Feykir


Feykir - 07.12.2016, Side 5

Feykir - 07.12.2016, Side 5
46/2016 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Tindastólsmenn í toppstandi Dominosdeildin í körfubolta :: Tindastóll - Skallagrímur 97-75 Skalla-Grímur gamli hefði sjálfsagt hrist hausinn yfir frammistöðu sveitunga sinna hefði hann verið í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Þeir voru næstbestir á öllum sviðum körfuboltans en Tindastóls- menn keyrðu yfir gestina frá fyrstu mínútu og þeir sáu aldrei til sólar. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir kröftuga og káta stuðnings- menn Stólanna sem sigruðu örugglega, 97-75. Sóknarleikur Tindastóls var eldsnarpur í byrjun leiks en varnarmenn Borgnesinga voru vant við látnir og létu Caird og félaga leika lausum hala. Eftir nokkrar byltur frá Flake beit Hester á jaxlinn og lét Borgnes- inga ekki eiga neitt hjá sér. Kappinn lofar sannarlega góðu. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 18-12 en stuttu síðar kom Björgvin inn fyrir Caird og þá varð nú gaman í Síkinu. Ætli kappinn hafi ekki troðið fimm sinnum í leiknum og hver troðslan var annarri betri. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 33-16 og ljóst að lið Skallagríms þurfti að stíga duglega upp ef þeir ætluðu sér eitthvað í leiknum. Þeir náðu að herða á vörn- inni og Stólarnir hvíldu lykil- leikmenn í byrjun annars leik- Opnaði um síðustu helgi Skíðasvæði Tindastóls Vertíðin er hafin hjá Skíðasvæði Tindastóls en opnað var sl. laugardag. Skíðaáhugafólk fagnaði vel enda veður gott, nægur snjór og aðstæður með ágætum. Á fésbókarsíðu skíðasvæðisins segir að næst verði opið föstudaginn 9. desember og áréttað að þótt snjólaust sé niðri í bæ þá er snjó að finna í fjöllum svo það er um að gera að skella sér á skíði og hafa gaman. /PF Formaður skíðadeiidar Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafns- son, við opnun svæðisins um síðustu helgi. MYND: FÉSBÓK SKÍÐASVÆÐISINS Betra upplýsingaflæði Ný heimasíða Tindastóls Ungmennafélagið Tindastóll hefur tekið í notkun nýja heimasíðu en með henni er vonast til að upplýsingaflæði til foreldra og iðkenda muni batna frekar. Komnar eru inn helstu upplýsingar um starfsemi deildarinnar og allra flokka og verður heimasíðan uppfærð reglulega. Á heimasíðunni, Tindastoll.is, eru góðar upp- lýsingar fyrir alla og ekki síst foreldra sem þurfa að fylgjast með æfingatíma hvers flokks og upp- lýsingar um þjálfara flokka. Þá er foreldrum bent á hlekkinn neðst í síðum flokkanna en þar er hlekkur á Facebook síður þeirra. Mikilvægt er að allir foreldrar séu skráðir á þær síður þar sem allar helstu upplýsingar um mót og fundi koma þar inn. Feykir óskar félaginu til hamingju með síðuna og hvetur forráðamenn deilda til að vera duglega við að setja inn fréttir af starfseminni. /PF Rósa á Þernumýri ÁRNI BERGÞÓRSSON bjó á Kolþernumýri í Vesturhópi í hálfa öld eða frá 1881 til 1931. Árni var vel í efnum og góður bóndi. Hann var jafnan með fjárflestu bændum sveitar- innar og einn af mestu sauðabændum Vestur-Húna- vatnssýslu. Hann hélt nokk- urri sauðaeign til síðustu stundar eða til ársins 1931. En þá voru sauðir hvergi orðnir til í vestursýslunni, nema á Mýri. Árni var ágætur fjármaður og svo mikill snyrti- og þrifa- maður í umgengni um hús og hey, að til fyrirmyndar var. Árni stundaði vetrarbeit mjög mikið, enda er fremur jarðsælt á Mýri og nokkur kjarni í landi. Fé Árna var mjög harðgert og beitarþolið og sauðir hans miklir garpar að bjarga sér, en oft var staðið yfir þeim í vondum veðrum. En þrátt fyrir þessa