Feykir


Feykir - 31.03.2016, Qupperneq 9

Feykir - 31.03.2016, Qupperneq 9
12/2016 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Það mun hafa verið skáldið héðan frá Eiríksstöðum, Gísli Ólafsson, sem orti svo á sumardaginn fyrsta, vorið 1927. Hærra benda skýja-skil skreytir lendur vorið. Okkur sendir sólaryl sumarið endurborið. Ekki undrar mig að skáldum skyldi blöskra þegar misvitrir menn fóru að stæra sig af því að geta ort það sem þeir kölluðu Atómljóð. Vísna—glóðin fölna fer, flestir hljóðir stara. Atómljóðin eru hér orðin móðins vara. Metur þjóðin menntafróð mikla kvæðafenginn? Sitt úr hverju horni hljóð, en höfuðstafur enginn. Á efri árum mun Gísli hafa ort þessa. Brátt mun haldið hinsta skeið heims frá kalda-blaki. Gegnum aldir lýsið leið ljós að tjaldabaki. Það er Kristinn Bjarnason frá Ási í Vatnsdal sem er höfundur að næstu vísum. Munu þær ortar á efri árum æfi hans. Æska í fumi fram hjá mér frá sér numin gengur. Fyrir hruman öldung er ekkert sumar lengur. Ellin merkir brún og brá bilar tauga síminn. Ljóst er mér að líður hjá lífið, eins og tíminn. Mér í ból var þreyttum þrýst þar er skjól og friður. Ævi hjólið aðeins snýst, orkan mól sig niður. Þegar Kristinn fer að gæla við þá hugsun að blessað vor færi að nálgast verður þessi laglega hringhenda til. Veðrahljóðin gefa grið grennist móðug hríðin. Fer að bjóða betri hlið blessuð góða tíðin. Minnir að næsta vísa sé eftir hinn snjalla vísnasmið og bónda í Nesi í Aðaldal, Steingrím Baldvinsson. Hér við Laxár hörpuslátt harmi er létt að gleyma. Ég hef, finnst mér aldrei átt annars staðar heima. Sagt er að við andlát Steingríms hafi fundist á náttborði hans blað með eftirfarandi vísu. Fiskur er ég á færi í lífsins hyl fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörn mín dugar ekki til dauðinn missir aldrei fiska sína. Þá kemur vísa eftir sveitunga Steingríms, Indriða á Fjalli. Mun hún ort er eitthvað fór úrskeiðis á þeim bæ í samskiptum við nánasta Vísnaþáttur 661 samferðafólk.Allir hafa einhvern brest öllu fylgir galli, öllum getur yfirsést einnig þeim á Fjalli. Hallmundur Kristinsson frétti af gistinótt kunningja og orti. Brynjólfur bjó sig til rekkju í bólið með gamalli ekkju. Er frygðina fann fattaði hann talsverða tímaskekkju. Sá magnaði hagyrðingur og Skagfirðingur Pétur Stefánsson lætur ekki deigan síga í yrkingunum. Mikil snilld finnst mér þessi sléttubandavísa hans. Gleður bragur marga menn, magnar andans þróttinn. Kveður dagur okkur enn. Yfir hellist nóttin. Get ekki stillt mig um að birta hina útgáfu vísunnar, til að þið vísnavinir sjáið hversu góð hún er einnig þannig. Nóttin hellist yfir enn okkur dagur kveður. Þróttinn andans magnar menn marga bragur gleður. Nokkuð má vera ljóst að ilmur af vori hefur verið farinn að leika um vanga Bjarna Gíslasonar er hann orti svo. Allir hljóta, unga mey angurshót að finna. Við að njóta í vorsins þey vinarhóta þinna. Valdimar Benónýsson frá Kambshóli í Víðidal var eins og margir vita snjall hagyrðingur. Um skáldskap sinn yrkir hann svo. Ég hef fátt af listum lært -leiðir þrátt ei kunnar - stefjasláttu brandinn bært að boði náttúrunnar. Þegar möguleiki er á að vorið fari að nálgast yrkir Valdimar svo laglega hringhendu. Sólargangan hækkar hring hljómar fanga dalsins. Vorsins angar umbreyting undir vanga fjallsins. Önnur vorvísa kemur hér eftir Valdimar (sléttubönd) og er þá ljóst að áin er farin að ryðja sig og margt fleira að ske. Tekur hái þeyrinn þá þekjur snjáa blaka. Hrekur áin farveg frá flekum bláum klaka. Ein ágæt vísa í viðbót eftir Valdimar. Sólin hlær á himinboga hlýnar blær við árdagskinn. Allt, sem hrærist lífs af loga, lagið slær á strenginn sinn. