Feykir


Feykir - 17.03.2016, Page 3

Feykir - 17.03.2016, Page 3
11/2016 3 Árið er – tónleikasýning í Sæluviku á Sauðárkróki Spjallað við Sigurlaugu Vordísi og Áskel Heiðar um nýjan viðburð í Sæluviku Að sögn Sigurlaugar og Áskels Heiðars verður sýningin í anda hinna margverðlaunuðu „Árið er“ heimildaþátta í útvarpi og sjónvarpi þar sem áhorfendur fá að kynnast sögunum á bakvið lögin. „Þetta verður 20 laga tónleikasýning og verður kannski pínu eins og að vera staddur inni í sjónvarpsþætti með lifandi tónlist á sviðinu. Við erum mest að vinna með uppáhaldslögin okkar síðan við vorum ung, sum verð flutt óbreytt en önnur fá nýjan búning. Fyrst og fremst viljum við að fólk komi, syngi og dansi með lögunum sem þjóðin hefur lært að elska og gert að sínum,“ segir Áskell Heiðar. Sigurlaug tekur undir og segir hugmyndina bjóða upp á ótal skemmtilegar útfærslur. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt concept. Ég held að þetta verði flott show, það koma allir saman og eru í nostalgíunni og dansa svo af sér rassinn þegar showið er búið.“ Meðal þeirra sem stíga á svið eru Magni Ásgeirs, Sigríður Thorlacius en hún er röddin sem les kynningarnar í „Árið er…“ og því ómissandi hluti af heildinni. Svo segja þau ekki hægt að gera neitt nostalgíu- tengt nema að hafa Siggu Beinteins með. Þar að auki mun skagfirskt tónlistarfólk koma þar fram, verið er að negla það niður þessa dagana en þau segja af nógu að taka. Þegar þau eru spurð hvernig hugmyndin að viðburðinum kviknaði segir Áskell Heiðar hana sprottna frá Magnúsi Þór Jónssyni skólastjóra í Seljaskóla, og jafnframt gömlum skóla- bróður Áskels Heiðars. „Hann á þessa hugmynd að setja „Árið er…“ á svið og talar við þá Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaug Jónsson, mennina á bak við Edduverðlaunaþættina sem slegið hafa í gegn í útvarpi og sjónvarpi. Þeir taka vel í þetta og fara af stað með þessa hugmynd,“ segir hann um hvernig boltinn fór af stað fyrir u.þ.b. tveimur árum. Magnús og Ásgeir munu annast handrits- gerð og að setja saman video- klippur fyrir skemmtunina, Adam Smári Hermannsson sér um tæknimálin og sviðið og Magni Ásgeirsson er tónlistar- stjóri og verður með full- mannaða hljómsveit með sér. „Þá kom þessi hugmynd að vera með þetta í Sæluvikunni. Við ræddum við Adam Smára um að prófa svona Sæluviku- sýningu með honum, hann er með þessa umgjörð sem hann var með í fyrra, sem var rosalega flott. Svo þegar þessir miðaldra karlmenn voru komnir saman með þessa hugmynd í gang og vildu fara að gera þetta þá ákváðum við að kalla til Sillu,“ segir hann og brosir. Sigurlaug segist hafa tekið vel í það að taka að sér fram- kvæmdastjórn sýningarinnar enda segist hún sjálf eiga fjölmargar góðar minningar frá föstudagstónleikum í Sæluviku en þar söng hún fyrst í Dægur- lagakeppninni aðeins 14 ára gömul. Með þessum viðburði segist hún vonast til þess að þau geti eflt Sæluvikuna enn frekar og blásið auknu lífi í hana. Hún vonast til þess að fólk kjósi að taka Sæluvikuna fram yfir annað og skipuleggi sig í kringum hana, þá jafnvel að draga með sér gesti og fjöl- menna. „Það er frábært fyrir fólk sem býr ekki á Króknum eða í Skagafirði að geta komið á föstudagskvöldið í nostalgíu- partý. Svo er hægt að fara og sjá Karlakórinn Heimi á laugar- dagskvöldinu og svo á leik- sýningu á sunnudaginn. Þetta er Sæluvikuhelgin - menningar- helgi Skagfirðinga,“ segir Sigur- laug. Þau hvetja hópa til að mæta og hafa gaman saman og segjast þau opin fyrir því að gefa hópafslætti t.d. fyrir sauma- klúbba, vinnustaði, árganga og fleiri. Þó miðasala sé ekki formlega hafin þá er hægt að hafa samband við Sigurlaugu vegna þessa og sömuleiðis ef einhverjir vilja panta borð. Loks segjast þau gæla við þá hugmynd að bjóða krökkum á general-prufu fyrr um daginn þegar allt er klárt fyrir showið, líkt og tíðkaðist þegar Dægurlagakeppni var á sínum tíma. „Það er svo mikil stemning fyrir krakkana að fá að koma í rosa flottan sal og kynnast þessum gömlu lögum - lögunum sem mamma og pabbi vönguðu við á árum áður,“ segja þau glöð í bragði. Skjalasafn á Sauðárkróki Utanríkisráðuneytið óskar að ráða starfsmenn til skjalavörslu í starfsstöð skjalasafns sendiskrifstofa á Sauðárkróki. Helstu verkefni • Útprentun skjala í málaskrá sendiskrifstofa utanríkisþjónustunnar og frágangur til varðveislu • Pökkun skjala og skráning í geymsluskrá til afhendingar á Þjóðskjalasafn • Leit, skönnun og sending skjala úr eldri skjalasöfnum sendiskrifstofa fyrir starfsmenn utanríkisþjónustunnar • Frágangur, skönnun og skráning ljósmynda • Skráning erinda í málaskrár sendiskrifstofa. Kröfur til umsækjenda: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af almennum skrifstofustörfum, reynsla af skráningu skjala er kostur • Mjög gott vald á íslensku • Mjög góð kunnátta í ensku og kunnátta í Norðurlandamáli, kunnátta í frönsku og þýsku er kostur • Góð tölvukunnátta, kostur að hafa reynslu af notkun GoPro • Þjónustulund, samskiptalipurð, frumkvæði, færni til að vinna sjálfstætt og góð framkoma Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2016. Umsóknir skulu berast á netfangið umsokn@mfa.is, merkt „Skjalasafn 2016“. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veita Helga Hauksdóttir (helga.hauksdottir@utn.stjr.is) og Anna Ósk Kolbeinsdóttir (anna.osk.kolbeinsdottir@utn.stjr.is). Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara. Blaðamaður Feykis settist niður með Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar og Áskeli Heiðari Ásgeirssyni hjá Viðburðarríkt ehf. og fékk að heyra meira um Sæluvikuviðburðinn. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Aðalgötu 14, s: 455 5544 Verið velkomin! NÝTT-NÝTT Hamingjukortin eftir Sigríði Rut Nýja OMAGGIO línan frá Kahler er kominn - einnig vinsælu poppskálarnar Fallegu púðarnir frá Lagði eru frábær fermingagjöf -einnig sparibaukarnir frá Pomme-pidou -kortaveski og fleira. Fullt af nýjum páskablómum Opið á pálmasunnudag kl. 13-15

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.