Feykir


Feykir - 17.03.2016, Side 4

Feykir - 17.03.2016, Side 4
4 11/2016 Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Vikuna 6. – 12. mars var tæpum 60 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum 265 tonnum á Sauðárkróki og rúmum þremur tonnum á Hvammstanga. Engu var landað á Hofsósi. Alls gera þetta um 328 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 6.–12. mars á Norðurlandi vestra Málmey með 160 tonn að landi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU Dragnót 3.094 Alls á Hvammstanga 3.094 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 8.855 Blær HU 77 Landb. lína 537 Bogga í Vík HU 6 Landb. lína 1.429 Dagrún HU 121 Þorskanet 2.001 Húni HU 62 Þorskanet 932 Íslandsbersi HU 113 Landb.lína 6.499 Ólafur Magn. HU 54 Þorskanet 2.435 Sæfari HU 200 200 Landb. lína 4.314 Vestri BA 63 Rækjuvarpa 32.484 Alls á Skagaströnd 59.486 SAUÐÁRKRÓKUR Klakkur SK 5 Botnvarpa 86.926 Málmey SK 1 Botnvarpa 160.135 Már SK 90 Rauðmaganet 1.485 Nökkvi ÞH 27 Rækjuvarpa 16.269 Alls á Sauðárkróki 264.815 Vilja efla grasrótina Ársþing UMSS var haldið á sunnudaginn Ársþing UMSS var haldið á Sauðárkróki síðastliðinn sunnudag, 13. mars. Auk hefðbundinna þingstarfa og stjórnarkjörs fóru fram ýmsar umræður. Sylvía Magnúsdóttir á Hlíðarenda var kjörin formaður til árs í viðbót. Fyrir þingið áttu tólf félög aðild að sambandinu en þeim fækkaði í tíu, með því að nýsameinað hestamannafélag, Skagfirð- ingur var tekið inn í stað þriggja félaga sem fyrir voru; Svaða, Léttfeta og Stíganda. Sylvía sagði í samtali við Feyki á þriðjudaginn að margt væri spennandi að gerast í starfi UMSS. Meðal annars væri ákveðið að Landsmót UMFÍ 2018 yrði haldið á Sauðárkróki og inn í það kæmi Landsmót 50+. Hún segist leggja áherslu á að efla tengsl við grasrótina og leggur áherslu á að fólk hafi óhikað samband við sig, sím- leiðis eða gegnum netfangið sylvia@umss.is. „Eftir þetta fyrsta ár sem formaður sé ég ekki í hendi mér miklar breytingar en það eitt að hafa formannafundi aðildarfélag- anna tvisvar á ári getur opnað á ýmsar umræður um framtíðar- sýn,“ sagði Sylvía meðal annars. Ásamt Sylvíu, sem verið hefur formaður síðastliðið ár, voru kosnir áfram til árs stjórnarsetu í viðbót þeir Gunnar Þór Gestsson og Þorvaldur Gröndal. Nýjar inn í stjórn komu þær Þórunn Eyjólfsdóttir og Arnþrúður Heimisdóttir, sem báðar eru kjörnar til tveggja ára. Til vara voru kjörnir þeir Jón Dan, Gunnar Traustason og Sigurjón Þórðarson. Mun stjórnin skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. /KSE Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrara- brautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990, hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðar- meistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslu- stundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms. Námið sem um ræðir er 110 eining starfsnáms- braut og er meðalnámstími tvö ár, þrjár til fjórar annir, með vinnustaðasamningi. Bókleg kennsla fer fram í lotunámi í FNV og verkleg kennsla (40 einingar) fer fram hjá sláturhúsum og afurðastöðvum. Nemendur munu útskrifast sem slátrarar. „Það gekk mjög vel. Við byrjuðum á gæðakerfi sem tekur á innra eftirliti hjá matvælafyrir- tækjum,“ sagði Páll þegar hann var spurður hvernig námið fór af stað. Aðgangskröfur eru þær að nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa lokið grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi. Þá er starfsreynsla metin til styttingar á námi samkvæmt raunfærnimati í slátrun. Hluti nemendanna hóf nám sitt um helgina en aðrir byrja sitt nám síðar. Að sögn Páls nýttu margir starfandi kjötiðnaðar- menn tækifærið og fóru í raunfærnimat hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins víða um landið. „Sumir nemendurnir sleppa við einhverja áfanga enda búnir að taka þá í öðru námi eða eru vel kunnandi samkvæmt raunfærnimatinu. Einhverjir kjötiðnaðarmenn hafa það mikla reynslu í slátrun og geta því útskrifast fljótlega,“ sagði Páll að endingu. /BÞ Frekari upplýsinga beðið Sparkvellir á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra eru átta sparkvellir