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Ísland er land þitt og ávallt þú geymir Ísland í huga þér hvar sem þú ferð. Ísland er landið sem ungan þig dreymir. Ísland í vonanna birtu þú sérð. Þannig hefst ljóðið Ísland er land þitt eftir Margréti Jónsdóttur. Hér kristallast trúin og ástin á landið góða, land elds og ísa en engu að síður drauma og tækifæra. Við sem hér búum í dag vitum að tækifærin eru við hvert fótmál en okkur tekst misvel að nýta þau. Það þarf vissulega vilja, áræðni og kjark til að hrinda einhverju í framkvæmd sem e.t.v. hefur ekki verið reynt áður. Hins vegar er það trú þess er þetta ritar að á Íslandi eigi ekki að vera til atvinnuleysi. Við erum jú aðeins u.þ.b. 330.000 manns í þessu stóra landi þ.e.a.s. plássið á hvern einstakling er gríðarlegt miðað við það sem þekkist í hinum stóra heimi. Loftið er tært og vatnið er hreint og útsýnið endalaust. Náttúrufegurðin og fjölbreytnin í henni á engan sinn líka á jarðarkringlunni. Þessu veitum við innfæddir Íslendingar oft ekki athygli en hingað streymir fólk erlendis frá til að skoða það sem við sjáum ekki sjálf nema sem hversdagslega hluti. Svartsýni og neikvæðni litar tal okkar of mikið og við dæmum menn og málefni oft harkalega án þess að vita staðreyndir eða hvað liggur að baki. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum sagði Jesús. Það eru orð til íhugunar nú að lokinni upprisuhátíð hans, sem hvorki meira né minna en sigraði dauðann eftir skelfilegar andlegar og líkamlegar pyntingar sem enduðu með krossfestingu. Hann hefur eflaust haft ástæðu til að kvarta þar sem hann kvaldist á krossinum allan föstudaginn langa þar til lífið fjaraði út. Það var hins vegar ekki hans tilgangur hér á jörð að barma sér, heldur að finna til, taka allan sársaukann og bölið á sig fyrir allt mannkynið. Það er svo okkar að opna hjörtun fyrir honum, hleypa frelsinu inn og bölinu út og hætta þar með að bölva. Það fyrsta sem frelsaður einstaklingur tekur eftir er að hann hættir að bölva. Vandamál okkar þjóðar eru ekki stórbrotin í hinu alþjóðlega samhengi og stundum finnst manni að nóg sé að smella fingrum og þá sé málið leyst. Það hefur sýnt sig þegar við stöndum saman, hvort sem það er þjóðin öll eða þegar klára þarf mál í minni einingum, þá getum við það hæglega. Maður nokkur sagði fyrir skömmu að það væru ekki stórkostleg vandamál hjá þjóð sem helst væri að velta því fyrir sér hvort að karlalandsliðið í knattspyrnu kæmist á EM. Meira að segja það vandamál er leyst. Það er við hæfi að enda þennan texta á síðasta erindinu úr ljóðinu sem pistillinnn hófst á. Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma. Íslandi helgar þú krafta og starf. Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma íslenska tungu, hinn dýrasta arf. Ísland sé blessað um aldanna raðir, íslenska moldin er lífið þér gaf. Ísland sé falið þér eilífi faðir Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf. - - - - - Ég skora á Ragnar Gunnlaugsson á Hvammstanga að koma með næsta pistil. Gísli G. Magnússon, Staðarbakka II skrifar Ísland er land þitt ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.