Feykir - 19.10.2016, Page 9
39/2016 9
VIÐREISN GYLFI ÓLAFSSON
Sjálfbærni og fjölbreytt mannlíf
Oddviti hins nýja stjórnmálaafls
Viðreisnar er Gylfi Ólafsson
heilsuhagfræðingur giftur Tinnu
Ólafsdóttur frá Flateyri og eiga
þau eins árs gamla dóttur. Gylfi
er 33 ára, frá Ísafirði en býr í
Reykjavík menntaður grunnskóla-
kennari og hagfræðingur og er
langt kominn með doktorsnám í
heilsuhagfræði. Hann hefur
starfað sem fréttamaður, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofu og
fleira.
Hvert er þitt helsta baráttumál
fyrir Norðvesturkjördæmi í heild?
Helsta leiðarstefið er að leitað sé
leiða til að halda í og laða að
ungt fólk. Þar á ég ekki eingöngu
við landsbyggðina gagnvart
höfuðborgarsvæðinu, heldur
einnig Ísland gagnvart um-
heiminum. Þær lausnir þurfa að
byggja á framtíðarsýn um
nýsköpun, þekkingarsköpun,
sjálfbærni og fjölbreytt mann-
líf. Ýmsir innviðir Norðvestur-
kjördæmis eru langt á eftir,
meðal annars í heilbrigðis-
málum, samgöngumálum og
fjarskiptum. Fjármögnun þess-
arar uppbyggingar þarf þó að
vera sjálfbær. Ef auðlindagjöld
sem lögð hafa verið síðustu ár á
útgerðina hefðu skilað sér til
byggðanna væri staðan töluvert
frábrugðin því sem nú er.
Viðreisn hefur lagt til
myntráðsleið til að skapa lang-
varandi gengisstöðugleika og
lækka vexti umtalsvert, sem
gagnast útflutningsatvinnuveg-
unum, heimilunum og ríkinu.
Ríkið ætti með niðurgreiðslu
lána og lækkun vaxta að draga
gífurlega úr vaxtakostnaði sem
nú er um 70 milljarðar á ári, og
losa þannig fé til þjóðþrifaverka.
Hvað finnst þér brýnast að gera
fyrir Norðurland vestra?
Mikil gagnrýni hefur verið á
löggæslu á svæðinu. Þar hafa
sameiningar tveggja embætta
verið að sumu leyti til góðs en
það hefur að einhverju leyti
komið niður á smærri byggð-
unum. Þetta er þeim mun
brýnna eftir því sem
ferðamönnum fjölgar. Ýmsar
samgöngubætur hafa setið á
hakanum, og Háskólinn á
Hólum er fórnarlamb þeirrar
undirfjármögnunar sem há-
skólastigið allt glímir við. Að
síðustu hafa heilbrigðisstofnanir
á svæðinu, eins og annarsstaðar,
þurft að glíma við þríþættan
vanda; fjárskort, segulmagn
höfuðborgarsvæðisins á starfs-
fólk og stefnuleysi yfirvalda,
eins og landlækni hefur orðið
tíðrætt um.
Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu?
Lengi hefur verið beðið eftir
stórum vinnustað til að bjarga
atvinnuástandi svæðisins. Hann
mun sennilega láta bíða eftir
sér, einkum ef þess er beðið að
ríkið hafi þar frumkvæði. Hér
gildir að fjölbreytt menntun á
öllum skólastigum og nýsköp-
unarkraftur heimafólks er
vísasta leiðin til að skapa
gróskumikið atvinnulíf. Þá
þurfa yfirvöld að einfalda til
muna allt regluverk og
styrkjakerfi í landbúnaði svo að
bændur geti átt betri og beinni
samskipti við neytendur.
Þannig fá sérkenni svæðisins og
matarmenning að njóta sín
betur.
Hver er afstaða þín til flutnings
opinberra starfa út á land?
