Feykir


Feykir - 13.04.2016, Blaðsíða 1

Feykir - 13.04.2016, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is BLS. 4 BLS. 7 Sandra Dís Káradóttir frá Blönduósi stýrir áskorendapennanum Að eiga vini BLS.6 Bylgja skákiðkunar gekk yfir landið fyrir 60 árum Fjöltefli Friðriks Ólafssonar í Bifröst árið 1956 María Ösp og Jónas á Skagaströnd eru matgæðingar vikunnar Marokkóskur lambapottréttur 14 TBL 13. april 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Stórum áfanga í sögu Selaseturs Íslands var náð með undirritun samn- ings setursins við Hafrannsókna- stofnun þann 11. apríl 2016. Samningurinn hljóðar upp á 40 milljónir króna. Þar af eru 10 milljónir eingreiðsla stofnkostnaðar vegna tækjakaupa og standsetningar húsnæðis, en 30 milljónir renna til líffræðirannsókna á selastofninum við Íslandsstrendur. Að sögn Sigurðar Líndal, framkvæmda- stjóra Selasetursins, verða helstu rann- sóknarefnin í ár, og í framtíðinni, stofn- stærðarmælingar og talning á selastofninum. „Talið verður úr flugvél sem flýgur þrjá hringi yfir strandlengju landsins. Flogið verður í sumar en úrvinnsla gagna stendur fram eftir vetri,“ segir Sigurður. „Við höfum áður fengið samninga við ríkið um sértæk verkefni, eins og talningar, þó þær hafi ekki verið gerðar í nokkur ár núna undanfarið. Þessar stofnstærðarmælingar skipta miklu máli því þær eru undirstaða allra annarra rannsókna. Þessi ákveðni samningur er í raun hluti af því sem kom út úr störfum Norðvesturnefndarinnar svokölluðu og hefur því verið í undirbúningi síðan starfstími hennar hófst,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann segist þakklátur öllum þeim fjölmörgu sem að málinu hafa komið og lítur björtum augum til framtíðar sela- rannsókna á Íslandi. Jafnframt segir hann að vonir standi til að rannsóknastyrkurinn verði áframhaldandi. /KSE Stór áfangi í sögu Selaseturs S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! 40 milljóna króna samningur við Hafrannsóknarstofnun 35 ára Opnað á morgun Nýtt lúxushótel á Deplum í Fljótum Nýtt lúxushótel bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Exerience að Deplum í Fljótum verður opnað á morgun, 14. apríl. Þá mun fyrsti hópurinn koma til dvalar þar. Tugir iðnaðarmanna hafa verið að störfum á Deplum undanfarna mánuði. „Menn eru búnir að vinna dag og nótt og nú er allt að smella,“ sagði Friðleifur Egill Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Eleven Experience á Íslandi, í gær þegar Feykir hafði samband við hann. Friðleifur sagði jafnframt að vel væri bókað út vorið, en fyrsti hópurinn kemur sem fyrr segir á morgun. „Sumarið lítur líka nokkuð vel út,“ sagði Friðleifur, en yfir sumartímann er einkum lögð áhersla á veiði, auk þess sem ýmis afþreying og þægindi eru í boði á staðnum. Í húsinu eru þrettán herbergi. Á staðnum er einnig úti- sundlaug, heitir pottar og gufubað. Þá geta gestir Depla til að mynda að stunda þyrluskíðamennsku, hestaferðir, veiði, sjó- sund og hvalaskoðun. /KSE MYND: ÓAB Samningurinn undirritaður. Frá vinstri: Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við SÍ; Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands; Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafró; Sólmundur Már Jónsson, aðstoðarforstjóri - fjármál, hjá Hafró. MYND: GRETA CLOUGH

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.