miklu beit og harðræði gengu þeir jafnan vel fram að vori, skiluðu vænum reyfum og góðum fallþunga að hausti. Árni átti jafnan gott forystufé og taldi ómögulegt án þess að vera, þar sem fé væri ætluð mikil vetrarbeit, enda gustaði oft harkalega framan í forystuféð á Mýri á þessum árum. Landið liggur skammt inn af botni Húnaflóa og því fyrir opnu hafi. Hér verður aðeins minnzt tveggja forystukinda, sem Árni eignaðist og þóttu bera einna mest af. Rósa Um 1880 keypti Árni svart- flekkótta lambgimbur af Benjamín bónda á Ægissíðu á Vatnsnesi, og var hún nefnd Rósa. Hún var kollótt, langvaxin, þunnvaxin og gelgjuleg. Fljótt bar á forystu- hneigð hjá henni, og með aldri og árum varð hún framúrskar- andi forystuær. Hún var jafn örugg með stjórn og undanrás hjarðarinnar, hvort sem henni var beitt í ófærð, hálku eða vatnsföll, og aldrei brást dugur hennar og ratvísi í hríðum og fárviðrum. Hún var á hverju sumri höfð í kvíum. Hún stjórnaði svo vel kvíaánum, að lítið þurfti fyrir þeim að hafa. Rósa náði háum aldri og varð margra barna móðir. Hún giftist aldrei forystuhrút. Undan henni kom engin forystukind að undanskildum einum svartbíldóttum sauð, sem erfði forystukosti móður sinnar í ríkum mæli og varð annálaður forystu sauður og vitskepna og víða um Vestur- Húnavatnssýslu kunnur og þekktur undir nafninu Rósu- Bíldur. Ómögulegt að vera án góðs forystufjár Í síðasta blaði birtum við söguna af forystusauðunum í Tinnárseli, úr bókinni Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp sem Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi hefur nýlega endurútgefið. Í bókinni eru sögu af þessum merku skepnum, alls staðar að af landinu og að þessu sinni birtum við sögu úr Húnaþingi vestra. Þar kemur við sögu Forystuærin Rósa á Þernumýri í Vesturhópi. Í bókinni er kafli um mæðginin Rósu og hrútinn Bíld og er hér gripið niður í fyrri hluta kaflans. Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp Feykiflottur Liggurðu á frétt? Áttu skemmtilega mynd sem gaman væri að birta í Feyki? Hafðu samband > feykir@feykir.isGlæsileg ný heimasíða Umf. Tindastóls. SKJÁMYND hluta. Bæði lið spiluðu reyndar fína vörn á þessum kafla og leikmenn gerðu sig seka um mistök í sókninni. Staðan í hálfleik var 52-36. Gestirnir hófu síðari hálfleik ágætlega en fljótlega náðu Stól- arnir öllum völdum á ný og eftir frábæra takta frá Pétri um miðjan leikhlutann var leikur- inn í raun búinn. Staðan 69-46 og kátt í Síkinu. Svo tróð Helgi Rafn og þá tróð Björgvin bara tvisvar. Staðan 79-51 og fjórði leikhlutinn bara formsatriði. Í honum gerðist fátt markvert utan þess að Björgvin tók ein- hverja þá klikkuðustu alleyoop- troðslu sem sést hefur í Síkinu eftir frábæra stoðsendingu frá Helga Margeirs. Israel Martin virðist sannar- lega vera að gera góða hluti með lið Tindastóls. Hann vill spila hraðan bolta og er duglegur að nota allan hópinn. Á fimmtudag voru það bara Pétur og Helgi Rafn sem spiluðu meira en 30 mínútur og frábært að sjá að menn virðast njóta þess að spila hver fyrir annan. Hester gerði 25 stig í leiknum og Pétur 23. /ÓAB Stólarnir kvöddu Maltbikarinn Tindastóll og Þór áttust við í Maltbikarnum í Höllinni á Akureyri sl. sunnudag. Eftir spennandi og jafna viðureign voru það heimamenn sem spiluðu betur síðustu fimm mínútur leiksins og fögnuðu sætum sigri, 93-81. Stólarnir náðu ekki að fylgja eftir ágætum leik í fyrri hálfleik en þeir voru yfir, 44-50, í hálfleik. /ÓAB Hester og Hannes passa upp á Whitfield. Helgi Rafn fylgist með. MYND: ÓAB

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.