Flutningur opinberra starfa út á
land er mjög jákvæður en vanda
þarf til verka. Flutningur
stofnana hefur nefnilega stund-
um gengið brösuglega, meðal
annars vegna þess að nauð-
synlega innviði hefur vantað, og
þá getur flutningurinn orðið
málstaðnum fótakefli. Dæmi
um það er þegar Innheimtu-
stofnun sveitarfélaga hraktist
frá Flateyri til Ísafjarðar af því
að nettengingin á Flateyri var
ekki nógu góð. Hvernig eiga
einkaaðilar að stofna fyrirtæki
eða flytja starfsemi sína út á
land þegar ríkinu tekst það ekki
sjálfu? Flutningur starfa er
þannig ágæt mælistika á styrk
innviða; ef flutningur gengur
ekki upp, er ekki úr vegi að
kanna hvort það sé vegna þess
að nauðsynlega innviði vanti.
x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER
FRAMSÓKNARFLOKKUR GUNNAR BRAGI SVEINSSON
Hér þarf að treysta atvinnulífið
Gunnar Bragi Sveinsson er odd-
viti Framsóknarmanna, var utan-
ríkisráðherra og síðar sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra í
fráfarandi ríkisstjórn. Gunnar er
48 ára, býr á Sauðárkróki, frá-
skilinn og á fimm stráka. Hann er
með stúdentspróf og nám í
atvinnulífsfélagsfræði og hefur
starfað sem sveitarstjórnar-
fulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra,
í verslun og veitingum, byggingar-
vinnu, Steinullarverksmiðjunni,
sem sendibílstjóri, þjónn o.fl.
Hvert er þitt helsta baráttumál
fyrir Norðvesturkjördæmi í heild?
Að treysta búsetu í kjördæm-
inu. Ég hef lagt mig fram um
það frá því ég var kjörinn á
þing. Svokölluð Norðvestur-
nefnd, sem ég hvatti til að yrði
skipuð, skilaði af sér mikil-
vægum tillögum sem margar
hafa þegar skilað störfum eða
fest störf í sessi. Sem ráðherra
byggðamála þá fól ég Byggða-
stofnun að koma með útfærðar
tillögur af því hvernig mætti
nýta „skattkerfið“ til byggða-
jöfnunar. Lækkað trygginga-
gjald fyrirtækja eftir fjarlægð
frá Reykjavík, lækkun eða
niðurfelling námslánagreiðslna
og endurgreiðsla á kostnaði við
akstur til og frá vinnu eru meðal
tillagna sem við munum sjá í
nýrri byggðaáætlun.
Hvað finnst þér brýnast að gera
fyrir Norðurland vestra?
Hér þarf að treysta atvinnulífið,
gera átak í samgöngumálum,
bæði í vegagerð og flugi, auka
fé til heilbrigðisstofnana og
löggæslu svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu?
Áfram þarf að byggja upp og
treysta það sem við höfum. Þá
þyrftum við að geta aukið og
bætt áfram þjónustu við
ferðamenn og nýtt þá hug-
myndaauðgi sem ég veit að býr
í fólkinu. Sjávarúvegurinn er
okkur mikilvægur sem og
x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER
landbúnaðurinn en þar eigum
við tækifæri á vöruþróun og
nýsköpun. Orku landshlutans á
að nýta sem mest heimavið en
umframorka fari inn á raf-
orkukerfið því er ég fylgjandi
kröfum um að orka Blöndu og
fallvatnanna í Skagafirði verði
nýtt hér heima.
Hver er afstaða þín til flutnings
opinberra starfa út á land?
Í mörgum tilfellum er sjálfsagt
að flytja störf út á land en best er
ef fjölgun opinberra starfa á sér
stað úti á landi. Sem ráðherra
hef ég tekið ákvörðun um að
fjölga störfum á landsbyggðinni
um a.m.k. tíu án þess að önnur
hverfi á móti. Ég tel að ráðuneyti
og undirstofnanir ættu að setja
sér það markmið að ný störf eigi
að verða til úti á landi nema
málefnanlegar ástæður komi í
veg fyrir það. Í raun ætti að
auglýsa meira af störfum án
staðsetningar.
Alþingiskosningar 2016
Kosningar til Alþingis verða haldnar 29. október nk.
og bjóða alls átta framboð fram krafta sína í Norður-
landskjördæmi vestra. Til að gæta alls hlutleysis fengu
oddvitar framboðanna sömu spurningarnar og mátti hver
þáttur ekki fara yfir ákveðin fjölda orða. Einnig var dregið
um hvar þættirnir lentu svo ekki yrðu pólitísk átök um
staðsetningu.
Feykir hvetur fólk til að fjölmenna á kjörstað
og nýta atkvæðarétt sinn.