Feykir - 19.10.2016, Síða 4
4 39/2016
DÖGUN SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
Mikilvægt að styðja við athafnagleði og hugmyndir fyrirtækja og einstaklinga
Sigurjón Þórðarson skipar
forystusæti Dögunar. Hann er 52
ára, þriggja barna faðir, býr á
Sauðárkróki og er í sambúð með
Svövu Ingimarsdóttur, líffræðingi
og handverkskonu. Sigurjón er
líffræðingur að mennt, með
framhaldsnám í stjórnsýslu-
fræðum og starfar sem
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Norðurlands vestra og
stundakennari við FNV en einnig
hefur hann verið stundakennari
við HÍ. Áhugamálin eru íþróttir,
einkum sund, knattspyrna og
karfan og í kjölfar íþróttaafreka
dóttur hans hefur áhugi Sigur-
jóns á fimleikum tekið óvæntan
kipp. Auk þess hefur hann áhuga
á útivist og veiðum.
Hvert er þitt helsta baráttumál
fyrir Norðvesturkjördæmi í heild?
Koma þarf á réttlátu samfélagi.
Mikilvægt er að ákvarðanir séu
teknar út frá heildarhagsmunum
en ekki út frá óskum þröngra
sérhagsmuna á leynifundum.
Dögun vill afnema verðtrygg-
inguna en losa þarf um hnútinn
í maga margra kjósenda sem
svikamyllan verðtryggingin
veldur. Það er ósanngjarnt að öll
verðbólguáhætta leggist alfarið
á lántakendur en sanngjarnt er
að skipta henni á milli fjár-
málafyrirtækja og skuldara.
Lækka þarf vexti en háir
vextir þjaka fyrirtæki, bændur
og heimilin í landinu. Dögun
vill koma á samfélagsbanka sem
veitir lán á sanngjörnum
vöxtum og greiðir ekki banka-
bónusa. Mikilvægt er að koma í
veg fyrir spillinguna í banka-
kerfinu en Borgunarmálið sýnir
að samspilling stjórnmála og
fjáramála lifir enn góðu lífi.
Ég mun beita mér fyrir
frjálsum krókaveiðum dag-
róðrabáta en það hleypir lífi í
sjávarbyggðirnar. Fiskur er
staðbundinn, einkum á upp-
vaxtarskeiði og því mikilvægt
að dreifa veiðum og nýta
fiskimið á flóum og í fjörðum.
Hvað finnst þér brýnast að gera
fyrir Norðurland vestra?
Augljóslega þarf að gera stór-
átak í vegamálum. Það á bæði
við um viðhald og uppbyggingu
vegakerfisins. Standa þarf vörð
um heilbrigðisþjónustuna og
ekki síður menntastofnanir.
Gera þarf kröfu um aukna
sanngjarnari fjármögnun til
Háskólans á Hólum og FNV.
Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu?
Það er mikilvægt að stjórn-
málamenn styðji við athafna-
gleði og hugmyndir fyrirtækja
og einstaklinga. Tækifærin eru
fjölbreytt og stór. Nú er nokkur
sókn hjá matvælaframleið-
endum og ferðaþjónustunni vítt
og breitt um landshlutann.
Styðja má við ferðaþjónustuna
með því t.d. að beita sér fyrir
uppbyggingu vinsælla ferða-
mannastaða á borð við Glaum-
bæ og Selasetrið.
Rammaáætlun er lifandi
plagg sem getur tekið breyt-
ingum í tímans rás ef það
myndast pólitískur þrýstingur
til breytinga. Í kjölfarið geta
virkjunarkostir verið fluttir á
milli flokka eins og dæmin
sanna. Auka þarf skilning á því
að það getur verið skammgóður
vermir að setja vatnsföll í
verndarflokk ef ekki fylgir
skipuleg uppbygging á svæðinu
sem tryggir að heimamenn hafi
verulegan hag af vernd eða
breyttri landnotkun. Skynsam-
legt er því að samfara ákvörðun
stjórnvalda um vernd verði
samhliða farið í uppbyggingu
sem tryggir að hún verði til
frambúðar.
Hver er afstaða þín til flutnings
opinberra starfa?
Á síðustu tveimur kjörtíma-
bilum hefur orðið mikil fækkun
á ríkisstörfum á svæðinu. Í lok
kjörtímabila kemur jafnan
karamella fyrir kjósendur sem
nú er í formi nýrrar stofnunar á
Sauðárkróki. Karamellan sem
gefin er í lok kjörtímabils er
jafnan miklu minni en það sem
tekið var í burtu.
Til að tryggja ríkisstörf má
ekki einungis líta til flutninga á
stofnunum heldur einnig til
kjarasamninga. Nýir kjara-
samningar ríkisins við fram-
haldsskólakennara fækkaði
stöðugildum fámennra skóla.