með gervigrasi en slíka velli er að finna á flestum þéttbýlisstöðum landsins. Fréttaflutningur af skaðsemi dekkjakurls sem notað er sem uppfyllingarefni í gervigrasið hafa vakið marga til umhugs- unar um hvernig við verði brugðist varðandi þessa sparkvelli. Feykir hafði því samband við sveitarstjóra í þeim sveitarfélögum þar sem vellirnir eru staðsettir og spurðist fyrir um áformuð viðbrögð vegna þessara mála. Í Húnaþingi vestra eru til að mynda tveir sparkvellir, stað- settir við Grunnskólann á Hvammstanga og Grunnskól- ann á Borðeyri. „Það liggur fyrir að skipta um gúmmíkurl á sparköllunum, leiði rannsókn í ljós að kurlið innihaldi skaðsöm efni, með tilliti til umhverfis- og heilsu, yfir hættumörkum,“ sagði Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, í samtali við Feyki. „Ekkert verður þó hafst við fyrr en yfirvöld gefa út leyfilegt efna- innihald þess efnis sem nota skal í stað dekkjakurls,“ sagði Guðný ennfremur. Á Skagaströnd er einn gervigrasvöllur. „Ákvörðun um endurnýjun efnis í honum hefur ekki verið tekin, enda liggur ekkert fyrir um raunveru- lega skaðsemi þess efnis sem á hann var sett eða hvað má yfirleitt nota í stað þess sem nú er,“ sagði Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, þegar Feykir hafði samband við hann. Í Húnavatnshreppi er spark- völlur staðsettur við Húnavalla- skóla og var skipt um gúmmí- kurl á þeim velli. „Ef rannsóknir leiða það í ljós að það nýja kurl innihaldi skaðsöm efni, m.t.t. umhverfis- og heilsu, yfir hættumörkum mun verða skipt aftur um gúmmíkurl á vell- inum,“ sagði Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri í Húna- vatnshreppi í svari við fyrir- spurn Feykis Í Blönduósbæ er einn spark- völlur, á skólalóð Blönduskóla. Umræða hefur verið í byggða- ráði Blönduósbæjar um að fjarlægja dekkjakurlið af spark- vellinum en frekari ráðstafanir eða tímasetningar ekki verið ákveðnar, að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra þar. Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru fjórir sparkvellir; á Hofs- ósi, Hólum, Sauðárkróki og í Varmahlíð. „Það liggur fyrir að skipta þarf um á völlunum leiði rannsókn í ljós að kurlið innihaldi skaðsöm efni og hvað eigi að nota í staðinn. Ekki hefur verið gefin út tímasett áætlun um hvernig staðið verði að því en verður gert um leið og meiri upplýsingar liggja fyrir,“ sagði Ásta Pálmadóttir sveitar- stjóri í samtali við Feyki. /KSE Ráðherra settist við flygilinn Karlakórinn Heimir söng við opnun ljósmyndasýningar í Hörpu Hátíðlega athöfn var í Hörpu á sunnudaginn, þegar opnuð var ljósmyndasýning Vesturfarasetursins á Hofsósi. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng við athöfnina og athygli vakta þegar Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra settist við flygilinn og lék undir með söng kórsins og Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu í laginu Ave Maria. Ljósmyndasýningin sem um ræðir, Þögul leiftur, er sett saman af sagn- og ættfræðingnum Nelson Gerrard og hefur verið uppi í Vesturfarasetrinu á Hofsósi í nokkur ár en var tekin niður og flutt suður til að setja upp í Hörpu í tilefni af 20 ára afmæli Vesturfarasetursins. Á sýningunni eru um 400 ljósmyndir af Íslendingum í Vesturheimi í kringum 1900. Við setningarathöfn sýning- arinnar, sem er á 3. hæð í norðurálmu Hörpu, söng Karlakórinn Heimir nokkur lög. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu og Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfaraset- ursins, fluttu ávörp og Illugi Gunnarsson opnaði sýninguna formlega. Áður en lokalag kórs- ins var flutt reyndist undir- leikarinn, Tómas Higgerson, horfinn á braut. Benti stjórnandi kórsins, Stefán Gíslason, þá á að Illugi kynni að spila á píanó. Eftir inngangstónana heyrð- ist svo kvennrödd utan úr sal og kom Þóra Einarsdóttir á svið og söng Ave María með kórnum. Segja má að þátttaka Heimis í athöfninni í Hörpu hafi verið nokkurs konar upphitun fyrir tónleika þeirra í Hörpu og söngferð til Vancouver í Kanada á næsta ári, þar sem Þóra og Kristinn Sigumundsson munu syngja með Heimismönnum. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.