Feykir


Feykir - 19.10.2016, Síða 3

Feykir - 19.10.2016, Síða 3
39/2016 3 Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við Alþingiskosningar sem fram fara laugardaginn 29. október nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Höfðaborg Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslu- manni Norðurlands vestra á Sauðárkróki kl. 10:00-15:00 virka daga fram að kjördegi og kl. 16:00-18:00 á kjördag þann 29. október 2016 Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknáms- húsi FNV. Yfirkjörstjórn Auglýsing vegna kjörskrár Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Alþingiskosninganna 29. október 2016 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9,00 til 16,00 f.o.m. miðvikudeginum 19. október 2016 til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Innanríkisráðuneytisins: https://www.kosning.is/althingiskosningar-2016/kjorskra/ Sveitarstjóri Í sambúð með Árskóla Tónlistarskóli Skagafjarðar í nýtt húsnæði Tónlistarskóli Skagafjarðar á Sauðárkróki hefur nú verið fluttur í húsnæði Árskóla. Þar með er allt skólahald í sveitar- félaginu fyrir nemendur á grunnskólaaldri komið undir eitt þak. Þessu var formlega fagnað á starfsmannafundi í Árskóla í gær, þar sem Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla, bauð Svein Sigurbjörnsson, skólastjóra tónlistarskólans, og hans starfsmenn velkomna í hópinn. Flutningar hafa staðið yfir frá því skólahald hófst í haust og hefur Tónlistarskólinn meðal annars yfir að ráða þremur kennslustofum, auk rýmis fyrir flygil og skrifstofu á jarðhæð, ásamt rými í kjallara skólans. Í Tónlistarskólanum eru í vetur 60 nemendur á Sauðárkróki. Í máli þeirra Óskars og Sveins kom fram að sambúðin byrjaði vel og menn væru ánægðir með þessar breytingar. Ásta Pálmadóttir ávarpaði einnig starfsmenn skólanna beggja og kom inn á hversu mikið hagræði það væri fyrir nemendur og foreldra að hafa skólastarf og tómstundir á einum stað, líkt og nú er orðið. Þess má geta að Íþróttahúsið á Sauðárkróki er sambyggt skól- anum og því hæg heimatökin fyrir nemendur að fara á milli skóla og tómstundastarfs. /KSE Ásta sveitarstjóri, Herdís hjá fjölskyldusviði og Sveinn tónlistarskólastjóri. MYND: KSE Ásgarður stækkaður um 230 fermetra Veiðihúsið við Laxá á Ásum Á mánudaginn hóf Loftorka að reisa veggi við- byggingar við Ásgarð, veiðihús Laxár á Ásum. Stefnt er að því að viðbyggingin verði orðin fokheld í byrjun desember. Unnið verður að uppsetningu innveggja og innréttinga á fyrri hluta næsta árs. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin vel fyrir næsta laxveiðitímabil sem hefst upp úr miðjum júní. Um miðjan júlí síðastliðinn tóku Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Páll A. Jónsson, formaður Veiðifélags Laxár á Ásum, fyrstu skóflustunguna að stækkun veiðihússins að viðstöddu fjölmenni. Veiðihúsið verður stækkað um 230 fermetra og á viðbyggingin að nýtast undir gistiaðstöðu fyrir veiðimenn og starfsfólk og undir vöðlugeymslu. Húnahornið greinir frá þessu. /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.