Feykir


Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 9

Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 9
11/2016 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrst er til að taka að í einni af vísum Árna Björns frá Kringlu sem birtist í síðasta þætti misritaðist orð. Á fyrri hluti hennar að vera þannig. Ýmsir njóta aðrir þrá örlög hóta og bjóða. Kemur þá fyrsta vísan að þessu sinni. Höfundur er Jón M. Pétursson frá Hafnardal. Hefur hann trúlega verið farinn að sjá glitta í blessað vorið er hann orti svo. Óðum þynnist fannafeldur funi logar í klettahlóðum. Kveður daginn, aftaneldur yst við brún á norðurslóðum. Kannski hefur Lárus Salómonsson í Kópavogi verið staddur í sjálfu vorinu er hann orti þessa hringhendu. Laufið springur, landið grær lífið yngist hraðan. Frelsi syngur fjallablær, flýgur hingað – þaðan. Önnur hringhenda kemur hér eftir Lárus. Loftið blátt og heiðið hátt hugans mátt vill draga, lífs í sátt að ljóssins átt langra nátta og daga. Einhvern tímann lét Helgi Sæm. sem ég held að hafi verið ættaður úr Flóanum, þau orð falla að hann vissi ekki til að Þingeyingar væru fyndnir nema þá helst Egill Jónasson. Af því tilefni orti Egill. Stakk mig vofá heiðurshnýfli, hnúka sú er fjandi slæm, Nýja mynd af Flóa-Fífli finnur í mér Helgi Sæm. Hálfdán Bjarnason frá Bjarghúsum mun einhverju sinni hafa ort svo laglega hring- hendu. Oft er vökult auga um nótt og á hrökum vörnin. Mínar stökur fæðast fljótt framhjátöku börnin. Önnur góð hringhenda kemur hér eftir Hálfdán. Oft er dreymin innsta þrá af því gleymist skuggi. Stakan sveimar ofan á andans heimabruggi. Freistandi að birta enn eina hringhenda vetrarvísu eftir Hálfdán. Lofts í höllum geislar gljá glitrar trölla skalli. Táhrein mjöllin tindrar á túnum, völlum, fjalli. Einhverju sinni er Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi var spurður um vísu varð þessi til. Ei mér fæðist óður nýr eins og stundum forðum, Vísnaþáttur 660 allar mínar ær og kýranda halda í skorðum. Ingibjörg Sigfúsdóttir mun vera höfundur að þessari hringhendu. Kæti hrakar, stirðnar stef, stormablak ei hræðist. Raun er að vaka alein ef engin staka fæðist. Trúlega hafa vetrarskuggar verið á sveimi þegar næsta hringhenda varð til. Höfundur Jón Jónsson, áður bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Rökkurs undir rósavef rétt á fundi skotið. Ég hjá sprundum oft þá hef unaðsstunda notið. Mikið vetrarleg er þessi magnaða sléttu- bandavísa Jóns, sem einnig er hringhent. Mjallaskelli fræin fá fjalla svella hlíðar. Skalla velli góa grá gallar hrella tíðar. Í framhaldi af ágætri vísu Ingibjargar Sigfúsdóttur húsfreyju a Refsstöðum í Víðidal, sem birtist hér fyrr í þættinum, rifjast allt í einu upp tvær vísur í viðbót sem ég held endilega að séu eftir hana. Illa kynning fæli frá forðast hinni að gleyma. Fögur minning ætíð á í eilífðinni heima. Þá, sem skinið skærast fá skaltu úr geislum þínum. Glóey velja og gefa þá gamla dalnum mínum. Það er Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sem yrkir svo laglegar hringhendur á góunni. Grið ei veitir Góa hvít. Guggnar teita hjörðin. Norðri þeytir skara og skít skefur og reitir börðin. Heyrast sköll í hörðum snjá hvergi í völlinn skarðar. Drottinn mjöllu mokar frá mána höll til jarðar. Einhverju sinni er Hinrik vann við að dytta að bát sínum kom til hans maður sem hélt á svörtum plastpoka sem hann sagði að í væri full flaska af víni. Bauð hann Hinrik að taka góðan teig úr flöskunni ef hann gæti gert vísu þá á stundinni. Ekki vildi Hinrik missa af svo góðri hressingu og lét komumann heyra eftirfarandi vísu. Hérna flaska birtist björt búin dökku líni. Kápan eins og syndin svört sjálf er hún full af víni. