Feykir


Feykir - 31.03.2016, Qupperneq 2

Feykir - 31.03.2016, Qupperneq 2
2 12/2016 Undanfarna daga og vikur hefur ég upplifað mig eilítið afskipta fyrir þær sakir að enginn hefur komið að máli við mig varðandi forsetaframboð, hvað þá heldur stofnað fésbókarsíðu mér til hvatningar. Ég hef því losnað algjörlega við þá kvöð á liggja undir feldi og hugsa málið, sem er svo sem gott þar sem ég er frekar heitfeng manneskja. Hins vegar var ég farin að upplifa þessar aðstæður mínar sem ákveðið einelti, í besti falli útilokun, þar sem þorri þjóðarinnar virðist annað hvort vera á leið í framboð eða í það minnsta að íhuga framboð. Raunar veit maður afskaplega lítið um þetta fólk, sem eflaust hefur allt nokkuð til síns ágætis. Sem er kannski eðlileg óvissa meðan maður hefur raunar enga yfirsýn yfir það hverjir eru í framboði og hverjir ekki. Það styttist í kosningar og tímabært að fara að lesa sig til, svo maður geti nú gert upp hug sinn þegar þar að kemur. Ég sé raunar fram á að fyllast valkvíða, ég sem á erfitt með að panta mér mat af matseðli, og sé fram á að valmöguleikarnir í forsetakosning- unum verði síst færri en á meðal veitingahúsi. Óneitanlega veltir maður fyrir sér hvað allt þetta fólk sé að vilja upp á dekk. Þarf ekkert nema óbilandi sjálfstraust til að fara í framboð? Eða jafnvel bara smá húmor? Að vísu dálítið dýrt spaug, og við hin borgum brúsann. Erum við ekki svolítið að gjaldfella embættið með þessum leik? Og er það bara allt í lagi að einhver geti verið rétt kjörinn forseti lýðveldisins með 10-15% atkvæða? Þarf kannski að endurskoða lög um em- bættið? Spyr sú sem ekki veit og kannski er þetta bara öfundsýki yfir því að vera ein fárra sem ekki eru til kallaðir. Að vísu gegndi ég forsetaembætti fyrir rúmlega 20 árum, bara ekki sem forseti lýðveldisins heldur sem forseti NFNV. Var það líklega lærdómsríkara en nokkurt nám sem ég hef stundað fyrr og síðar, þó þegnarnir væru um 500 en ekki 330.000. Ég var að vísu ein í kjöri, ef ég man framboðsslaginn rétt! Líklega hefur þetta embætti, sem ég lét af ári síðar, því minna vægi á ferilskránni en hefði ég farið í það framboð sem nú er í tísku. Kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að svo margir sækjast eftir umræddum stól, það lítur vel út á ferilskránni að hafa farið í framboð. Hver stólinn hreppir fyrir rest verður spennandi að sjá og í öllu falli ættum við sem ekki tökum þátt í þessum slag að geta fengið út úr þessu spennandi kosningasjónvarp. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Hinn eftirsótti forsetastóll Samið við K-Tak ehf. um framkvæmdir Nýr vatnstankur á Gránumóum Fimmtudaginn 17. mars sl. voru opnuð tilboð í nýjan vatnstank og viðbyggingu við lokahús á Gránumóum á Sauðárkróki. Samkvæmt fundargerð Veitunefndar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar bárust tvö tilboð í verkið. Tilboðin voru svohljóð- andi: Friðrik Jónsson ehf. kr. 53.027.199.- K-Tak ehf. kr. 47.409.345.- Kostnaðaráætlun, Stoð ehf. 50.928.950.