Feykir


Feykir - 06.04.2016, Síða 4

Feykir - 06.04.2016, Síða 4
4 13/2016 Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Vikuna 20.–26. mars var 17 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum 750 kílóum á Hofsósi og rúmum 154 tonnum á Sauðárkróki. Engu var landað á Hvammstanga. Alls gera þetta rúm 170 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 20.–26. mars á Norðurlandi vestra Rúm 154 tonn að landi á Sauðárkróki SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 2.357 Bergur sterki HU 17 Landb. lína 1.530 Dagrún HU 121 Þorskanet 4.409 Garpur HU 58 Handfæri 667 Hafrún HU 12 Dragnót 2.481 Húni HU 62 Þorskanet 1.230 Ólafur Magn. HU 54 Þorskanet 3.300 Sæfari HU 200 200 Landb. lína 1.055 Alls á Skagaströnd 17.039 SAUÐÁRKRÓKUR Málmey SK 1 Botnvarpa 146.866 Már SK 90 Rauðmaganet 682 Nökkvi ÞH 27 Rækjuvarpa 6.882 Alls á Sauðárkróki 154.430 HOFSÓS Hafdís SI 131 Handfæri 747 Alls á Hofsósi 747 „Ég get alveg lyft þessum kassa“ Mamma mín er, meðal annars, sauðfjárbóndi og pabbi minn, ásamt ýmsu öðru, kjötiðnaðarmaður. Um aldamótin fór hann í ferð til Bretlands með öðrum sem unnu í sláturhús- inu heima. Eina sagan af þeirri för sem ég þekki er af breska bílstjóran- um þeirra. Hann missti nefnilega þolinmæðina á þeim í hundraðasta skiptið sem þeir létu hurðirnar lokast framan í konurnar í hópnum og gargaði á þá hvort mæður þeirra hefðu ekki kennt þeim neina mannasiði. Það er eiginlega þveröfugt við það sem ég reyndi að kenna pólsku karlkyns samstarfs- mönnum mínum. Ég reyndi að koma þeim í skilning um að þetta „dömurnar fyrst“ er örsjaldan notað hér á landi, þó það komi alveg fyrir. Það hafði ekki betri afleiðingar en svo að mér var einfaldlega ýtt í gegnum dyrnar til að ég færi áreiðanlega á undan. Það var reyndar lítið mál fyrir þá að ýta mér, því ég er óttaleg písl; rétt um 160 sm á hæð og einhver 50 kg. Þrátt fyrir að vera alin upp á sauðfjárbúi og við líkamlega vinnu alla ævi þá hefur það haft lítil áhrif á líkamsburði mína. Eina sem það gerði að verkum var að ég er afskaplega þver og þekki ekki eigin takmörk þegar kemur að því að lyfta þungum hlutum. Þannig er það líka oftast hér á landi, sérstaklega þegar ungt fólk á í hlut. Við erum æst áfram með hvatningarorðum (eða góðlátlegum ásökunum um aumingjaskap) þar til okkur tekst ætlunarverkið eða gefumst upp. Ég mætti því galvösk í Kjötafurðastöðina og kippti mér ekkert upp við að þurfa að lyfta kössum alla daga sem voru helmingur þyngdar minnar. Ef þeir voru orðnir 30 kg og ég þurfti að lyfta þeim í axlarhæð þá þurfti reyndar smá lagni og þeir máttu helst ekki vera of margir í röð, þá reddaðist þetta alveg. Svo komu karlmennirnir sem héldu að íslenskt kvenfólk væru lítil, viðkvæm blóm. Enginn þeirra samlandi minn, þeir íslensku stóðu yfirleitt glottandi til hliðar þar til ég gafst upp sjálf og viðurkenndi að líklega þyrfti ég aðstoð. Ónei, pólsku karlmennirnir leyfðu mér ekki svo mikið sem lyfta litla fingri, hvað þá keyra litla trillu með nokkrum kössum á! Ekki að ég sé neinn snillingur á trillurnar, en ég er alveg í meðal- lagi og hef ekki enn orðið valdur að slysi. Eftir um tvær vikur af þessu bað ég verkstjórann minn um leyfi til að slá á fingur næsta karlkyns samstarfsmanni sem ætlaði að rífa af mér kassa eða trillu. Eins og hefur komið fram er ég frekar hljóðlát, svona ofan á smæðina, svo ég lét mér nægja að hvæsa svolítið á þá. Það hafði takmörkuð áhrif, yfirleitt brostu þeir bara góðlátlega til mín og tóku svo kassann, hristandi höfuðin yfir þessari litlu, krúttlegu stúlkukind sem hélt hún gæti unnið líkamlega vinnu. Það hafði auðvitað bara þau áhrif að ég varð enn þrjóskari, þverari og ákveðnari í því að gera þetta sjálf. Besta augnablikið sem ég upplifði var svipurinn á strák á mínum aldri þegar ég hellti úr rúmlega 30 kg bakka sem þurfti að lyfta upp fyrir axlir. Ég gætti mín á því að hann væri kominn úr augsýn áður en ég bölvaði því hvað það hefði verið sársaukafullt. En málið í þessu öllu saman er að ég er ekki sammála breska bílstjóranum. Íslenskar mæður hafa verið mjög duglegar við að kenna sonum sínum mannasiði, bara aðra en þekkjast á megin- landi Evrópu. Þeir vita alveg að við erum ekki lítil, viðkvæm blóm sem þarf að vernda. Við værum löngu dáin út á þessu skeri ef svo væri. Við getum alveg beitt okkur við líkamlega vinnu og, hjálpi mér allir heilagir, jafnvel haldið hurðum opnum fyrir þá og hleypt þeim á undan! Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir AÐSENT GUÐLAUG GUÐMUNDA INGIBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR SKRIFAR Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir fæddist að Reykjarhóli í Fljótum 10. september 1946. Hún lést í Gautaborg 25. febrúar sl. Foreldrar hennar eru Alfreð Jónsson, f. 5. ágúst 1921, d. 22. mars 2011 og Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924, búsett á Sauðárkróki. Heiðrún var elst sex systkina en þau eru: Bryndís, f. 1947, Guðmundur, f. 1950, d. 1981, drengur andvana fæddur 1953, Jón f. 1959 og Hallgrímur Magnús f. 1966. Heiðrún giftist 27. maí 1966 Símoni Inga Gests-syni frá Steinaflötum við Siglufjörð. Börn þeirra eru: Alfreð Gestur, giftur Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, þau eiga þrjá syni og fjögur barnabörn. Friðfinna Lilja, f. 1967, í sambúð með Sigmundi Sigmundssyni, Friðfinna fjögur börn og eitt barnabarn og Sigmundur á þrjú börn og tvö barnabörn. Símon Helgi, f. 1968, giftur Hrafnhildi Hreinsdóttur, þau eiga þrjá syni og eitt barnabarn. Hilmar, f. 26.01.1974, unnusta hans er Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir. Hilmar á þrjá syni og Ólafía á tvo syni og eitt barnabarn. Heiðrún ólst upp í foreldrahúsum á Reykjarhóli en 14 ára hleypti hún heimdraganum og dvaldi um tíma á Selfossi, þar sem hún vann í Tryggvaskála og víðar. Átján ára hóf hún sambúð með Símoni, og árið 1970 settust þau að á kirkjujörðinni Barði í Vestur-Fljótum. Bjuggu þau þar allt til ársins 2008 er þau fluttu að Bæ á Höfðaströnd, þar sem Heiðrún var búsett til dánardags. Heiðrún vann í mötuneyti Sólgarðaskóla og mörg ár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Ketilási, þar til hún lét hún af störfum vegna veikinda árið 1997. Hún var virk í félagslífi í Fljótum, tók t.a.m. virkan þátt í uppsetningum á leikritum og var um árabil í stjórn Kvenfélagsins Framtíðarinnar. Útför Heiðrúnar fer fram frá Hofsóskirkju á morgun, föstudaginn 18. mars kl. 11:00. Það var að birta af fallegum degi í Skagafirði, þegar tengdapabbi bar okkur þau tíðindi að elsku tengdamamma hefði kvatt þá um nóttina. Raunar höfðum við verið vongóð um að það væri líka að birta til hjá Heiðrúnu, sem árum saman hafði glímt af baráttuþreki og æðruleysi við erfið veikindi. En það kemur ætíð að kveðjustund og nú hefur Heiðrún verið kölluð til annarra hlutverka hinu megin. Ég var sextán ára þegar ég kom í Fljótin í sumarvinnu á Ketilási og fékk að búa hjá Heiðrúnu og Símoni á Barði. Mér var tekið opnum örmum af fjölskyldunni allri, sem fáeinum árum síðar varð tengdafjöl- skyldan mín. Sumrin í Fljót- unum, þegar við unnum saman á Ketilás, eru afar dýrmæt í minningasjóðnum. Allt sem ég lærði af þessari skarpgreindu og duglegu konu, sem aldrei féll verk úr hendi og allt sem við brölluðum saman. Ég vildi vera komin aftur til þess tíma þegar stórfjölskyldan var samankomin í eldhúsinu á Barði, þar sem var endalaust pláss, góður mömmu- matur og endalaust hægt að hlæja að skemmtilegum sögum, því aldrei var húmorinn langt undan. Í minningunni var alltaf sólskin í Fljótum og mikið af góðu og skemmtilegu fólki, enda laðaði Heiðrún að sér slíkt fólk með umhyggju og ræktarsemi við vini og ættingja. Heimili hennar stóð öllum opið og þeir eru ófáir sem þar fengu að dvelja um lengri eða skemmri tíma. Það var alltaf nóg pláss í húsinu og enn meira pláss í hjartanu. Það var alltaf eins og að koma heim að koma að Barði. Ég minnist ferðarinnar okkar til Marmaris og ævintýranna þar. Ég mun muna Heiðrúnu með fallega brosið sem breiddist yfir andlit hennar þegar við fórum í siglingarnar þar úti, en að fara á sjó held ég að hafi verið með því skemmtilegasta sem hún gerði. Ég mun líka muna bjartsýnina og baráttuþrekið þegar við vorum saman í Gautaborg fyrir fjórum árum og síðustu dagana sem ég átti með henni þar í febrúar. Við ætluðum að hittast fljótt aftur og hún hlakkaði svo til koma heim og hitta stóru fjölskylduna sína, sem hún lifði og barðist fyrir og setti alltaf í fyrsta sæti. En að þessu sinni verða endurfundirnir við alla sem eru farnir og henni þótti vænt um. Margs er að minnast og margt er að þakka, og verður það aldrei að fullu upptalið. Ég votta öllum ástvinum Heiðrúnar mína dýpstu samúð og kveð með orðunum sem Heiðrún kvaddi okkur svo oft með, hvort sem var á tröppunum á Barði eða í ótal símtölum, ég hlakka til að sjá þig aftur. Kristín Sigurrós Einarsdóttir Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir fædd 10. september1946 – dáin 25. febrúar2016 M I N N I N G

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.