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Ég heiti Bergmann Guðmundsson, borinn og barnfæddur Vopnfirðingur og er grunnskólakennari í Árskóla. Ég er svokallað AKP, sem útleggst á austfirsku sem aðkomupakk. Ég flutti ásamt fjölskyldunni hingað á Krókinn fyrir um átta árum síðan og kom margt mér spánskt fyrir sjónir þegar við fjölskyldan byrjuðum að laga okkur að nýjum siðum á nýjum stað. Það fyrsta sem kom á óvart voru helgistundirnar á fimmtudagsmorgnum þegar Sjónhornið kom. Aldrei hef ég verið á vinnustað þar sem þögnin ein ríkir bróðurpartinn af kaffitímanum einu sinni í viku og færi ég útgefendum miklar þakkir fyrir. Að ná að lækka háværan klið kennslukvenna niður í létt lækjarhjal er ekki á hvers manns færi. Hins vegar er margt í blaðinu ákaflega sérstakt fyrir aðkomumanninn. Ég man alltaf eftir auglýsingu sem ég sá á fyrsta árinu mínu hérna sem hljómaði einhvern veginn svona: „Fundurinn verður haldinn á sama stað og síðast og á sama tíma.“ Ekki mikið mál að lesa í þetta fyrir AKP fólkið. Svo var það að fara eftir leiðbeiningum heimamanna innanhúss. Ekki er hægt að segja manni að fara til hægri eða vinstri, nei það er of einfalt. Áttirnar skulu það vera heillin, en helst bara innanhúss. Utandyra kveður við annan tón, þá taka heimamenn upp eitt það óskiljanlegasta kerfi leiðbeininga sem fundið hefur verið upp síðan að land byggðist. Gleymi ég því ekki þegar ég var að spyrja eftir samstarfsmanni mínum og mér tilkynnt að hann hefði farið yfir um og væri þar af leiðandi fyrir handan. Áður en ég gat farið að íhuga hvort ég ætti að senda samúðarskeyti á fjölskylduna þá var mér bjargað úr klípunni þegar einhver sagði að hann væri á Hofsósi. Hvernig nokkur maður hefur getað ratað og sagt til vegar í firðinum get ég engan veginn skilið. En hér er dásamlegt að búa og get ég með sanni sagt að hvergi hefur mér liðið jafnvel og hér síðan ég var barn. En hvað er málið með ruslaföturnar í bænum? Var sett einhver tilskipun hér áður fyrr sem kveður á um að það megi ekki vera fleiri heldur en fimm tunnur fyrir almenning til að henda rusli í? Ég er í Hlíðahverfinu og ég hef fundið eina tunnu þar sem er fyrir utan Hlíðarkaup. Eru kannski fleiri tunnur í bænum á vel földum stöðum svo AKP fólkið finni þær ekki? - - - - - Ég skora svo á samkennara minn Guðjón Örn Jóhannsson að koma með næsta pistil. Bergmann Guðmundsson á Sauðárkróki skrifar Að ríma mann í ruglinu ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Sæþór Pétur verður persóna í bók Dregið út í Lestrarátaki Ævars vísindamanns Lestrarátak Ævars vísindamann stóð frá 1. janúar til 1. mars en samkvæmt talningu á innsendum lestrarmiðum voru lesnar 54 þúsund bækur í átakinu. Þetta kom fram þegar dregið var úr lestrar- átakspottinum sl. mánudag. Nemendur úr Árskóla Sauðár- króki, Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla og Hríseyjarskóla voru dregin úr pottinum og þau verða gerð að persónum í bók eftir Ævar sem kemur út í apríl. Samkvæmt heimasíðu Árskóla var það Sæþór Pétur Hjaltason í 3. bekk sem var dreginn út og verður gerður að persónu í stórhættulegri ævintýra- bók, Bernskubrek Ævars vísinda- manns: Vélmennaárásin, sem kemur út í apríl. Allir krakkar í 1.-7. bekk taka þátt í lestrarátakinu og stærsti hluti grunnskóla landsins sendi inn lestrarmiða, auk Gladsaxeskóli í Danmörku, þar sem íslenskir krakkar stunda nám. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.