Feykir


Feykir - 13.04.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 13.04.2016, Blaðsíða 7
14/2016 7 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að fá sér baunir, korn, blómkál, papriku, hvítkál og mjólk... Spakmæli vikunnar Ljóð er sannleikur í sparifötum. - Joseph Raux Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Krossgáta 1 tsk salt 2 dl hrein eða grísk jógúrt 2 tsk ólívuolía 3-4 dl volgt vatn hvítlaukssmjör og gróft salt eftir smekk Aðferð: Þurrefni eru hrærð saman í skál (hrærivél). Jógúrti, olíu og einum desilítra af vatni er blandað við og hrært áfram. Vatni bætt við þar til deigið helst saman án þess að það verði þó of blautt. Látið hrærivélina hnoða deigið í 2-3 mínútur. Skiptið deiginu svo í 6-8 jafnar kúlur og látið bíða undir hreinum klút þar til þið steikið brauðið. Hitið pönnu á hæsta hita, fletjið kúlurnar út í þunnar kökur og skellið á pönnuna. Gott er að fylgjast vel með á meðan brauðið er steikt og passa að það brenni ekki á heitri pönnunni. Snúið við og steikið hina hliðina. Gott er að pensla brauðið með hvít- laukssmjöri og strá grófu salti yfir á meðan það er enn heitt. Best að bera það fram strax, en einnig hægt að setja það á disk og hreinan klút yfir til að halda því heitu og mjúku. EFTIRRÉTTUR Súkkulaði-ávaxta- rjómi Birtu Bökuð súkkulaðikaka eftir smekk (t.d. brownie eða skúffukaka) rjómi, þeyttur jarðaberjagrautur ber að eigin vali og heit súkkulaðisósa Aðferð: Bakið súkkulaðiköku, tilvalið er að nýta afganga (ef ein- hvern tímann er afgangur af köku), notið skeið og skóflið henni í eldfast mót. Rjómi er þeyttur og jarða- berjagraut hrært varlega saman við hann (eftir smekk). Skellið rjóm- anum svo í mótið með kökunni og hrærið varlega en vel saman. Ber eru svo sett ofan á og gott er að hafa heita súkkulaðisósu með. Við skorum á Valtýr Sigurðsson og Ástrósu Elísdóttur að taka við keflinu og deila uppskriftum. Valtýr er eins og við vitum bestur í flest öllu (nema borðtennis) og er matseld þar engin undantekning. Verði ykkur að góðu! Marokkóskur lambapottréttur AÐALRÉTTUR Marokkóskur lambapottréttur og Nan-brauð fyrir 4–5 1,5 msk smjör og 1,5 msk ólívuolía blandað saman 2 laukar, skornir í litla bita 1-2 tsk túrmerik 1 tsk engifer 2 tsk kanill 1 kg lambakjöt (t.d. úrbeinað læri skorið í munnbita) 250 gr mjúkar steinlausar döðlur, skornar í litla bita 1 msk hunang salt og pipar hnetur og fersk steinselja eftir smekk Aðferð: Smjörið og olían er hitað saman í stórum potti. Laukurinn svo settur út í og brúnaður. Næst er túrmerik, engifer og kanil hrært saman við. Þegar þetta hefur blandast vel er kjötið sett í pottinn og allt hrært saman, svo er vatn sett í út í þannig að það fljóti aðeins yfir kjötið. Suðan er látin koma upp og þá er lækkað undir og látið malla í einn og hálfan klukkutíma. (Tilvalið að henda í Nan- deig á meðan rétturinn mallar). Hunanginu og döðlunum er þá bætt í pottinn eftir einn og hálfan tíma og allt látið malla í hálftíma í viðbót. Þá mælum við með því að pipra vel og salta eftir smekk, við notum piparinn óspart á okkar heimili og þolir þessi réttur vel af honum. (Tilvalið að steikja Nan- brauðið á meðan rétturinn klárar að malla). Það er mjög gott að rista nokkrar hnetur eða möndlur á pönnu og merja svo yfir réttinn þegar hann er kominn á diskinn og einnig smá ferska steinselju. Borið fram með Nan-brauði, góðu fersku salati og couscous. Ef þið viljið bæta smá sætu og sterku við þá er um að gera að hafa slettu af sterku mango chutney á disknum. MEÐLÆTI Nan-brauð 6-8 brauð 6 dl hveiti 2 tsk lyftiduft MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Matgæðingar vikunnar eru þau María Ösp Ómarsdóttir og Jónas Þorvaldsson á Skagaströnd. Þau ætla bjóða upp á girnilegar uppskriftir af Marokkóskum lambapottrétt og Nan-brauði í aðalrétt og svokallaðan Súkkulaði-ávaxta-rjóma Birtu í eftirrétt. María Ösp og Jónas matreiða Feykir spyr... Er veturinn búinn? Spurt á Facebook UMSJÓN berglind@feykir.is „Já, og sumarið framundan með öllum sínum dásemdum.“ Anna Lilja Pétursdóttir, Varmahlíð „Ekki á skíðasvæðinu, þar hef ég síðustu vikur átt nokkra frábæra daga ásamt fjölskyldunni og stefni á fleiri um næstu helgi. Annars má sumarið alveg koma.“ Indriði Þór Einarsson, Sauðárkróki „Veturinn sem varla kom, já hann er örugglega búinn, mér finnst fuglarnir vera að segja mér það.“ Magnea K. Guðmundsdóttir, Varmalæk Skagafirði „Ég er alltaf bjartsýnn og því er svarið mitt, að vorið sé komið!“ Róbert Daníel Jónsson, Blönduósi Hahaha... – Hvernig lauk svo rifrildinu á milli ykkar hjónanna? – Hún kom skríðandi til mín. – Og hvað sagði hún? – Komdu undan rúminu, bölvaður auminginn þinn! Vissurðu að... ... ef þú prumpar samfleytt í sex ár og níu mánuði þá verðurðu búinn að mynda jafn mikla orku og kjarnorkusprengja? ... helstu sex fæðutegundirnar sem láta þig prumpa eru baunir, korn, blómkál, paprika, hvítkál og mjólk? ... George Ford kenndi öryggisvörðum sínum um ef hann prumpaði? „Veðurguðirnir eru grallarar svo ég treysti því ekki alveg en vona nú samt að veturinn sé farinn í sumarfrí“ Rannveig A. Hjartardóttir, Stóru-Ásgeirsá V-Hún.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.