Feykir


Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 7

Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 7
11/2016 7 síðan reknar suður með brekk- unum niður í Sauðármýrar. Á kvöldin komu þær sömu leið tilbaka og vitjuðu eigenda sinna. Þegar kýrnar voru flestar voru þær um og yfir 140 talsins þegar allt var talið. Margir áttu tvær til fjórar mjólkandi kýr og fólkið safnaðist saman að sækja sína gripi í góðum tíma. Það var mikil deigla við Árbæinn er mönnum, hestum og kúm ægði saman er halla tók degi. Binni og Emma voru staðarhaldarar þessa marg- slungna mannlífs. Oft stóð Emma á tröppunum eins og forseti Alþingis og lá ekki á liði sínu í umræðunum sem endaði oftar en ekki í sólskinsbrosi og dillandi smitandi hlátri. Kjölfestufólk í samfélaginu á Króknum Binni og Emma voru dæmigert sveitafólk sem flutti á Krókinn fyrri hluta síðustu aldar. Þau komu sér upp bústofni, voru með tvær til þrjár mjólkandi kýr og naut. Tuttugu til þrjátíu ær. Hænurnar voru í kjallaranum undir húsinu sem grafinn hafði verið út af Binna og Sveini syni hans í kringum 1940. Heyjað var fram á túnum sunnan og neðan Sauðárbæjarins. Þá var verið á engjum í Víkur- og Glæsi- bæjarlandi og fengnar slægjur í landi Skarðs. Kartöflugarðurinn sunnan Árbæjar var gríðarstór. Sjálfsþurftarbúskapurinn í há- vegum. Heimilinu séð fyrir öllum nauðþurftum. Svo var gengið í alla þá vinnu sem var að fá, skipavinnu, sláturhús og allt sem til féll er tengdist Bún- aðarfélaginu. Lengi sá Binni um rekstur Sýsluhestshússins og allt er viðkom því að koma kúnum í haga. Svona komst fólk af, nánast aldrei farið af bæ en nægjusemin allsráðandi en þó lifandi sam- félag. Skrásetjari varð heimagangur í Árbænum hjá Binna og Emmu tveggja ára gamall fram á fullorðins ár, ómetanlegur sjóður lífsreynslu sem safnaðist í á þeim árum. Binni og Emma voru kjölfestufólk í samfélaginu á Króknum. Voru í framvarðasveit þeirra er vildu jöfnuð og framfarir fyrir nýjar kynslóðir. Myndin af ullarþvottinum ber með sér reynslu genginna kynslóða sem Binni og Emma voru svo rík af. Þau hjónin voru alla tíð í lifandi sambandi við grænar grundir, slegin tún, búsmala, allt lifandi og kvikt. Þetta var þeirra líf í gleði og sorgum. Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum Þrjár ferðaþjónustukonur í Lýdó sameina krafta sína Þrjár konur, sem starfa við búskap og ferðaþjónustu í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, hafa ákveðið að sameina krafta sína og efla afþreyingarmöguleika á svæðinu með því að bjóða ferðamönnum heim á býli, en verkefnið heitir einmitt Boðið á býli. Þetta eru þær Eydís Magnúsdóttir í Sölvanesi, Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum og Sigrún Helga Indriðadóttir á Stórhóli. Á dögunum opnuðu þær fésbókarsíðu verkefnisins The Icelandic Farm Animals, en áhersla verður lögð á að kynna húsdýrin á þessum þremur bæjum. Verkefnið fékk í fyrrasumar styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og hefur það verið í undirbúningi í vetur. „Hugmyndin á bak við þetta er að mynda heild, sameina krafta okkar og byggja upp meiri afþreyingu, sem nýtist okkur jafnt sem öðrum í ferðaþjónustu á svæðinu,“ segja þær stöllur. Hjá Eydísi í Sölvanesi er boðið upp á gistingu og heimilisveitingar undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Einnig eru gestir velkomnir í fjárhúsin til að fá fræðslu og spjall um sauðfjárbúskapinn og landbúnað almennt. Á staðnum eru líka hross, endur, hænur og fleiri húsdýr. Evelyn á Lýtingsstöðum býr með hross og þar hefur um langt skeið verið ferðaþjónusta, hestaferðir og gisting. Síðastliðið sumar var byggt þar torfhesthús í gömlum stíl, sem er partur af sýningunum Horses & Heritage. Þar býðst gestum að kynnast íslenska hestinum og sérstakri sögu hans, ásamt því að skoða torfhesthúsið og munina sem í því eru. Torfhesthúsið mun vera það eina sinnar tegundar á landinu. Ratleikur í sumar Sigrún Helga býr á Stórhól með sauðfé, íslenskar landnámsgeitur, hross, íslenskar landnámshænur, endur og fleiri dýr sem hún býður gestum að kynnast. Á Stórhól er einnig opin vinnustofa Rúnalist Gallerí þar sem unnið er úr hráefnum frá býlinu, svo sem smálambaskinni, lambsleðri, geitastökum, ull, hornum og fleiru. Rúnalist Gallerí hefur að bjóða fjölbreytt handverk, minjagripi, gjafavöru, lambakjöt, kiðlingakjöt, andaregg og hænuegg, frá fyrstu hendi „Beint frá býli“. Þar eru einnig í boði námskeið fyrir litla hópa, og léttur fróðleikur um íslensku ullina. „Núna erum við á fullu að vinna að markaðssetningu, útgáfu á sameiginlegu kynningarefni, skiltagerð og fleiru. Við erum líka að hanna ratleik sem prufukeyrður verður einhvern góðviðrisdag í sumar, það verður auglýst síðar, svo erum við að undirbúa fyrir sumarið og hnýta lausa enda til að geta lokið verkefninu,“ sögðu þær stöllur að lokum. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Eydís, Sigrún og Evelyn eldhressar með styrkveitingu sem þær hlutu úr Uppbyggingarsjóði SSNV í júní í fyrra. MYND: LAUFEY SKÚLADÓTTIR

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.