Feykir


Feykir - 06.04.2016, Qupperneq 7

Feykir - 06.04.2016, Qupperneq 7
13/2016 7 jafnframt að eitthvað af frænd- fólkinu vestra hafi heimsótt Víðidalstungu í seinni tíð og ættingjarnir séu eflaust fjöl- margir þar ytra. Hugurinn hefur aldrei stefnt suður Árið 1960 fór Óli til náms í Bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan 1962. „Ég varð mjög snemma ákveðinn í því að vera hér og taka við búskapnum, það var alltaf stefnan,“ segir hann og bætir við að faðir hans hafi verið ánægður með þann ráðahag. „Á þessum tíma fóru margir til Reykjavíkur en hugurinn hefur aldrei stefnt þangað og því minna eftir því sem árin hafa liðið.“ Foreldrar Óla bjuggu með blandaðan búskap í Víðidals- tungu. Þar voru lengi um tíu kýr í fjósi, eftir að mjólkursala hófst kringum 1950 og um 150 kindur, sem var algeng bústærð á þeim tíma. Sjálfur var Óli með kýrnar fram til ársins 1973, en hann tók formlega við búinu árið áður. „Ég var hér heimavanur, búin að vera mikið hérna og koma mér upp nokkrum bústofni og nokkrum árum áður var ég tekinn við endurnýjun á vélum og slíku,“ segir Óli. Foreldrar hans voru þá orðin nokkuð fullorðin en Hallfríður var fædd 1899 og féll frá árið 1974. Eiginkona Óla, Brynhildur Gísladóttir frá Lundi í Lundar- reykjadal í Borgarfirði, kom sem ráðskona í Víðidalstungu vorið 1977, ásamt dóttur sinni Ragn- heiði Jónsdóttur sem þá var fjögurra ára gömul. Ólst Ragn- heiður upp hjá þeim þar til hún fór í framhaldsskóla og flutti að heiman. Hún býr nú í Keflavík, ásamt eiginmanni sínum, Ragn- ari Sigurjónssyni frá Vestmanna- eyjum, og fjórum börnum. Hilda, eins og hún er jafnan kölluð, ílengdist svo í vistinni og giftu þau Óli sig 22. apríl 1978. Seinna sama ár eignuðust þau dótturina Hallfríði Ósk en yngsta dóttirin, Sigríður, er fædd 1982. Þær búa báðar í Víði- dalstungu, hafa lokið meistara- námi frá Bændaskólann á Hvanneyri og reka nú búið ásamt foreldrum sínum. Jafn- framt stunda þær vinnu á Hvammstanga, Sigríður sem ráðanautur og Hallfríður sem gæðastjóri í Sláturhúsi KVH. Áður hafði Hilda verið um tíma ráðskona á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu og at- vikaðist það reyndar þannig að hún var ekki fyrsta ráðskonan sem þaðan fór í Víðidalstungu. Óli gantast með það að Ólafur á Sveinsstöðum hafi sagt sér á sínum tíma að nú skyldi hann ekki sleppa ráðskonunni því hann fengi ekki fleiri ráðskonur frá sér. Enda hafi það verið sinn besti fengur þegar Hilda kom á bæinn. Óskar, faðir Óla, var farinn suður á Selfoss áður en Hilda kom í Víðidalstungu og var þar fáein misseri en kom aftur norður og buðu Óli og Hilda honum að vera hjá sér. Átti hann hjá þeim heimili þar til hann féll frá í febrúar 1988, á áttugasta og áttunda aldursári. Óli rifjar upp til gamans að hér áður fyrr hafi karlarnir í dalnum átt það til að hnakkrífast um pólitík, m.a. í sveitasímanum á meðan hann var notaður, en verið miklir vinir þrátt fyrir það. „Menn tókust gjarnan um Morgunblaðs- og Tímalygina, eftir atvikum, en vináttan risti miklu dýpra en það. Ég hef verið hér í Víðidalnum meðal góðra granna alla mína tíð,“ segir Óli og kveðst afar þakklátur fyrir að vera alinn upp í þessu samfélagi. „Hér er mitt fólk, hvort sem það er tengt mér ættarböndum eða ekki.“ Oddviti og varaþing- maður nokkur kjörtímabil Aðspurður segist Óli snemma hafi tekið að sér félagsstörf. „Fljótlega eftir að ég kom frá Hvanneyri byrjaði ég í ung- mennafélaginu, eins og margir á þeim tíma, og var gerður að formanni þar, þangað til ég taldi mig ekki hafa tíma til þess vegna búverkanna.