Feykir - 07.12.2016, Qupperneq 1
„
BLS. 6–7
BLS. 10
Margrét Eir heldur tónleika
í Sauðárkrókskirkju
„Kominn tími
til að drífa sig
af stað“
BLS. 8
Edda María Lárusdóttir frá
Skagaströnd í opnuviðtali
„Berlín var
draumaborg
okkar beggja“
Aðventugleði Sjálfsbjargar
Peningagjöf vegna
lyftu í Safnaðar-
heimili Sauðár-
krókskirkju
46
TBL
7. desember 2016
36. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
35 ára
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins
Skagafjarðar sl. fimmtudag var lögð
fram tillaga um að gerð yrði breyting
á framkvæmdaáætlun eignasjóðs
2016 þannig að 140 milljónir króna
yrðu fluttar af framkvæmdum við
sundlaug á Sauðárkróki yfir á nýtt
verkefni, gervigrasvöll á íþróttasvæð-
inu á Sauðárkróki.
„Hönnun við breytingar á sund-
laug standa enn yfir og ekki verður
mögulegt að hefja framkvæmdir við
hana fyrr en á árinu 2017,“ segir í
fundargerð. Byggðarráð samþykkti
tillöguna.
Á sama fundi var farið yfir drög að
hönnun að gervigrasvelli á Sauðár-
króki og samþykkti byggðarráð að
haldið yrði áfram miðað við fyrir-
liggjandi drög. /KSE
140 milljónir í gervigrasvöll
Breytingar á framkvæmdaáætlun Svf. Skagafjarðar
Einmuna blíða hefur verið á landinu það
sem af er vetri og segir á vef Veðurstofu
Íslands að haustið hafi verið það
langhlýjasta á Akureyri frá upphafi
samfelldra mælinga og reyndist
meðalhiti 5,2 stig. Næsthlýjast var árið
1920, 4,6 stig, en á vedur.is segir að
mælingar hafi verið nokkuð óáreiðan-
legar þá, og svo náði meðalhitinn
4,6 stigum árið 1945.
Þá kemur fram hjá Veðurstofunni að
mjög úrkomusamt hafi verið í haust.
Samanlögð úrkoma október og
nóvembermánaða hefur aldrei mælst
meiri en nú, 334,3 mm, en var þó nánast
sú sama 1956 (332,6 mm) og 1958 (325,8
mm). Úrkoma þessara mánaða mældist
383 mm á Vífilsstöðum 1912. Október
var í þurrara lagi á Akureyri þannig að
þrátt fyrir úrkomusaman nóvember þar
er ekki um nein met að ræða.
Samkvæmt veðurspá mun hitastigið
dansa á núllinu fram eftir vikunni en
Sólin skartaði sínu fegursta sl. þriðjudag við sólarupprás sem skráð er klukkan 11:15 við 65.75 gráður norðlægar breiddar þar sem myndin er tekin. Horft er
fram Skagafjörð þangað sem Mælifellshnjúkurinn rís tignarlega í fyrrum Lýtingsstaðahreppi. Áshildarholtsbæirnir eru í forgrunni. MYND: PF
Góð tíð á Norðurlandi vestra
Kólnar eftir helgi
gera má ráð fyrir rigningu eða slyddu á
Norðurlandi vestra.
Á morgun er spáð norð-austan 8-15
m/sek norðan- og norðvestantil með
rigningu eða slyddu en annars yfirleitt
suðlægri eða breytilegri átt, 5-10 m/s.
Á föstudag er gert ráð fyrir slydduél með
norðaustur- og norðurströndinni ann-
ars úrkomulítið og hiti breytist lítið.
Útlit er fyrir nokkuð hvassa norð-
austanátt á laugardag með dálitlum
slydduéljum nyrst og á sunnudag verður
ákveðin sunnanátt með rigningu í
flestum landshlutum en suðvestanátt og
skúrir eða él vestantil um kvöldið.
Kólnar í veðri. /PF