Það mætti hvetja opinberar
stofnanir til að staðsetja starfs-
menn utan höfuðborgarinnar
sem gæti falist í auknum fjár-
veitingum til stofnana sem gefa
starfsmönnum kost á að flytja í
okkar frábæra landshluta.
x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR HARALDUR BENEDIKTSSON
Framhaldsskólar og háskólastarfsemi skiptir okkur máli
Bóndinn og þingmaðurinn
Haraldur Benediktsson á Vestri-
Reyni er oddviti Sjálfstæðis-
manna. Hann er fimmtugur
búfræðingur, kvæntur Lilju Guð-
rúnu Eyþórsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Meðfram bústörfum
starfaði Haraldur sem formaður
Bændasamtaka Íslands frá árinu
2004–2013 eða þar til hann
settist á þing. Þar hefur hann
m.a. setið í atvinnuvega- og
fjárlaganefnd. Ýmsum trúnaðar-
störfum hefur Haraldur sinnt
m.a. setið í stjórn Búnaðar-
sambands Borgarfjarðar og síðar
Búnaðarsamtaka Vesturlands og
gegnt þar formensku árin 2002–
2005. Þá sat hann í verðlagsnefnd
búvara og í framkvæmdanefnd
búvörusamninga 2004–2013 í
háskólaráði Landbúnaðarhá-
skóla Íslands 2005–2013, í
miðstjórn NBC, Samtaka bænda
á Norðurlöndum, 2004–2013,
formaður 2008–2010.
Hvert er þitt helsta baráttumál
fyrir Norðvesturkjördæmi í heild?
Málefni heilbrigðistofnanna að
þær eflist á nýjan leik. Aukið
fjármagn til rekstrar og endur-
nýjunar, aðgerðir til að laða að
lækna og annað heilbrigðis-
starfsfólk. Efling starfseminnar
skiptir máli fyrir alla, bæði er
kostnaðarsamt og tímafrekt að
sækja slíka þjónustu um langan
veg. Því er forgangsmál að
styðja betur við og lækka út-
gjöld landsbyggðarfólks vegna
ferðalaga og dvalar við að sækja
sér lækninga. Raforkufram-
leiðsla og flutningskerfi þess er
um allt kjördæmið flöskuháls
og er að hamla uppbyggingu.
Hvort sem við ræðum orkuskort
vegna nýrra tækifæra eða
orkuframleiðslu eða bætt
afhendingaröryggi og þriggja
fasa rafmagn. Samgöngumál,
breikkun á Vesturlandsvegi,
nýjar stofnleiðir auk þess að
fækka malarvegum. Fátt styrkir
byggð meira en slíkar
framkvæmdir. Nefni að
sjálfssögðu að tryggja að
stórátak okkar í fjarskiptum geti
haldið áfram. Þar höfum við
þegar lyft grettistaki. Gangi það
eftir verða fjarskipti á Íslandi
einstök og möguleikar sem það
skapar eru óendanlegir.
Hvað finnst þér brýnast að gera
fyrir Norðurland vestra?
Rekstur og starfsemi heil-
brigðisstofnana. Sérstaklega
þarf að efla þjónustu við verð-
andi mæður á ný. Framhalds-
skólar og háskólastarfsemi
skiptir okkur máli. Við ræðum
núna valkost að koma
vegamálum í sveitum í betra
ástand með nýjum valkosti,
ódýrari og hraðvirkari endur-
bætur.
Hvernig sérðu fyrir þér
atvinnuuppbyggingu á svæðinu?
Nýsköpun í hefðbundnum
greinum hefur of lítinn
framgang á landsbyggðinni.
Það ætti að leyfa frádrátt á
veiðileyfagjöldum í sjávarútvegi,
fjárfesti slík fyrirtæki í
nýsköpun. Meiri festa í um-
hverfi grunnatvinnuvega okkar
og þá ferðaþjónustan sem
sannarlega er að breyta
atvinnulífi okkar. Þá á að leita
leiða við að byggja kjölfestu í
fjölbreyttara atvinnulíf, iðju-
kost sem væri öflugur stór
vinnustaður á svæðinu sem
skapaði aftur fjölbreytta
þjónustu.
Hver er afstaða þín til flutnings
opinberra starfa út á land?
Með breyttum samgöngum og
fjarskiptum er tímabært að
móta nýja stefnu í starfsemi
hins opinbera. Það á að vera
hluti af rekstri allra ríkis-
stofnana, að verði ráðið á
landsbyggðinni. Til viðbótar
við flutning á starfsemi hins
opinbera sem mögulegt er að
flytja til. Þá verður að tryggja
sjálfstæði þeirra stofnana sem
þegar eru á landsbyggðinni –
það er besta aðferðin við að
fjölga opinberum störfum úti
á landi. Sameiningar og flutn-
ingur á höfuðstöðvum til
Reykjavíkur er varasamur og
hefur oftar en ekki í för með sér
fækkun starfa. En þá þarf líka
að gera landsbyggðina áhuga-
verða fyrir ungt fólk að setjast
þar að, eftir nám. Það er stóra
verkefnið.
x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER