tölublað fyrir páska. Ekkert blað kemur út í páskavikunni. Feykir kemur því næst út fimmtudaginn 31. mars. Verður það jafnframt í síðasta skipti sem Feykir kemur út á fimmtudögum. Vegna breytinga á póst- dreifingu Íslandspósts mun blaðið frá og með apríl næstkomandi koma út á miðvikudögum. /KSE Iðnaðarmenn að störfum á þaki Bifrastar. MYND: BÞ Til samstarfs við Fjölnet Nýr Landspítali ohf. Nýr Landspítali ohf. og Fjölnet hafa gert með sér samning vegna reksturs tölvukerfa. Samkvæmt samningnum tekur Fjölnet að sér hýsingu og rekstur á miðlægum kerfum ásamt því að sjá um útstöðvar fyrirtækisins. Starfsmenn Nýs Landspítala fá einnig aðgang að þjónustuveri Fjölnets. Nýr Landspítali ohf. (NLSH) er opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að útboði loknu. Fjölnet er vaxandi tækni- fyrirtæki sem sérhæfir sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa Unnið er með gæða og öryggisvottunina ISO 27001. Fjölnet fagnar hinum nýja við- skiptavini. /Fréttatilkynning Frá vinstri á mynd: Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Fjölnet Reykjavík og Gunnar Svavarsson NLSH handsala samninginn. Fjólubláa liðið leiðir keppnina Þriðja mótið í Hún- vetnsku liðakeppninni Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts. Fanney Dögg og Brúney unnu sér inn rétt til að keppa í slaktaumatölti í Meistarar Meistaranna. Haffý og Kolgerður unnu sér inn rétt til þess að keppa í fimmgangi á Meistarar Meistaranna. Græna liðið sigraði kvöldið og náði þannig að rétta úr kútnum eftir að hafa vermt neðsta sætið síðustu skipti og skaut sér upp í annað sæti. Staðan í liðakeppninni eftir kvöldið er þannig að fjólubláa liðið er efst með 195,27 stig, þá græna liðið með 191,69 stig og appelsínugula liðið með 190,84 stig. Nánari úrslit frá kvöldinu er að finna á Feykir. is undir Hestar. /KSE Feykir.is Þú finnur þínar fréttir á vefnum þínum Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í síðustu viku var tekin fyrir umsókn um stöðuleyfi Landsvirkjunar fyrir tvær stöðvar til veðurfarslegra athugana til að meta möguleika á vindorkufram- leiðslu á Norðurandi vestra. Munu slíkar mælingar standa yfir í um eitt ár. Um er að ræða 60 metra há möstur og gert er ráð fyrir að önnur stöðin verði í landi Steinár 2-3 og hin á Auðkúluheiði. Umsóknin var lögð fram til kynningar á fundi sveitar- stjórnar Húnavatnshrepps sl. miðvikudag. Í henni kemur fram að markmiðið með stöðv- unum sé að mæla vindhraða og aðra veðurfarslega þætti. Ekki verði verulegt jarðrask af framkvæmdunum og þær verði að fullu afturkræfar. Skipulags- og byggingar- nefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt stöðuleyfi fyrir báðar mælistöðvarnar til eins árs. Leyfi fyrir uppsetningu veður- stöðvanna liggur fyrir frá landeigendum. /KSE Meta möguleika á vindorkuframleiðslu Landsvirkjun sækir um stöðuleyfi vegna veðurfarsmælinga Ritstjóri Feykis á sautjánda aldursári.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.