Feykir


Feykir - 19.10.2016, Qupperneq 12

Feykir - 19.10.2016, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 39 TBL 19. október 2016 36. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ekki heimild til að manna afleysingar Lögreglumál á Norðurlandi vestra Byggðarráð Húnaþings vestra tók á fundi sínum í síðustu viku undir áhyggju lögreglumanna á lands- hlutanum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Fram kom að samkvæmt upplýsingum frá Pétri Björnssyni, formanni Lögreglufélags Norðurlands vestra, eru framundan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu eru menn settir á námskeiðin á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo ekki þurfi að greiða þeim yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar á meðan. Á fundinum kom fram að beðið væri svara frá Páli Björnssyni lögreglustjóra á Norðurlandi vestra við fyrirspurn sveitarstjóra sem beðið er um upplýsingar um hvaða daga er að ræða varðandi námskeið starfsmanna embættisins í Reykjavík á vinnutíma og hvernig löggæsla verður skipulögð þá daga. Á fundinum sagði oddviti frá samskiptum sínum við Tómas Gíslason aðstoðarframkvæmdastjóra 112 en byggðarráð hefur bent á að að aðeins eitt neyðarnúmer sé á landinu og því mikilvægt að góð samhæfing sé a milli starfsmanna 112, fjarskiptamiðstöðvar og læknavaktar- innar, eins og segir í fundargerðinni. /KSE Einmuna haustblíða á Norðurlandi Himinninn skartar mikilli fegurð Haustið hefur farið vel með Norðlendinga hingað til og veðurblíðan verið einstök. Hitatölurnar um og yfir 10 gráður og ekki skemma fyrir fallegir litir í náttúrunni. Feykir auglýsti á Fésbókarsíðu sinni eftir sólarlagsmyndum og voru þrír sem svöruðu kallinu eins og sjá má hér á síðunni. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fáum við einhvern blástur og pínu bleytu í vikunni en hitinn heldur áfram að leika við okkur eða rokka í kringum 10 stigin. Feykir þakkar þeim Guðríði Magnúsdóttur í Viðvík í Skagafirði, Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur á Sauðárkróki og Ólöfu Kristínu Einarsdóttur, Syðri Grund í Húna- vatnshreppi fyrir sendingarnar. /PF MYND: GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR MYND: LAUFEY HARPA HALLDÓRSDÓTTIR MYND: ÓLÖF KRISTÍN EINARSDÓTTIR

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.