- „Veitunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, K-Tak ehf.,“ segir loks í fundargerð. /BÞ Nýju ræsi komið fyrir Vegur 75 í Hegranesi Vegur númer 75 í Hegranesi í Skagafirði var lokaður þann 17. mars þegar ræsi ryðgaði í sundur og koma þurfti fyrir nýju í stað hins gamla. Viðgerð starfsmanna Vegagerðarinnar stóð frá kl. 10 um morguninn til kl. 19 um kvöldið. „Við lentum í því í leysingunum um daginn að það ryðgaði í sundur ræsið þarna sem var orðið yfir 20 ára gamalt. Við urðum að rífa allt í sundur, skipta um og setja nýtt,“ sagði Víglundur Rúnar Pétursson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Að sögn Rúnars brast stífla í vatninu fyrir ofan Utanverðunes sem olli töfum á verkinu. Mun meira rennsli var á læknum en vanalega og varð það til þess að það fór að skola frá hólknum sem var sundurryðgaður og illa farinn. Enn á eftir að leggja bundið slitlag yfir veginn en til þess þarf Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum. MYND: EINAR GÍSLASON Áróra var Mjallhvít Leiðrétting Í umfjöllun um Mjallhvíti, leikrit 10. bekkjar Árskóla, síðasta Feyki kom fram að það hafi verið Brynja Sif Harðardóttir sem fór með hlutverk Mjallhvítar, en hið rétta er að Árórar Árna- dóttir fór með hlutverk Mjallhvítar. Beðist er velvirðingar á þessu. /BÞ Feykir.is Þú finnur þínar fréttir á vefnum þínum Tekin hefur verið í notkun ný deild við leikskólann Birkilund. Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að deildin hafi hlotið nafnið Reyniland og er staðsett þar sem áður var pósthús í Varmahlíð. Í dag eru átta börn á Reynilandi ásamt starfsfólki. Í október síðastliðnum ákváðu Akrahreppur og Sveitar- félagið Skagafjörður að bregðast við brýnum vanda foreldra ungra barna í Varmahlíð vegna dagvistunarmála. Þá varð ljóst að dagforeldri sem starfað hafði á svæðinu myndi láta af störfum. Hin nýja deild var opnuð þann 17. mars og komu fulltrúar úr stjórn foreldrafélags Birkilundar og færðu leik- skólanum gjafir. Þá var haldið opið hús af þessu tilefni þriðjudaginn 22. mars. Í frétt sveitarfélagsins kemur fram að verktakinn við framkvæmdirnar hafi verið Trésmiðjan Borg og liggur endanlegur kostnaður ekki fyrir. Kostnaðurinn mun skiptast á milli sveitarfélaganna á svæðinu. Framkvæmdum við lóð lýkur í vor með frágangi og uppsetningu á leiktækjum sem er verið að leita tilboða í. /BÞ Ný leikskóladeild tekin til notkunar í Varmahlíð Leikskólinn Birkilundur Útgáfudagar Feykis á mið- vikudögum Breytingar á útgáfudegi frá 1. apríl nk. Þetta er í síðasta sinn sem Feykir kemur út á fimmtudegi. Vegna breytinga á póst- dreifingu Íslandspósts mun blaðið frá og með 1. apríl koma út á miðvikudögum. /BÞ að vera hiti og þýtt. Þangað til verður malarstubbur yfir veginn ásamt tilheyrandi merkingum. Þegar hlýnar í veðri verða aðilar fengnir frá Reykjavík til þess að annast verkið. Eins þarf að setja bundið slitlag á veginn við Stafá í stað þess sem fauk af veginum í vetur. „Það gerist ýmislegt þegar það viðrar illa,“ sagði Rúnar að lokum. /BÞ Byggðarráð Sveitarfélagsins mun óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs frá 17. mars sl. „Í ljósi nýlegrar viljayfir- lýsingar Alþýðusambands Ís- lands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga á næstu fjórum árum, samþykkir byggðarráð að óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ á sama grundvelli til að bæta úr brýnum húsnæðisskorti í Sveitarfélaginu Skagafirði,“ segir í fundargerð. Loks segist Byggðarráð fagna þessu framtaki ASÍ og er sveitarstjóra falið að fylgja mál- inu eftir af hálfu ráðsins. /KSE Óska eftir samstarfi við ASÍ Skagafjörður vill bæta úr brýnum húsnæðisskorti Nýja leikskóladeildin er í gamla pósthúsinu í Varmahlíð. MYND: BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.