Feykir - 07.12.2016, Page 4
4 46/2016
Good Times
Hvernig nemandi varstu? Óttalega
hrædd lítil mús, en sótti í mig veðrið
með tímanum.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum? Hárgreiðslan
hennar systur minnar sem ég var í
laumi hund-óánægð með. Hún setti
rúllur í hárið á mér og túberaði það
og mér fannst það kellingarlegt, vildi
slöngulokka. En vildi ekki særa stóru
systur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Geimfari, flugmaður
eða kafari. Ég las mest strákabækur,
Bob Moran, Tom Swift og svoleiðis.
Fyrir utan Enid Blyton sem ég elskaði
en er núna á bannlista pólitískrar
rétthugsunar.
Hvað var uppáhalds leikfangið
þitt þegar þú varst krakki? Gulur
bangsi sem ég man ekki hvað hét,
en ég var alltaf að klippa hárið á
honum og trúði því staðfastlega að
það yxi aftur.
Besti ilmurinn? Nýslegið tún
Hvað varstu að hlusta á þegar þú
fékkst bílprófið? Ég var reyndar 19
ára þegar ég tók prófið. Og það var
árið 1975 og ég hef trúlega hlustað
á hljómsveitir á borð við Nazaret,
Deep Purple, Led Zeppelin. Ég var
aldrei forfallinn Abba-aðdáandi.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í
Kareókí? Ertu vitlaus! Ég tæki einu
sinni ekki lag í kareókí þótt ég væri
á sjötta glasi. Nema þá í dúett með
einhverjum.
Hverju missirðu helst ekki af í
sjónvarpinu? Góðum glæpaseríum.
Besta bíómyndin? Kannski réttast
að spyrja hvaða mynd ég sá oftast
(fór oft á sömu myndina í gamla
daga) og það myndi vera Cabaret
með Lizu Minelli.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mest-
ar mætur á? Árna Stef.
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
NAFN: Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir.
ÁRGANGUR: 1956.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift frú.
BÚSETA: Sauðárkrókur.
HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er fædd og uppalin í Garði
í Mývatnssveit. Faðir minn hét Þorgrímur Starri Björgvins-
son bóndi þar í sjötta lið. Móðir mín var Jakobína Sigurðar-
dóttir skáldkona frá Hælavík á Hornströndum.
STARF / NÁM: Sagnfræðingur og kennari, en starfa nú sem sér-
fræðingur á Byggðastofnun.
HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Vinna og aftur vinna! Og skriftir í hjá-
verkum.
Sigríður Kristín
MYND: ÚR EINKASAFNI
má losna við frægðina.
Hver er uppáhalds bókin þín og/
eða rithöfundur? Svo ótal margar.
Kannski Meistarinn og Margaríta
eftir Mikhaíl Búlgakov. Hún er svo
margræð og frásögnin skemmtileg,
en um leið sorgleg.
Orð eða frasi sem þú notar of
mikið? Ég er frasalógían uppmáluð
svo það er erfitt að gera upp á milli.
Hver var mikilvægasta persóna
síðustu 100 ára að þínu mati?
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, brautryðj-
andi í kvenréttindum (nú hugsa ég
bara um Ísland).
Ef þú gætir farið til baka í tímann,
hvert færirðu? Líklega eitthvert á
níunda áratuginn, þá var svo gaman.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Henni féll aldrei verk úr hendi.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og
réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Erfitt val, ég á svo margt óskoðað.
Hef varla komið út fyrir Evrópu.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyði-
eyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með
þér? Mér finnst blasa við að hafa
með sér eitthvert samskiptatæki
sem virkar, bát og verkfæri (þori ekki
að segja eiginmanninn, því hann er
jú ekki hlutur).
Nefndu eitthvað þrennt sem þér
finnst þú mega til að gera áður en
þú gefur upp öndina: Setjast niður
í næði í nokkra daga og hugsa um
tilgang lífsins, það er eiginlega mest
aðkallandi þessa stundina. Skrifa
nokkrar bækur (þetta er miklu fleira
en þrennt) og ferðast um heiminn.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á
þínu heimili? Skipulegg.
Hvert er snilldarverkið þitt í eld-
húsinu? Franska súkkulaðikakan.
Hættulegasta helgarnammið?
Rjómaterta með marengs!
Hvernig er eggið best? Harðsoðið
eða hrært (scrambled).
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu? Undanlátssemin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Óheiðarleiki.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitn-
un? Svo verður hver að fljúga sem
hann er fiðraður.
Hver er elsta minningin sem þú
átt? Þegar ég strauk að heiman
tveggja og hálfs.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar
mest til þín? Hrúturinn Hreinn.
Hvaða fræga manneskja mundir
þú helst vilja vera? Ég hef ekki
heilsu í frægð. En ég væri alveg til í
smá lúxus sem frægðinni fylgir ef ég
G Times
Contalgen funeral með n
ýja plötu
Skagfirska
hljómsveitin Contalgen
Funeral er ekki dauð úr öllum
æðum en nýr diskur er komin
út hjá sveitinni. Þetta er önnur
breiðskífa hljómsveitarinnar
en einnig hefur ein smáskífa
fengið að fljóta á öldum
ljósvakans.
Þríeyki sveitarinnar sem
býr á Króknum, Sigurlaug
Vordís, Fúsi Ben og Gísli
Þór, segir plötuna
blöndu af kántrí og
rokki og algjörlega
heimasmíðaða. Öll
lögin eru eftir hljóm-
sveitarmeðlimi sem einnig sáu
um upptökur, hljóðblöndun,
masteringu og fjölföldun
diskanna og Andri banjóleikari
semur textana. Hönnun
umslagsins var i höndum
Davíðs Más og Óla Arnars.
Að sögn Sigurlaugar
Vordísar tók meðgangan
um tvö ár en flutningur
laganna er allur
lifandi eða „live“. Þá
spila allir saman og
allt
tekið upp
í einu og segja þeir Fúsi og
Gísli að stemningin verði meiri
og skemmtilegri en þegar einn
er að gutla í stúdíóinu. Þau
segja að þetta geti verið meiri
vinna þar sem oft þurfi margar
upptökur en að sama skapi
verði meiri listræn sköpun hjá
hópnum og jafnvel að lögin séu
samin á staðnum þótt
grunnurinn hafi verið kominn
áður.
Platan heitir Good times
eftir einu laginu en Silla segir
að það getir líka verið af því
að þetta var svo gaman.
Textarnir eru allir á ensku en
aðspurð um hvort ekki sé von
á alíslenskri plötu segja þau
svo vera. „Við eigum sex lög
sem búið er að taka upp og
stefnum á að gefa út plötu á
næsta ári,“ segir Silla og hinir
kinka kolli og taka undir að
það megi ekki klikka.
Hljómsveitina skipa sem fyrr:
Andri Már Sigurðsson:
Gítarbanjó og söngur
Gísli Þór Ólafsson:
Kontrabassi og bakraddir
Kristján Vignir
Steingrímsson: Gítar
Sigfús Arnar Benediktsson:
Trommur
Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir: Söngur og
ásláttur.
Plötuna verður hægt að
nálgast hjá þeim sjálfum á
Fésbókarsíðu sveitarinnar, í
Skagfirðingabúð og á Spotify.
VIÐTAL
Páll Friðriksson