“ Hann segir það svo hafa æxlast þannig að félagsstörfin hafi hlaðist að sér og þeim hafi hann sinnt fram yfir aldamótin síðustu. Óli gegndi meðal annars sveitarstjórnarstörfum um ára- bil, var oddviti fyrrum Þorkels- hólshrepps í tólf ár og sat svo eitt kjörtímabil í sveitarstjórn Húna- þings vestra eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 1998, auk þess að sitja í héraðsnefnd, sem var nokkurs konar arftaki sýslunefnda, meðan hún starfaði. „Þá hafði ég verið í hreppsnefnd eða sveitarstjórn hartnær 20 ár og var farið að langa að prófa að vera utan sveitarstjórnar. Ég sagði mínu fólki að ég ætlaði að hætta áður en mér fyndist ég vera ómissandi,“ segir hann. Auk sveitarstjórnarmálanna blandaði Óli sér í landpólitíkina í sínum tíma. „Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum þó það hafi ekki gengið svo langt að verða trúarbrögð,“ segir hann brosandi. Hann segir afskipti sín af landsmálapólitíkinni hafa hafist þegar hann var fenginn til að vera formaður Sjálfstæðis- félagsins í sýslunni. Þegar svo vantaði fulltrúa til að skipa fjórða sæti á lista tók hann það, ekki síst til að halda sætinu innan sýslunnar. Þannig lenti hann nokkrum sinnum inn á þingi sem varaþingmaður Eyjólfs Konráðs Jónssonar, á árunum 1976 og 1978 og síðast árið 1986. Óli segir varaþingmennskuna hafa verið lærdómsríka og það hafi verið ákveðin forréttindi að komast í snertingu við þessa vinnu og kynnast ýmsum skörungum sem sátu á þingi á þeim tíma. Hann hafi þó ekki hugsað beinlínis til þess að leggja þingmennskuna fyrir sig, enda ekki ákjósanlegt að vera langdvölum fjarri búskap og fjölskyldu. Eiginkonan hafi oft verið sem einstæð móðir heima með dæturnar meðan hann var fjarri heimilinu vegna félags- starfa. Óli sat einnig í stjórn Veiðifélags Víðidalsár, sem faðir hans átti þátt í að stofna árið 1934, en lét af stjórnarsetu í því félagi eftir 30 ára setu. Hann segir nú ekkert eftir af félagsmálavafstri nema stjórnarsetu í Félagi eldri borgara í Húnaþing vestra. Kom í síðustu torfbæina í sveitinni Í dag er 500 kinda bú í Víði- dalstungu, og eru fjárhús sem byggð voru af þeirri stærð á níunda áratugnum því fullnýtt. Allt fé var reyndar skorið niður vegna riðu árið 1991 og var eftir það fjárlaust í tvö ár. Riðutilfelli höfðu þó ekki komið upp í Víðidalstungu, en þar sem þau höfðu ítrekað komið upp á nærliggjandi bæjum var þess farið á leit að skorið yrði niður þar líka. Auk sauðfjár hafa reyndar verið nokkrir hestar á bænum gegnum tíðina. Sjálfur segist Óli ekki vera hestamaður en dæt- urnar séu mun áhugasamari um slíkt, auk þess sem móðir hans hafi haft óskaplega gaman hestum og faðir hans tamið hesta til notkunar við búskapinn. Hestar eru í öllu falli nauð- synlegir til smalamennsku í Víði- dalnum, enda afréttir víðlendir og lengstu göngur á svæðinu taka fimm daga. Sjálfur segist Óli hafa farið í sínar fyrstu göngur fermingarárið sitt, eins og þá var miðað við. „Fyrst þegar er ég fór að fara í göngur var bara einn skáli en annars verið í tjöldum,“ segir hann. Í því samhengi rifjast upp saga af því þegar tjöld fuku ofan af gangnamönnum við Bleikskvísl eitt árið. Var tjaldið fellt og legið undir dúknum til morguns. Tjaldið var síðan skilið eftir og skáli byggður á staðnum fyrir næstu göngur. Síðan voru smám saman byggðir skálar í hinum náttstöðunum og núna er eldaður þar matur fyrir gangna- menn. Óli segist muna eftir að hafa komið í síðustu torfbæina í Víðidalnum; í Dæli og Litluhlíð, og er minnisstætt hvað honum þóttu húsakynnin þar lítil. Hann man líka tímana tvenna hvað búskaparhætti varðar og upplifði það meðal annars að slá með hestasláttuvél. Kom það þannig til að dráttarvélin á bænum bilaði og meðan beðið var eftir varahlutum dró faðir hans fram hestasláttuvélina og bjargaði sér Hilda og Óli á 30 ára brúðkaupsafmæli sínu árið 2008. MYND: ÚR EINKASAFNI Óli lítur gjarnan í bók þegar tími gefst til. MYND: ÚR EINKASAFNI Síðasta hreppsnefnd Þorkelshólshrepps, vorið 1998. Frá vinstri: Elías Guðmunds- son á Stóru-Ásgeirsá, Ólafur, Sigrún Ólafsdóttir á Sólbakka, Ragnar Gunnlaugsson á Bakka og Steinbjörn Tryggvason í Galtanesi. MYND: ÚR EINKASAFNI Óli og Hallfríður með tófur sem þau veiddu heim við fjárhúsin á bænum. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.